Áætla að hækka þurfi leigu hjá Félagsbústöðum um 6,5 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2024 10:39 Stjórn Félagsbústaða lagði til að leiga yrði hækkuð um 1,1 prósent en því var hafnað af velferðarráði borgarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Félagsbústaða Reykjavíkur segir að hækka þurfi húsaleigu um 6,5 prósent til að standa undir aukinni greiðslubyrði lána sem tekin voru til að fjármagna endurbætur og viðhald á húsnæði í eigu félagsins. Frá þessu greinir RÚV. Vitnað er í ársskýrslu Félagsbústaða þar sem segir í skýrslu stjórnar að tæpar 400 milljónir króna hafi vantað upp á í árslok 2023 til að veltufé frá rekstri nægði fyrir afborgunum langtímalána. Félagsbústaðir hf. eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, sem sér um að „tryggja framboð og uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis í borginni, kaupa, byggja og selja húsnæði, annast útleigu íbúða, veita leigjendum viðeigandi þjónustu, annast viðhald og almennan rekstur félagsins“. Félagið leigir nú út um 3.100 íbúðir en í árslok 2023 töldust 71 prósent íbúða til almenns félagslegs leiguhúsnæðis, 15 prósent til íbúða fyrir fatlað fólk, 12 prósent til íbúða fyrir aldraða og tæplega 2 prósent íbúða fyrir þá sem skráðir eru heimilislausir. RÚV hefur eftir Haraldi Flosa Tryggvasyni, fráfarandi stjórnarformanni, að ófyrirséð frávik vegna viðhalds skýrðu þá stöðu sem upp væri komin. Félagið hefði ekki í neinn varasjóð að sækja, enda væri það óhagnaðardrifið. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir að hækka þurfi leigu um 6,5 prósent til að mæta fjárþörf Félagsbústaða en í ársreikningnum segir að stjórn félagsins hafi lagt það til fyrri hluta árs 2023 að hækka leiguverð um 1,1 prósent en að tillögunni hefði verið hafnað af velferðarráði. „Stjórn og stjórnendur hafa lýst áhyggjum af stöðunni og brugðist við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Fengnir voru óháðir sérfræðingar til þess að leggja mat á rekstrar- og fjárfestingagetu Félagsbústaða til næstu ára með hliðsjón af núverandi skuldbindingum og viðhalds- og uppbyggingaráætlunum eignasafnsins. Niðurstaðan leiddi í ljós að tekjur þurfi að aukast umtalsvert umfram almennar verðlagshækkanir til að sjálfbærniviðmiðum sé náð,“ segir í skýrslu stjórnar. Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV. Vitnað er í ársskýrslu Félagsbústaða þar sem segir í skýrslu stjórnar að tæpar 400 milljónir króna hafi vantað upp á í árslok 2023 til að veltufé frá rekstri nægði fyrir afborgunum langtímalána. Félagsbústaðir hf. eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, sem sér um að „tryggja framboð og uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis í borginni, kaupa, byggja og selja húsnæði, annast útleigu íbúða, veita leigjendum viðeigandi þjónustu, annast viðhald og almennan rekstur félagsins“. Félagið leigir nú út um 3.100 íbúðir en í árslok 2023 töldust 71 prósent íbúða til almenns félagslegs leiguhúsnæðis, 15 prósent til íbúða fyrir fatlað fólk, 12 prósent til íbúða fyrir aldraða og tæplega 2 prósent íbúða fyrir þá sem skráðir eru heimilislausir. RÚV hefur eftir Haraldi Flosa Tryggvasyni, fráfarandi stjórnarformanni, að ófyrirséð frávik vegna viðhalds skýrðu þá stöðu sem upp væri komin. Félagið hefði ekki í neinn varasjóð að sækja, enda væri það óhagnaðardrifið. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir að hækka þurfi leigu um 6,5 prósent til að mæta fjárþörf Félagsbústaða en í ársreikningnum segir að stjórn félagsins hafi lagt það til fyrri hluta árs 2023 að hækka leiguverð um 1,1 prósent en að tillögunni hefði verið hafnað af velferðarráði. „Stjórn og stjórnendur hafa lýst áhyggjum af stöðunni og brugðist við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Fengnir voru óháðir sérfræðingar til þess að leggja mat á rekstrar- og fjárfestingagetu Félagsbústaða til næstu ára með hliðsjón af núverandi skuldbindingum og viðhalds- og uppbyggingaráætlunum eignasafnsins. Niðurstaðan leiddi í ljós að tekjur þurfi að aukast umtalsvert umfram almennar verðlagshækkanir til að sjálfbærniviðmiðum sé náð,“ segir í skýrslu stjórnar.
Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira