Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 500 krónur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2024 22:16 Reiknað er með að það muni kosta um 500 krónur að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá þó það sé ekki 100 % niðurneglt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi var nýlega með kynningu á nýju Ölfusárbrúnni á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi enda mikill áhugi hjá íbúum að fá að vita um stöðu verkefnisins og hvernig það er hugsað. Í gær voru opnuð tilboð í hönnun og smíði brúarinnar en aðeins eitt tilboð barst, eða frá ÞG verktökum. „Þetta er stagbrú sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Mér finnst hún bara mjög fallegt mannvirki. Þetta er þversnið brúarinnar en hún er sem sagt 19,5 metrar á breidd brúardekkið og það er gert ráð fyrir að fyrstu árin verði þetta tvær akreinar í aðra áttina og ein í hina og gönguleið þá inn á gólfinu en síðan í framtíðinni á að flytja gönguleiðina út fyrir og þá verða tvær akreinar í báðar áttir,“ segir Svanur. Hverju mun brúin breyta? „Núverandi brú er orðin mjög lúin og þröng og þar myndast bara umferðartappar, þannig að það liðkast fyrir alla umferð hérna um Suðurlandið getum við sagt með þessari nýju brú,“ segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á SuðurlandiMagnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom í máli Svans að gjaldtaka yfir brúna eigi að standa straum af hönnun og kostnaði við byggingu hennar, sem áætlaður er um 14 milljarðar króna. Honum finnst ekki ólíklegt að kostnaður við að aka yfir brúna verður 500 krónur á bíl. Mikill umferðarþungi er á núverandi brú yfir Ölfusá og því brýnt að fá nýja sem fyrst til að létta á þeirri gömlu. Áfram verður hægt að aka yfir þá gömlu þó ný brú verði komin í notkun og það mun ekki kosta krónu. Útlit nýju brúarinnar yfir Ölfusá, sem á að vera tilbúin í lok sumars 2027 ef allt gengur eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „En hún hefur alveg fullt burðarþol ennþá,“ segir Svanur. En ef allt gengur upp, hvenær verður nýja brúin þá tilbúin? „Það er stefnt að því í sumarlok 2027. Við verðum að reikna með því að það gangi upp,“ segir Svanur að lokum. Árborg Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi var nýlega með kynningu á nýju Ölfusárbrúnni á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi enda mikill áhugi hjá íbúum að fá að vita um stöðu verkefnisins og hvernig það er hugsað. Í gær voru opnuð tilboð í hönnun og smíði brúarinnar en aðeins eitt tilboð barst, eða frá ÞG verktökum. „Þetta er stagbrú sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Mér finnst hún bara mjög fallegt mannvirki. Þetta er þversnið brúarinnar en hún er sem sagt 19,5 metrar á breidd brúardekkið og það er gert ráð fyrir að fyrstu árin verði þetta tvær akreinar í aðra áttina og ein í hina og gönguleið þá inn á gólfinu en síðan í framtíðinni á að flytja gönguleiðina út fyrir og þá verða tvær akreinar í báðar áttir,“ segir Svanur. Hverju mun brúin breyta? „Núverandi brú er orðin mjög lúin og þröng og þar myndast bara umferðartappar, þannig að það liðkast fyrir alla umferð hérna um Suðurlandið getum við sagt með þessari nýju brú,“ segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á SuðurlandiMagnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom í máli Svans að gjaldtaka yfir brúna eigi að standa straum af hönnun og kostnaði við byggingu hennar, sem áætlaður er um 14 milljarðar króna. Honum finnst ekki ólíklegt að kostnaður við að aka yfir brúna verður 500 krónur á bíl. Mikill umferðarþungi er á núverandi brú yfir Ölfusá og því brýnt að fá nýja sem fyrst til að létta á þeirri gömlu. Áfram verður hægt að aka yfir þá gömlu þó ný brú verði komin í notkun og það mun ekki kosta krónu. Útlit nýju brúarinnar yfir Ölfusá, sem á að vera tilbúin í lok sumars 2027 ef allt gengur eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „En hún hefur alveg fullt burðarþol ennþá,“ segir Svanur. En ef allt gengur upp, hvenær verður nýja brúin þá tilbúin? „Það er stefnt að því í sumarlok 2027. Við verðum að reikna með því að það gangi upp,“ segir Svanur að lokum.
Árborg Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31
Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17
Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01