Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar falleinkunn fyrir heilbrigðisyfirvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2024 13:27 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar kallar eftir því að einhver taki málefni ópíóðafíknar í fangið. Vísir/Vilhelm Ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. Þetta er eitt af því sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum. Þingmaður Viðreisnar segir skýrsluna falleinkun fyrir stjórnvöld. Talið er að þrjátíu hafi látist vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk, og tugir til viðbótar úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Þingmaður Viðreisnar segir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki koma á óvart. „Það eru allt of fá úrræði, það er allt of mikill skortur á yfirsýn. Það er ekki búið að greina hversu mikla fjármuni þarf til að leysa vandann. Þetta er allt bein afleiðing af ákveðnu forystuleysi sem ríkir í þessum málaflokki og er undirstrikað rækilega í þessari góðu skýrslu ríkisendurskoðunar,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Hún er auðvitað bara falleinkunn yfir því hvernig við höfum verið að gera hlutina undanfarna áratugi. Þetta er ekki nýr vandi, þetta hefur verið lengi. Við þurfum að gera miklu, miklu betur.“ Fram kemur í skýrslunni að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu, heldur hafi að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Sem eru að vinna rosalega gott starf í baráttunni við ópíóða og fíknisjúkdóminn. En grasrótarstarfið og félagasamtökin verða til því ríkið er ekki að sinna sínu hlutverki,“ segir Sigmar. Síðasta vor lofaði heilbrigðisráðherra að verja 225 milljónum í að sporna við skaða af völdum ópíóða. Búið er að verja um 90 milljónum í aðgerðirnar. „Ríkið borgar viðhaldsmeðferð gegn ópíóðafíkn fyrir níutíu en það eru 268 einstaklinga sem eiga sína stjórnarskrárbundnu heilbrigðisþjónustu undir því að fólk sé duglegt að selja álfinn hjá SÁÁ. Ég skil ekki af hverju þessir fjármunir, sem lofað var, hafa ekki skilað sér með beinum hætti inn í meðferðarkerfið okkar. Þrátt fyrir að allir séu velviljaðir að gera meira skortir með afgerandi hætti forystu og að einhver einn taki sér það vald að taka málaflokkinn í fangið og gera betur,“ segir Sigmar. Fíkn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Talið er að þrjátíu hafi látist vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk, og tugir til viðbótar úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Þingmaður Viðreisnar segir skýrslu ríkisendurskoðunar ekki koma á óvart. „Það eru allt of fá úrræði, það er allt of mikill skortur á yfirsýn. Það er ekki búið að greina hversu mikla fjármuni þarf til að leysa vandann. Þetta er allt bein afleiðing af ákveðnu forystuleysi sem ríkir í þessum málaflokki og er undirstrikað rækilega í þessari góðu skýrslu ríkisendurskoðunar,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Hún er auðvitað bara falleinkunn yfir því hvernig við höfum verið að gera hlutina undanfarna áratugi. Þetta er ekki nýr vandi, þetta hefur verið lengi. Við þurfum að gera miklu, miklu betur.“ Fram kemur í skýrslunni að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu, heldur hafi að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Sem eru að vinna rosalega gott starf í baráttunni við ópíóða og fíknisjúkdóminn. En grasrótarstarfið og félagasamtökin verða til því ríkið er ekki að sinna sínu hlutverki,“ segir Sigmar. Síðasta vor lofaði heilbrigðisráðherra að verja 225 milljónum í að sporna við skaða af völdum ópíóða. Búið er að verja um 90 milljónum í aðgerðirnar. „Ríkið borgar viðhaldsmeðferð gegn ópíóðafíkn fyrir níutíu en það eru 268 einstaklinga sem eiga sína stjórnarskrárbundnu heilbrigðisþjónustu undir því að fólk sé duglegt að selja álfinn hjá SÁÁ. Ég skil ekki af hverju þessir fjármunir, sem lofað var, hafa ekki skilað sér með beinum hætti inn í meðferðarkerfið okkar. Þrátt fyrir að allir séu velviljaðir að gera meira skortir með afgerandi hætti forystu og að einhver einn taki sér það vald að taka málaflokkinn í fangið og gera betur,“ segir Sigmar.
Fíkn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38
Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30