Er stress í liði Íslands? „Öðruvísi spennustig en maður er vanur“ Aron Guðmundsson skrifar 21. mars 2024 10:01 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu undir lok síðasta árs Vísir/Getty Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að halda út á völl og leika gegn Ísrael í mikilvægum undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM. Möguleiki er á því að leikurinn fari alla leið í vítaspyrnukeppni, Arnór hefur reynslu af þeim en vill helst sleppa við að halda í svoleiðis keppni í þessum leik. Klára frekar bara verkefnið áður en til þess myndi koma. „Ég get ekki beðið eftir því að halda út á völl og hefja leika,“ sagði Arnór í samtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann, aðspurður um líðanina svona skömmu fyrir leikinn mikilvæga. „Við erum búnir að bíða eftir þessari stundu lengi. Við vitum allir hversu stór leikur þetta er, hvað er undir. Full einbeiting á þetta verkefni.“ Klippa: Arnór Sig: Öðruvísi en maður er vanur Finnurðu fyrir einhverju stressi í hópnum? „Maður er meira bara spenntur fyrir þessu. Auðvitað finnur maður fyrir einhverju stressi á leikdegi fyrir leik en þetta er ekki fyrsti fótboltaleikurinn sem maður spilar. En að sjálfsögðu er þetta öðruvísi spennustig heldur en maður vanur.“ Arnór býst við lokuðum leik, til að byrja með hið minnsta. „Þegar að það er svona mikið undir þá byrjar þetta kannski svona lokað. Liðin að þreifa á hvort öðru, hvar opnanirnar eru. Við þurfum bara að fara inn í þetta fullir sjálfstrausts. Trúa á það sem að við höfum verið að gera, byggja ofan á það.“ Sá möguleiki er fyrir hendi að leikurinn fari í framlengingu, jafnvel alla leið í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið er undirbúið fyrir þá sviðsmynd. „Já já. Við erum alveg klárir í það og höfum undirbúið það.“ Ekki er ýkja langt síðan að Arnór tók sjálfur þátt í vítaspyrnukeppni með félagsliði sínu Blackburn Rovers í enska bikarnum gegn Newcastle United. Þar skoraði Arnór úr sinni vítaspyrnu en Blackburn laut þó í lægra haldi. „Það er alltaf auka stress og stemning sem að fylgir með vítaspyrnukeppni. Við vonandi sleppum við það gegn Ísrael.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Ég get ekki beðið eftir því að halda út á völl og hefja leika,“ sagði Arnór í samtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann, aðspurður um líðanina svona skömmu fyrir leikinn mikilvæga. „Við erum búnir að bíða eftir þessari stundu lengi. Við vitum allir hversu stór leikur þetta er, hvað er undir. Full einbeiting á þetta verkefni.“ Klippa: Arnór Sig: Öðruvísi en maður er vanur Finnurðu fyrir einhverju stressi í hópnum? „Maður er meira bara spenntur fyrir þessu. Auðvitað finnur maður fyrir einhverju stressi á leikdegi fyrir leik en þetta er ekki fyrsti fótboltaleikurinn sem maður spilar. En að sjálfsögðu er þetta öðruvísi spennustig heldur en maður vanur.“ Arnór býst við lokuðum leik, til að byrja með hið minnsta. „Þegar að það er svona mikið undir þá byrjar þetta kannski svona lokað. Liðin að þreifa á hvort öðru, hvar opnanirnar eru. Við þurfum bara að fara inn í þetta fullir sjálfstrausts. Trúa á það sem að við höfum verið að gera, byggja ofan á það.“ Sá möguleiki er fyrir hendi að leikurinn fari í framlengingu, jafnvel alla leið í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið er undirbúið fyrir þá sviðsmynd. „Já já. Við erum alveg klárir í það og höfum undirbúið það.“ Ekki er ýkja langt síðan að Arnór tók sjálfur þátt í vítaspyrnukeppni með félagsliði sínu Blackburn Rovers í enska bikarnum gegn Newcastle United. Þar skoraði Arnór úr sinni vítaspyrnu en Blackburn laut þó í lægra haldi. „Það er alltaf auka stress og stemning sem að fylgir með vítaspyrnukeppni. Við vonandi sleppum við það gegn Ísrael.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira