Fjórir tónlistarhópar munu koma fram á hátíðinni ásamt nokkrum einleikurum og söngvurum. Þetta eru íslenskir og erlendir tónlistarmenn í bland, sem allir eru miklir sérfræðingar í barokktónlist. Meðal erlendra flytjenda er pólskur kammerhópur, breska súperstjarnan Rachel Podger, og franski sellóleikarinn Vladimir Waltham. Meðal íslenskra flytjenda eru Herdís Anna Jónasdóttir og fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir.
Elfa Rún er stofnandi hátíðarinnar og listrænn stjórnandi. Hún er jafnframt einn stofnanda barokkbandsins Brákar sem kemur fram á hátíðinni. Hún hefur verið búsett í Þýskalandi í mörg ár þar sem hún er sjálfstætt starfandi fiðluleikari. Í Þýskalandi vann hún til verðlauna í Bach-keppni í árdaga ferilsins.
Haldnir verða fernir kvöldtónleikar með hópunum Arte dei Suanatori, Barokkbandinu Brák, Amaconsort og kammerhópnum Consortico. Þá verða einnig haldnir hádegistónleikar án aðgangseyris á hátíðinni.
Finna má nánari upplýsingar á heimasíðu hátíðarinnar.