Kolstad er nú aðeins einum sigri frá deildarmeistaratitlinum þegar fjórar umferðir eru eftir. Þeir eiga eftir að spila gegn Elverum sem er í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Kolstad. Þó Elverum vinni þann leik og hina tvo sem þeir eiga eftir dugir það ekki til.
Ef Kolstad tekst að sigra Nærbö, Haslum eða BSK munu þeir enda í efsta sæti deildarinnar og tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina.
Að því öllu sögðu er öll úrslitakeppnin að sjálfsögðu eftir en þar verður Noregsmeistarinn krýndur. Titill sem Kolstad öðlaðist í fyrra og ætlar sér að verja.