Guðmundur Kjartansson stórmeistari er í dauðafæri á að verða fyrsti Íslendingurinn til að sigra Reykjavíkurskákmótið síðan Hannes Hlífar Stefánsson sigraði árið 2010. Sex stórmeistarar verma toppsætið en auk Guðmundar eru það Rúmeninn Bogdan-Daniel Deac, Litáinn Paulius Pultinevicius, Bandaríkjamaðurinn Praveen Balakrishnan, Frakkin Sebastian Maze og Kasakinn Alisher Suleymenov. Þeir mætast innbyrðis í lokaumferðinni á morgun.
Guðmundur meðal efstu manna fyrir lokaumferð Reykjavíkurskákmótsins

Guðmundur Kjartansson er efstur ásamt fimm öðrum á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem haldið er í Hörpu þessa dagana. Guðmundur lagði fyrrverandi sigurvegara mótsins, Baskaran Adhiban að velli með svörtu mönnunum í dag. Sigur á morgun tryggir Guðmundi jafnt fyrsta sæti. Lokaumferðin hefst á morgun kl 11.
Tengdar fréttir

Samfélagsmiðlastjörnur og skákgoðsagnir á Reykjavíkurskákmótinu
Reykjavíkurskákmótið 2024 hefst á föstudaginn í Hörpu. 414 keppendur frá 49 löndum eru skráðir til leiks, en þar af eru 93 íslenskir. Aldrei hafa fleiri keppendur verið skráðir, en loka þurfti fyrir skráningu vegna plássleysis í Hörpu, slík var aðsóknin. Gamla metið frá í fyrra var 401 keppandi. 28 keppendur eru stórmeistarar, átta þeirra íslenskir.