„Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2024 22:27 Guðmundur Þórarinsson spilaði vel fyrir íslenska liðið í kvöld. Vísir Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. „Vá, mikið af tilfinningum auðvitað og maður er glaður fyrir liðið. Þetta var frábær frammistaða í heild sinni hjá okkur. Maður er búinn að stefna að þessu endalaust. Ég hef verið lengi að spila erlendis og alltaf með þetta markmið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Ungverjalandi í kvöld. Guðmundur var þó ekki kominn á EM í huganum og minntist á úrslitaleikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn kemur. „Það er einn leikur eftir og ég veit að við munum leggja allt í sölurnar til að komast alla leið.“ Ísrael fékk tækifæri til að jafna metin í 2-2 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Eran Zahavi skaut hins vegar framhjá og var Guðmundur sallarólegur fyrir vítaspyrnuna. „Ég er búinn að „manifesta“ þetta svo lengi þannig að ég hugsaði með mér að hann hlýtur að klúðra sem hann gerði. Að sjálfsögðu var það erfitt augnablik. Við vorum orðnir manni fleiri þá. Maður hugsaði að þó þetta færi í 2-2 þá værum við að skapa okkur helling af færum. Að sjálfsögðu var þetta erfitt augnablik og maður vildi auðvitað ekki að þeir myndu skora. Þeir gerðu það sem betur fer ekki og við náðum að klára þetta.“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson var einn af fáum íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni í kvöld en hann og Guðmundur eru bræður. Guðmundur viðurkenndi að það hefði verið gott að vita af bróður sínum í stúkunni. „Já, úff. Eftir það sem hefur verið í gangi síðustu ár. Geðveikt að hann skyldi komast á leikinn og hann er á geggjuðu róli. Það var auðvelt að hlaupa vitandi af honum. Þetta spilar allt saman.“ „Ég er ekkert að tjá mig mikið um það, fótboltinn skiptir máli í augnablikinu. Að sjálfsögðu gefur þetta kraft vitandi hvað við höfum gengið í gegnum síðustu misserin.“ Á þriðjudaginn er svo úrslitaleikurinn um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Andstæðingurinn verður Úkraína sem vann 2-1 endurkomusigur á Bosníu í kvöld. „Ég lofa að leggja allt í sölurnar. Þetta verður erfiður leikur en ég hef fulla trú á okkur.“ Klippa: Viðtal við Guðmundu Þórarinsson Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
„Vá, mikið af tilfinningum auðvitað og maður er glaður fyrir liðið. Þetta var frábær frammistaða í heild sinni hjá okkur. Maður er búinn að stefna að þessu endalaust. Ég hef verið lengi að spila erlendis og alltaf með þetta markmið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Ungverjalandi í kvöld. Guðmundur var þó ekki kominn á EM í huganum og minntist á úrslitaleikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn kemur. „Það er einn leikur eftir og ég veit að við munum leggja allt í sölurnar til að komast alla leið.“ Ísrael fékk tækifæri til að jafna metin í 2-2 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Eran Zahavi skaut hins vegar framhjá og var Guðmundur sallarólegur fyrir vítaspyrnuna. „Ég er búinn að „manifesta“ þetta svo lengi þannig að ég hugsaði með mér að hann hlýtur að klúðra sem hann gerði. Að sjálfsögðu var það erfitt augnablik. Við vorum orðnir manni fleiri þá. Maður hugsaði að þó þetta færi í 2-2 þá værum við að skapa okkur helling af færum. Að sjálfsögðu var þetta erfitt augnablik og maður vildi auðvitað ekki að þeir myndu skora. Þeir gerðu það sem betur fer ekki og við náðum að klára þetta.“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson var einn af fáum íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni í kvöld en hann og Guðmundur eru bræður. Guðmundur viðurkenndi að það hefði verið gott að vita af bróður sínum í stúkunni. „Já, úff. Eftir það sem hefur verið í gangi síðustu ár. Geðveikt að hann skyldi komast á leikinn og hann er á geggjuðu róli. Það var auðvelt að hlaupa vitandi af honum. Þetta spilar allt saman.“ „Ég er ekkert að tjá mig mikið um það, fótboltinn skiptir máli í augnablikinu. Að sjálfsögðu gefur þetta kraft vitandi hvað við höfum gengið í gegnum síðustu misserin.“ Á þriðjudaginn er svo úrslitaleikurinn um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Andstæðingurinn verður Úkraína sem vann 2-1 endurkomusigur á Bosníu í kvöld. „Ég lofa að leggja allt í sölurnar. Þetta verður erfiður leikur en ég hef fulla trú á okkur.“ Klippa: Viðtal við Guðmundu Þórarinsson Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira