„Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 17:56 Andri segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera þeim til skammar. Vísir/Samsett Andri Snær Magnason fer ófögrum orðum um Viðskiptaráð Íslands og segir starfsmenn þess „kosta 130 milljónir til að vinna gegn menningu.“ Hann segir jafnframt peningunum sem fyrirtæki borga til að reka Viðskiptaráð vera betur varið í að styrkja höfunda. Þetta segir hann í samtali við yfirhagfræðing Viðskiptaráðs Íslands á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Gunnar birti færslu á miðilinn í gær þar sem hann veltir fyrir sér áformum um hækkun listamannalauna í samráðsgátt. Með færslunni birti hann graf sem sýnir að Ísland sé með ein hæstu opinberu útgjöld til menningarmála á mann í Evrópu. Af umsögnum áform um hækkun listamannalauna í samráðsgátt að dæma mætti halda að línulegt samband sé milli menningarstigs ríkja og beinna niðugreiðslna ríkissjóðs til menningarmála. Ef svo er satt þá finn ég svo innilega til með Spáni, Ítalíu og Portúgal. pic.twitter.com/K77kpCDci3— Gunnar Úlfarsson (@gunnarulfars) March 22, 2024 Andri segir útreikning Gunnars beinlínis rangan en Gunnar er ósammála því. „Þarna eru gögnin eins og þau koma beint af kúnni. Ekkert land ver hærra hlutfalli opinberra útgjalda í mennningarmál, íþróttir og trúmál,“ segir Gunnar og spyr hvort „virkilega sé óhugsandi að málaflokkurinn sé vel fjármagnaður og það megi forgangsraða innan hans?“ Andri Snær segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera forkastanleg og að það hafi „sullað“ saman íþróttum, trúmálum og menningu án nægs rökstuðnings. „Á bak við ykkur standa stærstu fyrirtæki landsins - finnst þeim of mikil menning eða æskulýðsstarf?“ spyr Andri Gunnar. Þið eruð 7 starfsmenn @vidskiptarad og kostið 130 milljónir til að vinna gegn menningu. Launasjóður rithöfunda er 250 milljónir og skiptist á 80 einstaklinga. Fyrirtæki landsins hefðu getað styrkt 40 höfunda sem hefðu skapað þúsundföld verðmæti á við þessar skýrslur ykkar.— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 23, 2024 Andri segir framsetningu Viðskiptaráðs á gögnunum setja íþróttir og trúmál undir menningu í viðleitni til að ýkja umfang menningar til þess eins að grafa undan sjálfstæðu listafólki. „Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar. Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar,“ segir Andri í einni færslunni. Gunnar segir framsetninguna hins vegar leiðrétta fyrir verðlagsáhrifum sem dragi annars úr umfangi útgjaldanna og sýnir graf af vef EUROSTAT sem sýnir að Ísland verji hærra hlutfalli útgjalda til menningarmála en allar Evrópuþjóðir. Hann segir málið vera einfalt. „Þakið lekur og heimilið er rekið á yfirdrætti. Í slíkum aðstæðum myndu engum skynsömum manni detta í hug að rölta niður í Gallerí fold og kaupa sér Kjarval verk.“ Listamannalaun Efnahagsmál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Þetta segir hann í samtali við yfirhagfræðing Viðskiptaráðs Íslands á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Gunnar birti færslu á miðilinn í gær þar sem hann veltir fyrir sér áformum um hækkun listamannalauna í samráðsgátt. Með færslunni birti hann graf sem sýnir að Ísland sé með ein hæstu opinberu útgjöld til menningarmála á mann í Evrópu. Af umsögnum áform um hækkun listamannalauna í samráðsgátt að dæma mætti halda að línulegt samband sé milli menningarstigs ríkja og beinna niðugreiðslna ríkissjóðs til menningarmála. Ef svo er satt þá finn ég svo innilega til með Spáni, Ítalíu og Portúgal. pic.twitter.com/K77kpCDci3— Gunnar Úlfarsson (@gunnarulfars) March 22, 2024 Andri segir útreikning Gunnars beinlínis rangan en Gunnar er ósammála því. „Þarna eru gögnin eins og þau koma beint af kúnni. Ekkert land ver hærra hlutfalli opinberra útgjalda í mennningarmál, íþróttir og trúmál,“ segir Gunnar og spyr hvort „virkilega sé óhugsandi að málaflokkurinn sé vel fjármagnaður og það megi forgangsraða innan hans?“ Andri Snær segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera forkastanleg og að það hafi „sullað“ saman íþróttum, trúmálum og menningu án nægs rökstuðnings. „Á bak við ykkur standa stærstu fyrirtæki landsins - finnst þeim of mikil menning eða æskulýðsstarf?“ spyr Andri Gunnar. Þið eruð 7 starfsmenn @vidskiptarad og kostið 130 milljónir til að vinna gegn menningu. Launasjóður rithöfunda er 250 milljónir og skiptist á 80 einstaklinga. Fyrirtæki landsins hefðu getað styrkt 40 höfunda sem hefðu skapað þúsundföld verðmæti á við þessar skýrslur ykkar.— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 23, 2024 Andri segir framsetningu Viðskiptaráðs á gögnunum setja íþróttir og trúmál undir menningu í viðleitni til að ýkja umfang menningar til þess eins að grafa undan sjálfstæðu listafólki. „Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar. Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar,“ segir Andri í einni færslunni. Gunnar segir framsetninguna hins vegar leiðrétta fyrir verðlagsáhrifum sem dragi annars úr umfangi útgjaldanna og sýnir graf af vef EUROSTAT sem sýnir að Ísland verji hærra hlutfalli útgjalda til menningarmála en allar Evrópuþjóðir. Hann segir málið vera einfalt. „Þakið lekur og heimilið er rekið á yfirdrætti. Í slíkum aðstæðum myndu engum skynsömum manni detta í hug að rölta niður í Gallerí fold og kaupa sér Kjarval verk.“
Listamannalaun Efnahagsmál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira