„Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 11:01 Erika Nótt Einarsdóttir vakti mikla athygli um helgina þegar hún vann sögulegan sigur á Norðurlandamóti. @erika_nott_ Hin sautján ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð um síðustu helgi fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandsmeistaratitil í hnefaleikum og hún ræddi afrekið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Erika Nótt er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera lengi í hnefaleikum. „Ég byrjaði fyrir sex árum og var því ellefu ára gömul þegar ég byrjaði,“ sagði Erika Nótt Einarsdóttir en hvernig stóð á því? „Ég spurði vinkonu mína: Hvað myndi þér finnast ef ég byrjaði í boxi? Hún svaraði að henni myndi finnast það ótrúlega skrýtið. En ég byrjaði bara samt og svo elskaði ég íþróttina,“ sagði Erika. „Ég vissi í raun ekkert um box þegar ég byrjaði en ég var líka rosalega ung. Svo hægt og rólega fór ég að elska íþróttina. Svo var þetta bara allt sem ég vildi gera,“ sagði Erika. Hún var búin að prófa aðrar íþróttir. „Ég vildi gera eitthvað öðruvísi. Ég var þá búin að æfa dans og ég æfði fimleika. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég var þá búin að æfa fimleika í sjö ár og komst ekki í splitt,“ sagði Erika létt. Hnefaleikarnir hafa kannski á sér ímynd sem passar ekki alveg. „Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk,“ sagði Erika í léttum tón en er það óvanalegt að byrja æfa box svona ungur? „Það er auðvitað best að byrja ungur að æfa box en það er óvenjulegt af því að foreldrar vilja kannski ekki að krakkarnir þeirra séu að fara í þessa íþrótt svona rosalega ung,“ sagði Erika. „Þetta hljómar kannski eins og hættuleg íþrótt en ég hef séð allt hættulegt gerast í íþróttum. Mig grunar að fótbolti og fimleikar séu alveg jafnhættulegar íþróttir,“ sagði Erika. „Það er kannski það besta fyrir hausinn minn að fá höfuðhögg en það er ekkert vont þannig séð. Flest sem við erum að gera er laust og þetta er rosalega mikið teknískt,“ sagði Erika. „Þetta er ekki: Ég ætla að neglan hann eða ég ætla að rota hana. Þetta er rosalega teknískt,“ sagði Erika. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir neðan. Box Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira
Erika Nótt er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera lengi í hnefaleikum. „Ég byrjaði fyrir sex árum og var því ellefu ára gömul þegar ég byrjaði,“ sagði Erika Nótt Einarsdóttir en hvernig stóð á því? „Ég spurði vinkonu mína: Hvað myndi þér finnast ef ég byrjaði í boxi? Hún svaraði að henni myndi finnast það ótrúlega skrýtið. En ég byrjaði bara samt og svo elskaði ég íþróttina,“ sagði Erika. „Ég vissi í raun ekkert um box þegar ég byrjaði en ég var líka rosalega ung. Svo hægt og rólega fór ég að elska íþróttina. Svo var þetta bara allt sem ég vildi gera,“ sagði Erika. Hún var búin að prófa aðrar íþróttir. „Ég vildi gera eitthvað öðruvísi. Ég var þá búin að æfa dans og ég æfði fimleika. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég var þá búin að æfa fimleika í sjö ár og komst ekki í splitt,“ sagði Erika létt. Hnefaleikarnir hafa kannski á sér ímynd sem passar ekki alveg. „Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk,“ sagði Erika í léttum tón en er það óvanalegt að byrja æfa box svona ungur? „Það er auðvitað best að byrja ungur að æfa box en það er óvenjulegt af því að foreldrar vilja kannski ekki að krakkarnir þeirra séu að fara í þessa íþrótt svona rosalega ung,“ sagði Erika. „Þetta hljómar kannski eins og hættuleg íþrótt en ég hef séð allt hættulegt gerast í íþróttum. Mig grunar að fótbolti og fimleikar séu alveg jafnhættulegar íþróttir,“ sagði Erika. „Það er kannski það besta fyrir hausinn minn að fá höfuðhögg en það er ekkert vont þannig séð. Flest sem við erum að gera er laust og þetta er rosalega mikið teknískt,“ sagði Erika. „Þetta er ekki: Ég ætla að neglan hann eða ég ætla að rota hana. Þetta er rosalega teknískt,“ sagði Erika. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir neðan.
Box Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira