Gíslatökumaðurinn áður komið við sögu hjá lögreglu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. mars 2024 15:30 Maðurinn var handtekinn um hádegisbil. Vísir/EPA Gíslatökumaðurinn sem handtekinn var í Hollandi í morgun hefur áður komist í kast við lögin. Maðurinn kom á næturklúbbinn Petticoat í bænum Ede í Hollandi um klukkan sex í nótt og hótaði að sprengja staðinn í loft upp. Gíslatökunni lauk um hádegi í dag en engan af sjö gíslum hans sakaði. Maðurinn er ekki grunaður um hryðjuverk. Gíslatakan varði alls í um sex klukkutíma og endaði með því að einn var handtekinn um hádegisbil í dag. Um er að ræða karlmann sem var leiddur í burtu af lögreglu í handjárnum og með bundið fyrir augun. Maðurinn var samkvæmt hollenskum yfirvöldum með hnífa á sér. Maðurinn var handjárnaður og bundið fyrir augu hans. Vísir/EPA Stuttu áður en maðurinn var handtekinn sleppti hann þremur sem öll voru klædd í fatnað frá næturklúbbnum. Í frétt hollenska miðilsins Telegraaf segir að þau hafi augljóslega verið í miklu uppnámi. Stuttu síðar var fjórðu manneskjunni sleppt en hann klæddist appelsínugulum jakka. Eftir það var maðurinn handtekinn og eftir það þrír síðustu gíslarnir frelsaðir. Enn er verið að rannsaka svæðið og er það því lokað almenningi. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í morgun og voru um 150 heimili í nálægð við staðinn rýmd. „Þetta er hræðileg staða fyrir þetta fólk. Ég hef miklar áhyggjur af þeim og hugsa til þeirra og ástvina þeirra. Ég vona að hægt verði að leysa úr þessu fljótt og örugglega,“ var haft eftir bæjarstjóra Ede, René Verhulst, í frétt Telegraaf á meðan gíslatakan stóð enn yfir. Maðurinn var handtekinn um hádegisbil. Vísir/EPA Það er aðallega ungt fólk sem sækir staðinn samkvæmt frétt Telegraaf. Í gær, föstudag, var haldinn viðburður sem var búinn um klukkan 4 í nótt. Samkvæmt skipuleggjendum voru þau farin um 4.15 af staðnum. Það var svo um klukkan sex sem lögregla og aðrir viðbragðsaðilar voru kölluð að Petticoat vegna hótana mannsins. Holland Tengdar fréttir Gíslatökumaðurinn í Hollandi handtekinn Einn hefur verið handtekinn vegna gíslatöku í borginni Ede í Hollandi í morgun. Karlmaður gekk inn á næturklúbb í morgun vopnaður og hótaði að sprengja staðinn í lof tupp. 30. mars 2024 11:41 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Gíslatökunni lauk um hádegi í dag en engan af sjö gíslum hans sakaði. Maðurinn er ekki grunaður um hryðjuverk. Gíslatakan varði alls í um sex klukkutíma og endaði með því að einn var handtekinn um hádegisbil í dag. Um er að ræða karlmann sem var leiddur í burtu af lögreglu í handjárnum og með bundið fyrir augun. Maðurinn var samkvæmt hollenskum yfirvöldum með hnífa á sér. Maðurinn var handjárnaður og bundið fyrir augu hans. Vísir/EPA Stuttu áður en maðurinn var handtekinn sleppti hann þremur sem öll voru klædd í fatnað frá næturklúbbnum. Í frétt hollenska miðilsins Telegraaf segir að þau hafi augljóslega verið í miklu uppnámi. Stuttu síðar var fjórðu manneskjunni sleppt en hann klæddist appelsínugulum jakka. Eftir það var maðurinn handtekinn og eftir það þrír síðustu gíslarnir frelsaðir. Enn er verið að rannsaka svæðið og er það því lokað almenningi. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í morgun og voru um 150 heimili í nálægð við staðinn rýmd. „Þetta er hræðileg staða fyrir þetta fólk. Ég hef miklar áhyggjur af þeim og hugsa til þeirra og ástvina þeirra. Ég vona að hægt verði að leysa úr þessu fljótt og örugglega,“ var haft eftir bæjarstjóra Ede, René Verhulst, í frétt Telegraaf á meðan gíslatakan stóð enn yfir. Maðurinn var handtekinn um hádegisbil. Vísir/EPA Það er aðallega ungt fólk sem sækir staðinn samkvæmt frétt Telegraaf. Í gær, föstudag, var haldinn viðburður sem var búinn um klukkan 4 í nótt. Samkvæmt skipuleggjendum voru þau farin um 4.15 af staðnum. Það var svo um klukkan sex sem lögregla og aðrir viðbragðsaðilar voru kölluð að Petticoat vegna hótana mannsins.
Holland Tengdar fréttir Gíslatökumaðurinn í Hollandi handtekinn Einn hefur verið handtekinn vegna gíslatöku í borginni Ede í Hollandi í morgun. Karlmaður gekk inn á næturklúbb í morgun vopnaður og hótaði að sprengja staðinn í lof tupp. 30. mars 2024 11:41 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Gíslatökumaðurinn í Hollandi handtekinn Einn hefur verið handtekinn vegna gíslatöku í borginni Ede í Hollandi í morgun. Karlmaður gekk inn á næturklúbb í morgun vopnaður og hótaði að sprengja staðinn í lof tupp. 30. mars 2024 11:41