Fjórir erlendir skíðamenn lentu í snjóflóði í við Þveráröxl í Fnjóskadal. Einn þeirra er slasaður á fæti. Tilkynnt var um snjóflóðið klukkan 15:38. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Þar segir að ekki sé vitað til þess að önnur slys hafi orðið á fólki. Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á Akureyri.
Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir af Norðurlandi séu á leið á vettvang en sent var útkall til björgunarsveita í nærliggjandi sveitum.

„Það lentu nokkrir í flóðinu en það komust allir úr því. Það er einn slasaður og það er það sem er verið að bregðast við,“ segir Jón Þór og að unnið sé að því að komast að fólkinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.