Gummersbach sótti þá tvö stig til Erlangen og vann þriggja marka sigur, 34-31.
Gummersbach var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15.
Þetta var sjötti deildarsigur lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í síðustu sjö leikjum. Eina tapið kom í leik á móti Magdeburg.
Lðið er í sjötta sæti deildarinnar eftir þennan sigur.
Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum og Arnór Snær Óskarsson var með eitt mark og eina stoðsendingu.
Markahæstur hjá Gummersbach var Svartfellingurinn Milos Vujovic sem skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í leiknum en hann spilar í vinstra horninu. 21 árs gamall Þjóðverji, Ole Pregler, var síðan með átta mörk.