Ísraelsmenn sagðir hafa drepið sjö starfsmenn hjálparasamtaka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. apríl 2024 06:18 Sjö starfsmenn World Central Kitchen eru sagðir hafa látist í árás Ísraelsmanna í gær. AP/Abdel Kareem Hana Hjálparsamtökin World Central Kitchen segja sjö starfsmenn samtakanna hafa látist í árás Ísraelsmanna á Gasa. Fólkið er sagt hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Að sögn framkvæmdastjórans Erin Gore var teymið á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í tveimur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús og höfðu átt samráð við Ísraelsher um ferðir sínar. Gore segir ekki aðeins um að ræða árás á samtökin heldur árás á aðila sem unnið hafi að því að koma neyðaraðstoð til fólks á svæði þar sem verið sé að beita mat, eða öllu heldur matarskorti, sem vopni. „Þetta er ófyrirgefanlegt,“ segir hún. Ísraelsher segist hafa atvikið til rannsóknar og þá fylgist þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna með málinu. We are heartbroken and deeply troubled by the strike that that killed @WCKitchen aid workers in Gaza. Humanitarian aid workers must be protected as they deliver aid that is desperately needed, and we urge Israel to swiftly investigate what happened.— Adrienne Watson (@NSC_Spox) April 2, 2024 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun ferðast til Sádi Arabíu í vikunni til að eiga viðræður við krónprinsinn Mohammed bin Salman um samskipti Sádi Arabíu og Ísrael. Margt verður til umræðu en engra stórra frétta er að vænta, ef marka má erlenda miðla. Fulltrúar Bandaríkjanna og Ísrael ræddu yfirvofandi innrás síðarnefnda inn í Rafah á fundi í gær, sem sagður er hafa verið uppbyggilegur. Bandaríkjamenn hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að falla frá fyrirætlunum sínum en segjast styðja það markmið að leggja bardagamenn Hamas í borginni að velli. Þúsundir mótmæltu í Ísrael í nótt og kröfðust afsagnar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Þetta er þriðja nóttin í röð sem mótmælendur sækja út á götur Jerúsalem og Tel Aviv í mótmælaskyni. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Einn sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Að sögn framkvæmdastjórans Erin Gore var teymið á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í tveimur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús og höfðu átt samráð við Ísraelsher um ferðir sínar. Gore segir ekki aðeins um að ræða árás á samtökin heldur árás á aðila sem unnið hafi að því að koma neyðaraðstoð til fólks á svæði þar sem verið sé að beita mat, eða öllu heldur matarskorti, sem vopni. „Þetta er ófyrirgefanlegt,“ segir hún. Ísraelsher segist hafa atvikið til rannsóknar og þá fylgist þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna með málinu. We are heartbroken and deeply troubled by the strike that that killed @WCKitchen aid workers in Gaza. Humanitarian aid workers must be protected as they deliver aid that is desperately needed, and we urge Israel to swiftly investigate what happened.— Adrienne Watson (@NSC_Spox) April 2, 2024 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun ferðast til Sádi Arabíu í vikunni til að eiga viðræður við krónprinsinn Mohammed bin Salman um samskipti Sádi Arabíu og Ísrael. Margt verður til umræðu en engra stórra frétta er að vænta, ef marka má erlenda miðla. Fulltrúar Bandaríkjanna og Ísrael ræddu yfirvofandi innrás síðarnefnda inn í Rafah á fundi í gær, sem sagður er hafa verið uppbyggilegur. Bandaríkjamenn hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að falla frá fyrirætlunum sínum en segjast styðja það markmið að leggja bardagamenn Hamas í borginni að velli. Þúsundir mótmæltu í Ísrael í nótt og kröfðust afsagnar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Þetta er þriðja nóttin í röð sem mótmælendur sækja út á götur Jerúsalem og Tel Aviv í mótmælaskyni.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira