Segir alla munu heita Sato árið 2531 að óbreyttu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. apríl 2024 07:02 Sato, Suzuki, Takahashi, Tanaka, Ito, Watanabe, Yamamoto og Nakamura eru algengustu eftirnöfnin í Japan. epa/Franck Robichon Prófessorinn Hiroshi Yoshida hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef stjórnvöld í Japan ráðast ekki í breytingar á lögum og heimili einstaklingum að halda eftirnöfnum sínum þegar þeir ganga í hjónaband, muni allir í Japan heita Sato árið 2531. Yoshida birti niðurstöður sínar í gær og héldu margir að um væri að ræða snjallt aprílgabb en svo er ekki. Yoshida er prófessor í hagfræði við Tohoku-háskóla en hann segist hafa viljað freista þess að nota tölfræði til að varpa ljósi á áhrif löggjafarinnar, sem er frá 19. öld, á japanskt samfélag. „Ef allir verða Sato munum við mögulega þurfa að ávarpa hvort annað með fornafni eða tölu,“ sagði Yoshida í samtali við dagblaðið Mainichi. „Ég held ekki að það væri góður heimur að búa í.“ Sato er nú þegar algengasta eftirnafnið í Japan en 1,5 prósent þjóðarinnar ber nafnið. Samkvæmt útreikningum Yoshida munu mál þróast þannig, að óbreyttu, að helmingur þjóðarinnar mun bera nafnið árið 2446 og allir árið 2531. Samkvæmt lögum verða pör að velja hvaða eftirnafn þau hyggjast nota þegar þau ganga í hjónaband en í 95 prósent tilvika verður eftirnafn mannsins fyrir valinu. Stjórnvöld sæta hins vegar auknum þrýstingi um að breyta lögum og leyfa fólki að halda nafninu sínu. Samkvæmt könnun frá 2022 sögðust um 40 vilja deila eftirnafni jafnvel þótt þeir ættu kost á því að nota áfram sitt eigið. Ef lögunum yrði breytt en það hlutféll héldi myndu „aðeins“ 7,96 prósent þjóðarinnar bera nafnið Sato árið 2531, samkvæmt útreikningum Yoshida. Tillögur um að breyta lögunum hafa mætt andstöðu meðal íhaldsamra stjórnmálamanna, sem segja lagabreytinguna myndu grafa undan fjölskyldunni og valda ruglingi meðal barna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Japan Mannanöfn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Yoshida birti niðurstöður sínar í gær og héldu margir að um væri að ræða snjallt aprílgabb en svo er ekki. Yoshida er prófessor í hagfræði við Tohoku-háskóla en hann segist hafa viljað freista þess að nota tölfræði til að varpa ljósi á áhrif löggjafarinnar, sem er frá 19. öld, á japanskt samfélag. „Ef allir verða Sato munum við mögulega þurfa að ávarpa hvort annað með fornafni eða tölu,“ sagði Yoshida í samtali við dagblaðið Mainichi. „Ég held ekki að það væri góður heimur að búa í.“ Sato er nú þegar algengasta eftirnafnið í Japan en 1,5 prósent þjóðarinnar ber nafnið. Samkvæmt útreikningum Yoshida munu mál þróast þannig, að óbreyttu, að helmingur þjóðarinnar mun bera nafnið árið 2446 og allir árið 2531. Samkvæmt lögum verða pör að velja hvaða eftirnafn þau hyggjast nota þegar þau ganga í hjónaband en í 95 prósent tilvika verður eftirnafn mannsins fyrir valinu. Stjórnvöld sæta hins vegar auknum þrýstingi um að breyta lögum og leyfa fólki að halda nafninu sínu. Samkvæmt könnun frá 2022 sögðust um 40 vilja deila eftirnafni jafnvel þótt þeir ættu kost á því að nota áfram sitt eigið. Ef lögunum yrði breytt en það hlutféll héldi myndu „aðeins“ 7,96 prósent þjóðarinnar bera nafnið Sato árið 2531, samkvæmt útreikningum Yoshida. Tillögur um að breyta lögunum hafa mætt andstöðu meðal íhaldsamra stjórnmálamanna, sem segja lagabreytinguna myndu grafa undan fjölskyldunni og valda ruglingi meðal barna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Japan Mannanöfn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira