Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson skrifar 3. apríl 2024 19:32 „Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. „Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni?“ segir Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur um mögulegt framboð forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. „Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni? Þetta virðist allt vera að koma upp á yfirborðið núna og það þarf náttúrulega að eyða þessari óvissu sem fyrst. Jafnframt hefur verið talað um hvort að boða þurfi til kosninga fyrr heldur en ella, en þetta eru allt hlutir sem að ég vona, þjóðarinnar vegna, að við fáum á hreint á næstu dögum,“ sagði Eva í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það lítur allt út fyrir að þetta sé þá barátta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það er ómögulegt að segja núna til um hver lendingin verður ef til þess kemur. En af þessum tveimur formönnum í þessum flokkum þá hefur kannski staðið minni styr um Sigurð Inga og af því leyti yrði hann augljós kostur. Að sama skapi, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins bendir á, þá eru þeir stærsti flokkurinn á þingi.“ Eva segir að það sé klárlega óvanalegt ef að forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta, þar sem það hafi ekki gerst áður í Íslandssögunni. Hún bendir þó á að sitjandi þingmaður hafi boðið sig fram til forseta, það gerði Ólafur Ragnar Grímsson áður en hann var kjörinn forseti 1996 og þá fór hann í leyfi frá þingstörfum. „En hvort þetta er óeðlilegt er erfitt að segja til um. En þetta er staða sem við höfum ekki staðið frami fyrir áður að einhver sem er svona mikill forystumaður eða forystukona í stjórnmálum sé að íhuga mjög alvarlega forsetaframboð, sé að íhuga að bjóða sig fram til embættis sem er ópólitískt,“ segir Eva. Hún telur að Katrín þurfi ekki að segja af sér og hætta á þingi til að fara í forsetaframboð. „Segjum sem svo að sviðsmyndin verði sú að hún fari í leyfi og fari í framboð, og mögulega hljóti ekki brautargengi. Þá væri kannski svolítið undarleg staða fyrir hana að koma aftur, og þá mögulega aftur sem forsætisráðherra undir forsæti nýs forseta sem hún var í framboði gegn.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni? Þetta virðist allt vera að koma upp á yfirborðið núna og það þarf náttúrulega að eyða þessari óvissu sem fyrst. Jafnframt hefur verið talað um hvort að boða þurfi til kosninga fyrr heldur en ella, en þetta eru allt hlutir sem að ég vona, þjóðarinnar vegna, að við fáum á hreint á næstu dögum,“ sagði Eva í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það lítur allt út fyrir að þetta sé þá barátta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það er ómögulegt að segja núna til um hver lendingin verður ef til þess kemur. En af þessum tveimur formönnum í þessum flokkum þá hefur kannski staðið minni styr um Sigurð Inga og af því leyti yrði hann augljós kostur. Að sama skapi, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins bendir á, þá eru þeir stærsti flokkurinn á þingi.“ Eva segir að það sé klárlega óvanalegt ef að forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta, þar sem það hafi ekki gerst áður í Íslandssögunni. Hún bendir þó á að sitjandi þingmaður hafi boðið sig fram til forseta, það gerði Ólafur Ragnar Grímsson áður en hann var kjörinn forseti 1996 og þá fór hann í leyfi frá þingstörfum. „En hvort þetta er óeðlilegt er erfitt að segja til um. En þetta er staða sem við höfum ekki staðið frami fyrir áður að einhver sem er svona mikill forystumaður eða forystukona í stjórnmálum sé að íhuga mjög alvarlega forsetaframboð, sé að íhuga að bjóða sig fram til embættis sem er ópólitískt,“ segir Eva. Hún telur að Katrín þurfi ekki að segja af sér og hætta á þingi til að fara í forsetaframboð. „Segjum sem svo að sviðsmyndin verði sú að hún fari í leyfi og fari í framboð, og mögulega hljóti ekki brautargengi. Þá væri kannski svolítið undarleg staða fyrir hana að koma aftur, og þá mögulega aftur sem forsætisráðherra undir forsæti nýs forseta sem hún var í framboði gegn.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30
Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent