Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn útskrifaður af spítalanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 09:19 Slayman ásamt unnustu sinni og læknum sínum. MGH Fyrsti maðurinn til að fá grætt í sig svínsnýra hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hinn 62 ára Richard „Rick“ Slayman, sem þjáist af nýrnabilun á lokastigi, horfir bjartsýnn til framtíðar og segir heilsu sína ekki hafa verið betri í langan tíma. Nýrað úr erfðabreyttu svíni var grætt í Slayman í fjögurra klukkustunda aðgerð á Massachusetts General Hospital í Boston í mars síðastliðnum. Aðgerðin gekk vel og hrósuðu læknar Slayman fyrir hugrekki hans og vilja til að feta ótroðnar slóðir í þágu læknavísindanna. Nýru úr svínum hafa áður verið grædd í einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir en þetta er í fyrsta sinn sem svínsnýra er grætt í lifandi einstakling. Tilraunir til að erfðabreyta svínum til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafni líffærum þeirra hafa staðið yfir í um 20 ár. „Ég er spenntur fyrir því að verja tíma með fjölskyldu minni, vinum og ástvinum, laus við byrðar blóðskilunar sem hefur komið niður á lífsgæðum mínum í mörg ár,“ sagði Slayman þegar hann var útskrifaður. Þá þakkaði hann læknunum sínum og öllum þeim sem höfðu samband við hann, ekki síst þeim sem sjálfir væru á biðlista eftir nýra. „Dagurinn í dag markar nýtt upphaf ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir þá.“ sagði Slayman. Vonir standa til að líffæraígræðslur með líffærum úr dýrum muni í fyllingu tímans útrýma biðlistum eftir líffærum, sem eru langir. Í Bandaríkjunum eru um 100 þúsund manns á biðlista, flestir eftir nýra, og í Bretlandi um 5.200 manns. Vísir greindi frá því í janúar 2022 að læknar hefðu grætt svínshjarta í lifandi mann í fyrsta sinn. Líffæraþegin, David Bennett, lést í júlí sama ár. Hann var 57 ára. Margþættar ástæður leiddu til dauða Bennett en læknar sögðu huggun harmi að líffærahöfnun hefði ekki verið ein þeirra. Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Nýrað úr erfðabreyttu svíni var grætt í Slayman í fjögurra klukkustunda aðgerð á Massachusetts General Hospital í Boston í mars síðastliðnum. Aðgerðin gekk vel og hrósuðu læknar Slayman fyrir hugrekki hans og vilja til að feta ótroðnar slóðir í þágu læknavísindanna. Nýru úr svínum hafa áður verið grædd í einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir en þetta er í fyrsta sinn sem svínsnýra er grætt í lifandi einstakling. Tilraunir til að erfðabreyta svínum til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafni líffærum þeirra hafa staðið yfir í um 20 ár. „Ég er spenntur fyrir því að verja tíma með fjölskyldu minni, vinum og ástvinum, laus við byrðar blóðskilunar sem hefur komið niður á lífsgæðum mínum í mörg ár,“ sagði Slayman þegar hann var útskrifaður. Þá þakkaði hann læknunum sínum og öllum þeim sem höfðu samband við hann, ekki síst þeim sem sjálfir væru á biðlista eftir nýra. „Dagurinn í dag markar nýtt upphaf ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir þá.“ sagði Slayman. Vonir standa til að líffæraígræðslur með líffærum úr dýrum muni í fyllingu tímans útrýma biðlistum eftir líffærum, sem eru langir. Í Bandaríkjunum eru um 100 þúsund manns á biðlista, flestir eftir nýra, og í Bretlandi um 5.200 manns. Vísir greindi frá því í janúar 2022 að læknar hefðu grætt svínshjarta í lifandi mann í fyrsta sinn. Líffæraþegin, David Bennett, lést í júlí sama ár. Hann var 57 ára. Margþættar ástæður leiddu til dauða Bennett en læknar sögðu huggun harmi að líffærahöfnun hefði ekki verið ein þeirra.
Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira