Lið Gummersbach, sem er sem fyrr þjálfað af Guðjóni Val Sigurðssyni, réði lögum og lofum í leik kvöldsins gegn Balingen sem Íslendingurinn Oddur Gretarsson leikur með.
Oddur var markahæsti leikmaður Balingen í kvöld með fjögur mörk. Auk Elliða Snæs spila Daníel Þór Ingason og Arnór Snær Óskarsson með Gummersbach. Arnór gaf eina stoðsendingu í leiknum á meðan að Daníel Þór skoraði tvö mörk.
Sigur Gummersbach sér til þess að liðið er sem stendur í 6.sæti þýsku úrvalsdeildarinnar þegar að tuttugu og sjö umferðir af þrjátíu og fjórum hafa verið leiknar. Balingen er sem fyrr á botni deildarinnar.