Ósanngjarnt gagnvart hinum hefji Katrín baráttuna strax Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2024 22:30 Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir Prófessor í stjórnmálafræði býst ekki við að biðin eftir tilkynningu um endurskipaða ríkisstjórn dragist á langinn. Hún segir það ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum ef forsætisráðherra myndi hefja kosningabaráttuna að fullu meðan hún situr enn í ráðherrastóli. Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Aðspurð um hvort eitthvað í atburðarás dagsins hafi komið henni á óvart segist Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði hafa búist við því að svör um hver tæki við forsætisráðuneytinu myndu berast í dag. „En við verðum bara að bíða.“ Breytir þetta að einhverju leyti framboði Katrínar? „Já, hún getur ekki byrjað sína kosningabaráttu að fullu sem forsetaframbjóðandi fyrr en að hún hefur látið af störfum sem forsætisráðherra. Það væri frekar óeðlilegt að sitjandi forsætisráðherra, þó það sé yfir svona starfsstjórn, væri líka á fullu í framboði til forseta,“ segir Eva Heiða. Það geti sett henni skorður næstu daga, þrátt fyrir að ekkert banni henni að fara fulla ferð í kosningabaráttu. „Tæknilega séð er ekkert sem segir að hún megi það ekki. En það þætti kannski óeðlilegt að sitja sem forsætisráðherra, sem er pólitískt embætti, og byrja á fullu í framboði til forseta, sem er ópólitískt embætti.“ Það væri heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að mati Evu Heiðu. Hvernig heldurðu að útspil Katrínar sé fyrir hina frambjóðendurna, sem kannski fá ekki jafn mikið pláss? „Þeir hafa alla vega ekki fengið mikið pláss undanfarna daga,“ segir Eva Heiða en vekur þó athygli á nýjum framboði sem barst í dag, frá Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. „En ég myndi segja að kosningabarátta, sem er samt ekki þannig séð hafin að fullu, hún hefst kannski að fullu í kringum næstu mánaðamót, hún hefur verið svolítið á pásu hjá öðrum frambjóðendum. Alla vega hefur ekki verið mikið fjallað um þá síðustu daga.“ Það sé eðlilegt meðan eftirvænting ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Þing kemur saman á morgun, þarf eitthvað að leggja fyrir, fyrir þann tíma? „Það væri náttúrlega vonandi fyrir þjóðina að við fáum að vita það sem fyrst. Vonandi á morgun.“ Eva Heiða segist hafa lesið úr skilaboðum dagsins um að senn yrði ný ríkisstjórn mynduð, að biðin eftir henni verði ekki löng. „Ég myndi halda á morgun, eða daginn þar á eftir.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Aðspurð um hvort eitthvað í atburðarás dagsins hafi komið henni á óvart segist Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði hafa búist við því að svör um hver tæki við forsætisráðuneytinu myndu berast í dag. „En við verðum bara að bíða.“ Breytir þetta að einhverju leyti framboði Katrínar? „Já, hún getur ekki byrjað sína kosningabaráttu að fullu sem forsetaframbjóðandi fyrr en að hún hefur látið af störfum sem forsætisráðherra. Það væri frekar óeðlilegt að sitjandi forsætisráðherra, þó það sé yfir svona starfsstjórn, væri líka á fullu í framboði til forseta,“ segir Eva Heiða. Það geti sett henni skorður næstu daga, þrátt fyrir að ekkert banni henni að fara fulla ferð í kosningabaráttu. „Tæknilega séð er ekkert sem segir að hún megi það ekki. En það þætti kannski óeðlilegt að sitja sem forsætisráðherra, sem er pólitískt embætti, og byrja á fullu í framboði til forseta, sem er ópólitískt embætti.“ Það væri heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að mati Evu Heiðu. Hvernig heldurðu að útspil Katrínar sé fyrir hina frambjóðendurna, sem kannski fá ekki jafn mikið pláss? „Þeir hafa alla vega ekki fengið mikið pláss undanfarna daga,“ segir Eva Heiða en vekur þó athygli á nýjum framboði sem barst í dag, frá Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. „En ég myndi segja að kosningabarátta, sem er samt ekki þannig séð hafin að fullu, hún hefst kannski að fullu í kringum næstu mánaðamót, hún hefur verið svolítið á pásu hjá öðrum frambjóðendum. Alla vega hefur ekki verið mikið fjallað um þá síðustu daga.“ Það sé eðlilegt meðan eftirvænting ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Þing kemur saman á morgun, þarf eitthvað að leggja fyrir, fyrir þann tíma? „Það væri náttúrlega vonandi fyrir þjóðina að við fáum að vita það sem fyrst. Vonandi á morgun.“ Eva Heiða segist hafa lesið úr skilaboðum dagsins um að senn yrði ný ríkisstjórn mynduð, að biðin eftir henni verði ekki löng. „Ég myndi halda á morgun, eða daginn þar á eftir.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira