Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2024 21:43 Ívar Orri Kristjánsson gaf átta gul spjöld í kvöld Vísir/Anton Brink Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. „Það var virkilega sterkt að byrja mótið á sigri. Þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur en í byrjun móts skiptir máli að vinna og byrja vel,“ sagði Damir í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik og Damir var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn og taldi Blika vera óheppna að hafa ekki verið 2-0 yfir þar sem Kristinn Steindórsson átti skot í stöngina. „Það var gott að vera yfir í hálfleik en við hefðum getað verið 2-0 yfir þar sem Kristinn átti skot í stöngina en þetta var fínasti leikur.“ FH-ingar voru allt annað en sáttir þegar að Damir tók niður Sigurð Bjart Hallsson inn í vítateig en samkvæmt Damir var boltinn á milli. „Boltinn var á milli og ég ætlaði að sparka í boltann og hann líka og við spörkuðum í hvorn annan. Þetta var 50-50 og hann hefði geta dæmt víti en gerði það ekki.“ Damir hrósaði Benjamin Stokke, leikmanni Breiðabliks, sem kom inn á og skoraði. „Hann er markaskorari og veit hvar hann á að vera þegar að boltinn dettur eins og sást í leiknum.“ Nýjar áherslur dómara hafa vakið gríðarlega athygli þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert og Damir var ekki ánægður með þá breytingu.„Ég skal vera alveg hreinskilinn og mér finnst þetta vera algjört kjaftæði. Það má alveg sýna tilfinningar inn á fótboltavelli, hvort sem það sé að fórna höndum eða öskra á dómarana. Þeir hafa öskrað á okkur líka og ég veit ekki hvaða bull þetta er.“ „Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli,“ sagði Damir að lokum ekki sáttur með breyttar áherslur dómara. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
„Það var virkilega sterkt að byrja mótið á sigri. Þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur en í byrjun móts skiptir máli að vinna og byrja vel,“ sagði Damir í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik og Damir var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn og taldi Blika vera óheppna að hafa ekki verið 2-0 yfir þar sem Kristinn Steindórsson átti skot í stöngina. „Það var gott að vera yfir í hálfleik en við hefðum getað verið 2-0 yfir þar sem Kristinn átti skot í stöngina en þetta var fínasti leikur.“ FH-ingar voru allt annað en sáttir þegar að Damir tók niður Sigurð Bjart Hallsson inn í vítateig en samkvæmt Damir var boltinn á milli. „Boltinn var á milli og ég ætlaði að sparka í boltann og hann líka og við spörkuðum í hvorn annan. Þetta var 50-50 og hann hefði geta dæmt víti en gerði það ekki.“ Damir hrósaði Benjamin Stokke, leikmanni Breiðabliks, sem kom inn á og skoraði. „Hann er markaskorari og veit hvar hann á að vera þegar að boltinn dettur eins og sást í leiknum.“ Nýjar áherslur dómara hafa vakið gríðarlega athygli þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert og Damir var ekki ánægður með þá breytingu.„Ég skal vera alveg hreinskilinn og mér finnst þetta vera algjört kjaftæði. Það má alveg sýna tilfinningar inn á fótboltavelli, hvort sem það sé að fórna höndum eða öskra á dómarana. Þeir hafa öskrað á okkur líka og ég veit ekki hvaða bull þetta er.“ „Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli,“ sagði Damir að lokum ekki sáttur með breyttar áherslur dómara.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti