Réttarhöld í Panamaskjalamáli hafin Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 11:23 Lögmenn og starfsmenn Hæstaréttar Panama fyrir utan dómshúsið þar sem Panamaskjalamálið var tekið fyrir í dag. AP/Agustín Herrera Eigendur lögmannsstofunnar Mossack Fonseca eru á meðal 27 sakborninga sem svara til saka fyrir peningaþvætti sem tengist Panamaskjölunum alræmdu í réttarhöldum sem hófust í Panama í dag. Panamaskjölin felldu meðal annars ríkisstjórn Íslands eftir að þeim var lekið frá lögmannsstofunni. Um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum árið 2016 vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða um heim. Uppljóstranirnar í skjölunum velgdu fleiri þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða um heim undir uggum. Skjölin komu frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Fyrirtækið sagðist fórnarlamb tölvuinnbrots og hélt því fram að upplýsingarnar í skjölunum væru teknar úr samhengi. Neitaði sök Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannsstofunnar sem ekki er lengur starfandi, eru á meðal 27 fyrrverandi fulltrúa, lögmanna og starfsmanna Mossack Fonseca sem eru ákærðir í málinu sem var tekið fyrir í dag. Mossack neitaði sök fyrir dómi en lögmaður Fonseca sagði að hann væri á sjúkrahúsi í Panama. Málið byggir á ásökunum um að Mossack Fonseca hafi stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og hefur skekið þarlend stjórnmál um árabil, að sögn AP-fréttastofunnar. Fonseca hefur haldið því fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar þess notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossecka voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Verði eigendurnir fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Panama-skjölin Panama Erlend sakamál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum árið 2016 vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða um heim. Uppljóstranirnar í skjölunum velgdu fleiri þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða um heim undir uggum. Skjölin komu frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Fyrirtækið sagðist fórnarlamb tölvuinnbrots og hélt því fram að upplýsingarnar í skjölunum væru teknar úr samhengi. Neitaði sök Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannsstofunnar sem ekki er lengur starfandi, eru á meðal 27 fyrrverandi fulltrúa, lögmanna og starfsmanna Mossack Fonseca sem eru ákærðir í málinu sem var tekið fyrir í dag. Mossack neitaði sök fyrir dómi en lögmaður Fonseca sagði að hann væri á sjúkrahúsi í Panama. Málið byggir á ásökunum um að Mossack Fonseca hafi stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og hefur skekið þarlend stjórnmál um árabil, að sögn AP-fréttastofunnar. Fonseca hefur haldið því fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar þess notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossecka voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Verði eigendurnir fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Panama-skjölin Panama Erlend sakamál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira