Beðið niðurstöðu varðandi meiðsli Sveindísar: „Brotið hart og ljótt“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 20:07 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands var til viðtals eftir 3-1 tap liðsins í Þýskalandi í kvöld Vísir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er heilt fyrir sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik í 3-1 tapi gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í Aachen í kvöld. Sveindís Jane fór meidd af velli eftir fólskulegt brot og segir Þorsteinn að beðið sé eftir niðurstöðu um það hversu alvarleg meiðslin séu í raun og veru. „Mér finnst frammistaða í fyrri hálfleik heilt yfir mjög fín,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum kannski ekkert alltof vel. Það lá aðeins á okkur og þær skora náttúrulega snemma. Eftir það fannst mér við þó eiga vel við þetta, takast vel á við þær. Á sama tíma vorum við að ógna þeim, skapa færi og þorðum að vera með boltann. Leystum pressuna hjá þeim og fengum dauðafæri, þrjú eða fjögur dauðafæri sem við hefðum geta skorað úr. En þú þarft að nýta færin og refsa. Við gerðum það ekki og það var munurinn í fyrri hálfleik. Þær refsuðu en ekki við.“ Klippa: Þorsteinn eftir leik: Brotið á Sveindísi hart og ljótt' Algjör vendipunktur í leiknum varð þegar að Sveindís Jane þurfti að fara af velli eftir fólskulegt brot liðsfélaga síns hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta hafi verðskuldað rautt spjald eða eitthvað svoleiðis. Ég sá þetta bara einu sinni. Þó þetta hafi gerst mjög nálægt mér. Hún tekur hana náttúrulega bara niður til að stoppa hana því Sveindís var komin fram hjá henni, var komin með hálfan völlinn og hefði verið á hálfum velli í stöðunni einn á einn. Það var ekki staða sem Þjóðverjarnir vildu lenda í á móti henni." „Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa. Þau (teymið) töluðu að hugsanlega hefði hún farið úr axlarlið og svo aftur í lið. Eða hvort að viðbeinið hefði hrokkið úr lið. Hún fór bara beint í myndatöku og við fáum væntanlega bara að vita á eftir hver niðurstaðan verður úr því. Hversu raunverulega alvarleg meiðslin eru." Viðtalið við Þorstein í heild sinni. Þar sem að hann leggur sitt mat á frammistöðu liðsins í þessum fyrsta landsliðsglugga í undankeppni EM 2025 og úrslitaleikina tvo framundan gegn Austurríki í næsta landsliðsglugga má sjá hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
„Mér finnst frammistaða í fyrri hálfleik heilt yfir mjög fín,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum kannski ekkert alltof vel. Það lá aðeins á okkur og þær skora náttúrulega snemma. Eftir það fannst mér við þó eiga vel við þetta, takast vel á við þær. Á sama tíma vorum við að ógna þeim, skapa færi og þorðum að vera með boltann. Leystum pressuna hjá þeim og fengum dauðafæri, þrjú eða fjögur dauðafæri sem við hefðum geta skorað úr. En þú þarft að nýta færin og refsa. Við gerðum það ekki og það var munurinn í fyrri hálfleik. Þær refsuðu en ekki við.“ Klippa: Þorsteinn eftir leik: Brotið á Sveindísi hart og ljótt' Algjör vendipunktur í leiknum varð þegar að Sveindís Jane þurfti að fara af velli eftir fólskulegt brot liðsfélaga síns hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta hafi verðskuldað rautt spjald eða eitthvað svoleiðis. Ég sá þetta bara einu sinni. Þó þetta hafi gerst mjög nálægt mér. Hún tekur hana náttúrulega bara niður til að stoppa hana því Sveindís var komin fram hjá henni, var komin með hálfan völlinn og hefði verið á hálfum velli í stöðunni einn á einn. Það var ekki staða sem Þjóðverjarnir vildu lenda í á móti henni." „Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa. Þau (teymið) töluðu að hugsanlega hefði hún farið úr axlarlið og svo aftur í lið. Eða hvort að viðbeinið hefði hrokkið úr lið. Hún fór bara beint í myndatöku og við fáum væntanlega bara að vita á eftir hver niðurstaðan verður úr því. Hversu raunverulega alvarleg meiðslin eru." Viðtalið við Þorstein í heild sinni. Þar sem að hann leggur sitt mat á frammistöðu liðsins í þessum fyrsta landsliðsglugga í undankeppni EM 2025 og úrslitaleikina tvo framundan gegn Austurríki í næsta landsliðsglugga má sjá hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira