Lífguðu við meira en 160 ára gamalt þungunarrofsbann Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 08:48 Kona í Arizona mótmælir takmörkunum á þungunarrof. Bönn og takmarkanir hafa verið samþykktar í fjölda ríkja þar sem repúblikanar fara með völdin eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022. AP/Matt York Yfirvöld í Arizona í Bandaríkjunum geta framfylgt lögum sem voru sett þegar konur höfðu ekki kosningarétt sem leggja nær algert bann við þungunarrofi og gera það glæpsamlegt samkvæmt niðurstöðu hæstaréttar ríkisins. Íhaldssöm lögmannsstofa skaut máli þar sem reyndi á hvort að lögin frá 1864 væru enn í gildi til Hæstaréttar Arizona eftir að neðra dómstig taldi að lög frá 2022 sem heimila þungunarrof fram að fimmtándu viku meðgöngu stæðu. Niðurstaða hæstaréttar var sú að hægt væri að framfylgja lögunum frá 19. öld vegna þess að engin alríkis- eða ríkislög tryggðu rétt til þungunarrofs. Samkvæmt lögunum fornu liggur allt að tveggja til fimm ára fangelsi við þungunarrofi nema þegar líf móður er í hættu. Engar undantekningar eru fyrir fórnarlömb nauðgana eða sifjaspells. Andstæðingar þungunarrofs, sem eru enn sigurreifir eftir að íhaldssamur Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022, fögnuðu niðurstöðunni í Arizona og sögðu hana bjarga lífi fjölda „saklausra, ófæddra barna“. Fjórir af sex hæstaréttardómurum Arizona töldu ekkert því til fyrirstöðu að lögum frá 1864 væri framfylgt.AP/Matt York Ekki liggur þó fyrir hvernig lögunum verður framfylgt í Arizona. Katie Hobbs, ríkistjóri og demókrati, fól dómsmálaráðherra ríkisins, sem er einnig demókrati, að framfylgja þungunarrofslögum ríkisins. Kris Mayes, dómsmálaráðherra, hefur sagt að hún ætli hvorki að sækja konur né lækna til saka. „Ákvörðunin í dag um að setja aftur á lög frá þeim tíma sem Arizona var ekki ríki, borgarastríðið geisaði og konur máttu ekki einu sinni kjósa fer í sögubækurnar sem svartur blettur á ríkinu okkar,“ sagði Mayes. Óvíst er um framtíð heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof í Arizona eftir dóm hæstaréttar. Breska ríkisútvarpið BBC segir dóminn geta haft áhrif á úrslit kosninganna sem fara fram í nóvember. Fyrir liggur tillaga um atkvæðagreiðslu samhliða forseta- og þingkosningunum um hvort réttur til þungunarrofs fram að 24. viku meðgöngu skuli lögfestur í Arizona. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Íhaldssöm lögmannsstofa skaut máli þar sem reyndi á hvort að lögin frá 1864 væru enn í gildi til Hæstaréttar Arizona eftir að neðra dómstig taldi að lög frá 2022 sem heimila þungunarrof fram að fimmtándu viku meðgöngu stæðu. Niðurstaða hæstaréttar var sú að hægt væri að framfylgja lögunum frá 19. öld vegna þess að engin alríkis- eða ríkislög tryggðu rétt til þungunarrofs. Samkvæmt lögunum fornu liggur allt að tveggja til fimm ára fangelsi við þungunarrofi nema þegar líf móður er í hættu. Engar undantekningar eru fyrir fórnarlömb nauðgana eða sifjaspells. Andstæðingar þungunarrofs, sem eru enn sigurreifir eftir að íhaldssamur Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022, fögnuðu niðurstöðunni í Arizona og sögðu hana bjarga lífi fjölda „saklausra, ófæddra barna“. Fjórir af sex hæstaréttardómurum Arizona töldu ekkert því til fyrirstöðu að lögum frá 1864 væri framfylgt.AP/Matt York Ekki liggur þó fyrir hvernig lögunum verður framfylgt í Arizona. Katie Hobbs, ríkistjóri og demókrati, fól dómsmálaráðherra ríkisins, sem er einnig demókrati, að framfylgja þungunarrofslögum ríkisins. Kris Mayes, dómsmálaráðherra, hefur sagt að hún ætli hvorki að sækja konur né lækna til saka. „Ákvörðunin í dag um að setja aftur á lög frá þeim tíma sem Arizona var ekki ríki, borgarastríðið geisaði og konur máttu ekki einu sinni kjósa fer í sögubækurnar sem svartur blettur á ríkinu okkar,“ sagði Mayes. Óvíst er um framtíð heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof í Arizona eftir dóm hæstaréttar. Breska ríkisútvarpið BBC segir dóminn geta haft áhrif á úrslit kosninganna sem fara fram í nóvember. Fyrir liggur tillaga um atkvæðagreiðslu samhliða forseta- og þingkosningunum um hvort réttur til þungunarrofs fram að 24. viku meðgöngu skuli lögfestur í Arizona.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira