Lífguðu við meira en 160 ára gamalt þungunarrofsbann Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 08:48 Kona í Arizona mótmælir takmörkunum á þungunarrof. Bönn og takmarkanir hafa verið samþykktar í fjölda ríkja þar sem repúblikanar fara með völdin eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022. AP/Matt York Yfirvöld í Arizona í Bandaríkjunum geta framfylgt lögum sem voru sett þegar konur höfðu ekki kosningarétt sem leggja nær algert bann við þungunarrofi og gera það glæpsamlegt samkvæmt niðurstöðu hæstaréttar ríkisins. Íhaldssöm lögmannsstofa skaut máli þar sem reyndi á hvort að lögin frá 1864 væru enn í gildi til Hæstaréttar Arizona eftir að neðra dómstig taldi að lög frá 2022 sem heimila þungunarrof fram að fimmtándu viku meðgöngu stæðu. Niðurstaða hæstaréttar var sú að hægt væri að framfylgja lögunum frá 19. öld vegna þess að engin alríkis- eða ríkislög tryggðu rétt til þungunarrofs. Samkvæmt lögunum fornu liggur allt að tveggja til fimm ára fangelsi við þungunarrofi nema þegar líf móður er í hættu. Engar undantekningar eru fyrir fórnarlömb nauðgana eða sifjaspells. Andstæðingar þungunarrofs, sem eru enn sigurreifir eftir að íhaldssamur Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022, fögnuðu niðurstöðunni í Arizona og sögðu hana bjarga lífi fjölda „saklausra, ófæddra barna“. Fjórir af sex hæstaréttardómurum Arizona töldu ekkert því til fyrirstöðu að lögum frá 1864 væri framfylgt.AP/Matt York Ekki liggur þó fyrir hvernig lögunum verður framfylgt í Arizona. Katie Hobbs, ríkistjóri og demókrati, fól dómsmálaráðherra ríkisins, sem er einnig demókrati, að framfylgja þungunarrofslögum ríkisins. Kris Mayes, dómsmálaráðherra, hefur sagt að hún ætli hvorki að sækja konur né lækna til saka. „Ákvörðunin í dag um að setja aftur á lög frá þeim tíma sem Arizona var ekki ríki, borgarastríðið geisaði og konur máttu ekki einu sinni kjósa fer í sögubækurnar sem svartur blettur á ríkinu okkar,“ sagði Mayes. Óvíst er um framtíð heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof í Arizona eftir dóm hæstaréttar. Breska ríkisútvarpið BBC segir dóminn geta haft áhrif á úrslit kosninganna sem fara fram í nóvember. Fyrir liggur tillaga um atkvæðagreiðslu samhliða forseta- og þingkosningunum um hvort réttur til þungunarrofs fram að 24. viku meðgöngu skuli lögfestur í Arizona. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Íhaldssöm lögmannsstofa skaut máli þar sem reyndi á hvort að lögin frá 1864 væru enn í gildi til Hæstaréttar Arizona eftir að neðra dómstig taldi að lög frá 2022 sem heimila þungunarrof fram að fimmtándu viku meðgöngu stæðu. Niðurstaða hæstaréttar var sú að hægt væri að framfylgja lögunum frá 19. öld vegna þess að engin alríkis- eða ríkislög tryggðu rétt til þungunarrofs. Samkvæmt lögunum fornu liggur allt að tveggja til fimm ára fangelsi við þungunarrofi nema þegar líf móður er í hættu. Engar undantekningar eru fyrir fórnarlömb nauðgana eða sifjaspells. Andstæðingar þungunarrofs, sem eru enn sigurreifir eftir að íhaldssamur Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022, fögnuðu niðurstöðunni í Arizona og sögðu hana bjarga lífi fjölda „saklausra, ófæddra barna“. Fjórir af sex hæstaréttardómurum Arizona töldu ekkert því til fyrirstöðu að lögum frá 1864 væri framfylgt.AP/Matt York Ekki liggur þó fyrir hvernig lögunum verður framfylgt í Arizona. Katie Hobbs, ríkistjóri og demókrati, fól dómsmálaráðherra ríkisins, sem er einnig demókrati, að framfylgja þungunarrofslögum ríkisins. Kris Mayes, dómsmálaráðherra, hefur sagt að hún ætli hvorki að sækja konur né lækna til saka. „Ákvörðunin í dag um að setja aftur á lög frá þeim tíma sem Arizona var ekki ríki, borgarastríðið geisaði og konur máttu ekki einu sinni kjósa fer í sögubækurnar sem svartur blettur á ríkinu okkar,“ sagði Mayes. Óvíst er um framtíð heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof í Arizona eftir dóm hæstaréttar. Breska ríkisútvarpið BBC segir dóminn geta haft áhrif á úrslit kosninganna sem fara fram í nóvember. Fyrir liggur tillaga um atkvæðagreiðslu samhliða forseta- og þingkosningunum um hvort réttur til þungunarrofs fram að 24. viku meðgöngu skuli lögfestur í Arizona.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira