Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 10:10 Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, ávarpar trúbræður sína við bænastund í Teheran í dag. AP/skrifstofa æðsta leiðtoga Írans Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. Tólf manns féllu í loftárásinni í Damaskus í byrjun mánaðar: sjö liðsmenn íranska byltingarvarðarins, þar á meðal einn herforingi, fjórir Sýrlendingar og einn liðsmaður líbönsku skæruliðasamtakanna Hezbollah. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki tekið ábyrgð á árásinni en hafa búið sig undir hörð viðbrögð frá írönskum stjórnvöldum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, hét enn hefndum á bænasamkomu við lok föstumánaðarins ramadan í dag. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis og styðja herskáa hópa sem berjast gegn því eins og Hamas og Hezbollah. „Þegar þeir ráðast á ræðissvæði okkar var það eins og þeir réðust á landssvæði okkar. Það verður að refsa illa ríkinu og því verður refsað,“ sagði Khamenei sem lýsti því ekki frekar hvernig Ísrael yrði refsað fyrir árásina. Þá gagnrýndi æðsti leiðtoginn vesturlönd, fyrst og fremst Bandaríkin og Bretland, fyrir stuðning þeirra við Ísrael í átökum þess við Hamas-samtökin á Gasa. Vesturlönd hafi brugðist skyldu sinni að hafa hemil á Ísraelsmönnum. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, brást við orðum Khamenei í dag með því að hóta hernaðaraðgerðum. „Ef Íran gerir árás frá landsvæði sínu, svarar Ísrael og ræðst á Íran,“ skrifaði Katz á samfélagsmiðlinum X (Twitter) á bæði farsí og hebresku. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum ísraelska utanríkisráðherrans. Íran Ísrael Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Tólf manns féllu í loftárásinni í Damaskus í byrjun mánaðar: sjö liðsmenn íranska byltingarvarðarins, þar á meðal einn herforingi, fjórir Sýrlendingar og einn liðsmaður líbönsku skæruliðasamtakanna Hezbollah. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki tekið ábyrgð á árásinni en hafa búið sig undir hörð viðbrögð frá írönskum stjórnvöldum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, hét enn hefndum á bænasamkomu við lok föstumánaðarins ramadan í dag. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis og styðja herskáa hópa sem berjast gegn því eins og Hamas og Hezbollah. „Þegar þeir ráðast á ræðissvæði okkar var það eins og þeir réðust á landssvæði okkar. Það verður að refsa illa ríkinu og því verður refsað,“ sagði Khamenei sem lýsti því ekki frekar hvernig Ísrael yrði refsað fyrir árásina. Þá gagnrýndi æðsti leiðtoginn vesturlönd, fyrst og fremst Bandaríkin og Bretland, fyrir stuðning þeirra við Ísrael í átökum þess við Hamas-samtökin á Gasa. Vesturlönd hafi brugðist skyldu sinni að hafa hemil á Ísraelsmönnum. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, brást við orðum Khamenei í dag með því að hóta hernaðaraðgerðum. „Ef Íran gerir árás frá landsvæði sínu, svarar Ísrael og ræðst á Íran,“ skrifaði Katz á samfélagsmiðlinum X (Twitter) á bæði farsí og hebresku. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum ísraelska utanríkisráðherrans.
Íran Ísrael Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01