Eimskip og Mærsk fylgjast að í miklum gengislækkunum

Eftir nærri þrjátíu prósenta lækkun frá áramótum er hlutabréfaverð Eimskips komið á svipaðar slóðir og fyrir þremur árum. Það er svipuð lækkun og hjá risanum A.P. Møller-Mærsk sem margir innlendir fjárfestar horfa til þegar rýnt er í þróun í skipaflutningi. Eimskip sendi frá afkomuviðvörun í lok síðustu viku en félagið er hins vegar betur rekið og arðbærar en fyrir faraldurinn, að mati hlutabréfagreinanda.
Tengdar fréttir

Rekstur Eimskips „mjög sterkur“ og metur félagið hærra en markaðurinn
Uppgjör Eimskips fyrir þriðja ársfjórðung er enn frekari staðfesting á því að grunnrekstur skipafélagsins er „orðinn mjög sterkur“, segir í verðmati. Það skiptir miklu máli þar sem flutningsverð eru komin á eðlilegar slóðir. Þekkt er að flutningsverð voru afar há í Covid-19 heimsfaraldrinum og því var arðsemi fyrirtækja í þeim rekstri góð á þeim tíma.

Gámasiglingar Eimskips eru „langtum arðsamari“ og vaxið á kostnað miðlunar
Stærri hluti af starfsemi Eimskips hverfist nú um gámasiglingar en fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Gámasiglingarnar eru „langtum arðsamari“ heldur en flutningsmiðlunin, að sögn hlutabréfagreinanda.