Afmælishátíð í skugga hamfara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2024 19:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hvatti Grindvíkinga áfram á afmælishátíð bæjarins í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir of stóran hóp Grindvíkinga í afar erfðiðri stöðu vegna húsnæðismála. Vísir/Arnar Alltof margar fjölskyldur í Grindavík eru enn á hrakhólum. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælishátíð bæjarins sem var haldin í skugga hamfara. Forseti Íslands hvetur fólk til að gefast ekki upp og sýna áfram kjark. Bæjarstjórn Grindavíkur hélt í dag upp á að fimmtíu ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Afmælið var haldið í Gjánni í íþróttamiðstöð Grindvíkinga og voru um fjörutíu manns mættir á hátíðina í dag. Þeirra á meðal voru átta manns sem fengu heiðursviðurkenningu fyrir störf sín í þágu samfélagsins. Þá tilkynnti bæjarstjórnin að hún hyggst reisa minnisvarða um sjálfboðaliðann í bænum. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að hátíðina haldna í skugga hamfaranna. „Staðan hefði vissulega mátt vera betri. Þegar við vorum að undirbúa afmælisárið fyrir árið þá settum við upp allt öðruvísi dagskrá. Þessi stund hér er vissulega látlaus en hátíðleg,“ segir Fannar. Marga bráðvantar enn húsnæði en Þórkatla í startholunum Ásrún Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar vakti athygli á því í ræðu sinni að sjötíu íbúar væru á bráðalista vegna húsnæðisskorts. Brýn þörf sé að bæta úr þeirri stöðu. Alls hafa til að mynda 644 óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaup húsnæði sitt. Fannar tekur undir með að húsnæðismálin séu brýn. „Því miður eru húsnæðismálin ekki á nógu góðum stað. Þetta allt of stór hópur og fyrir utan þessa sjötíu er of stór hópur sem býr við of lítið húsnæði. Við erum að reyna að vinna þetta með ráðuneyti, ríkisstjórn og sveitarfélögunum hér í kringum okkur. Þá er að komast skriður á Þórkötlu og núna í vikunni á að fara að ganga frá fyrstu kaupunum,“ segir hann. Fannar segir margt óvænt koma upp á og mikilvægt að halda ráðamönnum við efnið. „Við þökkum fyrir það sem vel hefur verið gert. Auðvitað má ekki láta deigan síga. Við vonum að verkefnin haldi áfram þar til þeim er lokið,“ segir hann. Fyrirtæki hafa gagnrýnt bæjarstjórnina fyrir samráðsleysi í sínum málum. Fannar segir að alltaf sé hægt að gera betur. „Það er nú búið að ákveða að halda fleiri fundi með íbúum og fyrirtækjum. Við erum með öflugt teymi í atvinnumálum sem hafa unnið þétt með fyrirtækjum. Við hefðum viljað hafa fleiri og betri úrræði, margt hefur áunnist en alltaf má gera betur,“ segir hann. Bæjarstjórnin hefur síðustu mánuði haft aðsetur í Reykjavík. Fannar segir að innviðir þurfi að vera traustari áður en bæjarstjórnin snýr aftur til Grindavíkur. „Við ætlum ekki að snúa aftur í bæinn á næstunni. Við verðum að sjá hvernig gengur með sprunguviðgerðir í bænum. En auðvitað viljum við komast sem fyrst heim,“ segir hann að lokum. Gefumst ekki upp Forsetahjónin heiðruðu samkomuna í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti hvatti fólk áfram í baráttunni við náttúruna. „Við þurfum að finna þann kjark sem þarf í baráttunni við þessar hremmningar. Gefumst ekki upp. Leitum allra leiða til þess að tryggja að fólkið og ungmennin í Grindavík geti notið þeirra lífsgæða sem fólkið hér var búið að byggja upp hörðum höndum,“ sagði Guðni í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur hélt í dag upp á að fimmtíu ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Afmælið var haldið í Gjánni í íþróttamiðstöð Grindvíkinga og voru um fjörutíu manns mættir á hátíðina í dag. Þeirra á meðal voru átta manns sem fengu heiðursviðurkenningu fyrir störf sín í þágu samfélagsins. Þá tilkynnti bæjarstjórnin að hún hyggst reisa minnisvarða um sjálfboðaliðann í bænum. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að hátíðina haldna í skugga hamfaranna. „Staðan hefði vissulega mátt vera betri. Þegar við vorum að undirbúa afmælisárið fyrir árið þá settum við upp allt öðruvísi dagskrá. Þessi stund hér er vissulega látlaus en hátíðleg,“ segir Fannar. Marga bráðvantar enn húsnæði en Þórkatla í startholunum Ásrún Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar vakti athygli á því í ræðu sinni að sjötíu íbúar væru á bráðalista vegna húsnæðisskorts. Brýn þörf sé að bæta úr þeirri stöðu. Alls hafa til að mynda 644 óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaup húsnæði sitt. Fannar tekur undir með að húsnæðismálin séu brýn. „Því miður eru húsnæðismálin ekki á nógu góðum stað. Þetta allt of stór hópur og fyrir utan þessa sjötíu er of stór hópur sem býr við of lítið húsnæði. Við erum að reyna að vinna þetta með ráðuneyti, ríkisstjórn og sveitarfélögunum hér í kringum okkur. Þá er að komast skriður á Þórkötlu og núna í vikunni á að fara að ganga frá fyrstu kaupunum,“ segir hann. Fannar segir margt óvænt koma upp á og mikilvægt að halda ráðamönnum við efnið. „Við þökkum fyrir það sem vel hefur verið gert. Auðvitað má ekki láta deigan síga. Við vonum að verkefnin haldi áfram þar til þeim er lokið,“ segir hann. Fyrirtæki hafa gagnrýnt bæjarstjórnina fyrir samráðsleysi í sínum málum. Fannar segir að alltaf sé hægt að gera betur. „Það er nú búið að ákveða að halda fleiri fundi með íbúum og fyrirtækjum. Við erum með öflugt teymi í atvinnumálum sem hafa unnið þétt með fyrirtækjum. Við hefðum viljað hafa fleiri og betri úrræði, margt hefur áunnist en alltaf má gera betur,“ segir hann. Bæjarstjórnin hefur síðustu mánuði haft aðsetur í Reykjavík. Fannar segir að innviðir þurfi að vera traustari áður en bæjarstjórnin snýr aftur til Grindavíkur. „Við ætlum ekki að snúa aftur í bæinn á næstunni. Við verðum að sjá hvernig gengur með sprunguviðgerðir í bænum. En auðvitað viljum við komast sem fyrst heim,“ segir hann að lokum. Gefumst ekki upp Forsetahjónin heiðruðu samkomuna í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti hvatti fólk áfram í baráttunni við náttúruna. „Við þurfum að finna þann kjark sem þarf í baráttunni við þessar hremmningar. Gefumst ekki upp. Leitum allra leiða til þess að tryggja að fólkið og ungmennin í Grindavík geti notið þeirra lífsgæða sem fólkið hér var búið að byggja upp hörðum höndum,“ sagði Guðni í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira