Fjölnota íþróttahús KR á leið í útboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 16:58 Svona gæti íþróttasvæði KR komið til með að líta út. Keppnisvellinum hefur verið snúið og stúkum komið fyrir á norður- og suðurenda vallarins. Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að hefja útboðsferli vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi KR við Frostaskjól, sem mun bæta æfingaaðstæðu mjög fyrir iðkendur á öllum aldri. Húsið verður alls um 6700 fermetrar og þar af er íþróttasalur um 4400 fermetrar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Í húsinu verður hægt að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í átta manna bolta. Greining með þarfir allra deilda í huga Í hliðarbyggingu er gert ráð fyrir skrifstofurýmum, lyftingarsal, fundarsölum og öðrum rýmum sem þjónusta starfsemi hússins. Þá er gert ráð fyrir svölum inni í íþróttasal ásamt svölum utan á hliðarbyggingu sem snýr að aðalvelli KR. Þarfagreining var unnin út frá þörfum allra deilda félagsins. Um er að ræða alútboð sem byggt er á ígildi bygginganefndarteikninga. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2024-2027 er gert ráð fyrir 2,5 milljörðum króna til verkefnisins. Þar af eru 100 milljónir króna á árinu 2024, 500 milljónir króna á árinu 2025, 1000 milljónir króna á árinu 2026 og 900 milljónir króna á árinu 2027. Gert verður ráð fyrir þessu greiðsluplani í útboðsgögnum. Nýtt deiliskipulag í gildi Borgarráð samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 samkomulag við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um uppbyggingu á lóð KR við Frostaskjól auk þátttöku Reykjavíkurborgar í byggingu nýs fjölnota íþróttahúss á svæðinu. Deiliskipulag fyrir svæði KR við Frostaskjól var samþykkt í borgarráði 30. júní 2022. Bygginganefnd vegna framkvæmda við fjölnota íþróttahús var skipuð af borgarstjóra í ágúst 2022. Samhliða þessu vinnur byggingarnefnd á vegum KR að heildaruppbyggingu svæðis. KR Skipulag Fótbolti Reykjavík Tengdar fréttir Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Í húsinu verður hægt að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í átta manna bolta. Greining með þarfir allra deilda í huga Í hliðarbyggingu er gert ráð fyrir skrifstofurýmum, lyftingarsal, fundarsölum og öðrum rýmum sem þjónusta starfsemi hússins. Þá er gert ráð fyrir svölum inni í íþróttasal ásamt svölum utan á hliðarbyggingu sem snýr að aðalvelli KR. Þarfagreining var unnin út frá þörfum allra deilda félagsins. Um er að ræða alútboð sem byggt er á ígildi bygginganefndarteikninga. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2024-2027 er gert ráð fyrir 2,5 milljörðum króna til verkefnisins. Þar af eru 100 milljónir króna á árinu 2024, 500 milljónir króna á árinu 2025, 1000 milljónir króna á árinu 2026 og 900 milljónir króna á árinu 2027. Gert verður ráð fyrir þessu greiðsluplani í útboðsgögnum. Nýtt deiliskipulag í gildi Borgarráð samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 samkomulag við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um uppbyggingu á lóð KR við Frostaskjól auk þátttöku Reykjavíkurborgar í byggingu nýs fjölnota íþróttahúss á svæðinu. Deiliskipulag fyrir svæði KR við Frostaskjól var samþykkt í borgarráði 30. júní 2022. Bygginganefnd vegna framkvæmda við fjölnota íþróttahús var skipuð af borgarstjóra í ágúst 2022. Samhliða þessu vinnur byggingarnefnd á vegum KR að heildaruppbyggingu svæðis.
KR Skipulag Fótbolti Reykjavík Tengdar fréttir Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13