Stakk bekkjarsystur fyrir Slender Man og losnar ekki af geðdeild Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2024 10:31 Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því. Skjáskot Ung kona sem stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 2014, til að ganga í augun á skáldaðri internet-persónu sem kallast Slender Man, má ekki ganga laus. Dómari segir að hún verði áfram vistuð á geðsjúkrahúsi, þar sem hún hefur verið um árabil, þrátt fyrir að geðlæknar hafi sagt hana geta snúið aftur út í samfélagið, með ákveðnum skilyrðum. Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því, meðan Anissa Weier, önnur bekkjarsystir hennar, hvatti hana áfram. Þær sögðust hafa gert þetta til að friða Slender Man af ótta við að persónan myndi skaða fjölskyldur þeirra. Sjá einnig: Stungu tólf ára stúlku nítján sinnum Geyser, sem er nú 21 árs gömul, var greind með geðklofa en geðlæknar sögðu í dómsal á dögunum að hún hefði verið án lyfja frá 2022 og hefði engin ný einkenni sýnt síðan þá, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einn geðlæknir Geyser sagði hana hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að í dag þyrfti hún hjálp við að aðlagast samfélaginu. Hún þyrfti menntun og aðstoð við að verða sjálfstæð. Því lagði hann til að hún yrði send á meðferðarheimili. Annar læknir tók undir það og sagði Geyser hafa tekið virkan þátt í eigin meðferð. Hún sagðist telja að ekkert meira væri hægt að gera fyrir hana á geðsjúkrahúsinu þar sem hún hefur verið frá 2018. Tveir aðrir sérfræðingar sögðu Geyser ekki tilbúna fyrir það að losna af sjúkrahúsi að svo stöddu. Annar sagði Geyser hafa haldið því fram að hún hefði þóst eiga við geðræn vandamál að stríða, sem væri ekki í samræmi við meðferð hennar. Hinn sagði hana enn mögulega ógna öryggi fólks. Hér að neðan má sjá myndband úr dómsal frá því á miðvikudaginn. Myndbandið er ekki textað. Almenningur njóti vafans Dómarinn Michael Bohren vildi ekki sleppa Geyser út í samfélagið að svo stöddu. Hann sagði almenning eiga að njóta vafans og vísaði til þess að Geyser hefði gefið í skyn að hún hefði stungið bekkjarsystur sína til að losna undan ofbeldisfullum föður sínum, sem nú væri látinn. Hann sagði það koma niður á trúverðugleika hennar og leysa þyrfti úr því áður en henni yrði sleppt. Tony Cotton, lögmaður Geyser, sagði í kjölfarið að hún hefði ekki breytt sögu sinni. Hún teldi að hún hefði stungið fórnarlambið vegna geðrænna vandamála sem tengdust ofbeldi sem hún hefði verið beitt. Ekki vegna geðklofa. Geyser getur farið aftur fram á að vera sleppt eftir hálft ár. Weier var einnig vistuð á geðdeild á sínum tíma en henni var sleppt árið 2021. Hún býr hjá föður sínum en þarf ávallt að bera GPS-sendi. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því, meðan Anissa Weier, önnur bekkjarsystir hennar, hvatti hana áfram. Þær sögðust hafa gert þetta til að friða Slender Man af ótta við að persónan myndi skaða fjölskyldur þeirra. Sjá einnig: Stungu tólf ára stúlku nítján sinnum Geyser, sem er nú 21 árs gömul, var greind með geðklofa en geðlæknar sögðu í dómsal á dögunum að hún hefði verið án lyfja frá 2022 og hefði engin ný einkenni sýnt síðan þá, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einn geðlæknir Geyser sagði hana hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að í dag þyrfti hún hjálp við að aðlagast samfélaginu. Hún þyrfti menntun og aðstoð við að verða sjálfstæð. Því lagði hann til að hún yrði send á meðferðarheimili. Annar læknir tók undir það og sagði Geyser hafa tekið virkan þátt í eigin meðferð. Hún sagðist telja að ekkert meira væri hægt að gera fyrir hana á geðsjúkrahúsinu þar sem hún hefur verið frá 2018. Tveir aðrir sérfræðingar sögðu Geyser ekki tilbúna fyrir það að losna af sjúkrahúsi að svo stöddu. Annar sagði Geyser hafa haldið því fram að hún hefði þóst eiga við geðræn vandamál að stríða, sem væri ekki í samræmi við meðferð hennar. Hinn sagði hana enn mögulega ógna öryggi fólks. Hér að neðan má sjá myndband úr dómsal frá því á miðvikudaginn. Myndbandið er ekki textað. Almenningur njóti vafans Dómarinn Michael Bohren vildi ekki sleppa Geyser út í samfélagið að svo stöddu. Hann sagði almenning eiga að njóta vafans og vísaði til þess að Geyser hefði gefið í skyn að hún hefði stungið bekkjarsystur sína til að losna undan ofbeldisfullum föður sínum, sem nú væri látinn. Hann sagði það koma niður á trúverðugleika hennar og leysa þyrfti úr því áður en henni yrði sleppt. Tony Cotton, lögmaður Geyser, sagði í kjölfarið að hún hefði ekki breytt sögu sinni. Hún teldi að hún hefði stungið fórnarlambið vegna geðrænna vandamála sem tengdust ofbeldi sem hún hefði verið beitt. Ekki vegna geðklofa. Geyser getur farið aftur fram á að vera sleppt eftir hálft ár. Weier var einnig vistuð á geðdeild á sínum tíma en henni var sleppt árið 2021. Hún býr hjá föður sínum en þarf ávallt að bera GPS-sendi.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira