Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 14:44 Íranskir hermenn sigu um borð í flutningaskiptið í morgun og sigldu því inn í landhelgi Íran. AP Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. Skiptið heitir MSC Aries og er sagt í eigu Zodic Maritime, fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar í Lundúnum. Það félag er í eigu Zodiac Group, sem ísraelski auðjöfurinn Eyal Ofer á. Tuttugu og fimm menn eru í áhöfn skipsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkismiðlar Írans segja árásina hafa verið gerða af sérsveitarmönnum sjóhers Byltingarvarðanna. Myndband sem blaðamenn AP komu höndum yfir rennir stoðum undir það en á því má sjá hermenn síga um borð í skipið úr þyrlu. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þáttaskil urðu svo í byrjun mánaðarins þegar Ísraelar gerðu loftárásir á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Tólf féllu í árásinni og þar á meðal tveir herforingjar Byltingarvarða Íran. Ráðamenn í Íran hafa hótað hefndum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sagði í gær að von væri á meiriháttar árás Írana á Ísrael. Frá 2019 hafa Íranar tekið nokkur skip með þessum hætti við Hormuz-sund. Hútar, sem studdir eru af Íran, hafa einnig gert árásir á flutningaskip á Aden-flóa og Rauðahafi. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Portúgal Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Skiptið heitir MSC Aries og er sagt í eigu Zodic Maritime, fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar í Lundúnum. Það félag er í eigu Zodiac Group, sem ísraelski auðjöfurinn Eyal Ofer á. Tuttugu og fimm menn eru í áhöfn skipsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkismiðlar Írans segja árásina hafa verið gerða af sérsveitarmönnum sjóhers Byltingarvarðanna. Myndband sem blaðamenn AP komu höndum yfir rennir stoðum undir það en á því má sjá hermenn síga um borð í skipið úr þyrlu. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þáttaskil urðu svo í byrjun mánaðarins þegar Ísraelar gerðu loftárásir á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Tólf féllu í árásinni og þar á meðal tveir herforingjar Byltingarvarða Íran. Ráðamenn í Íran hafa hótað hefndum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sagði í gær að von væri á meiriháttar árás Írana á Ísrael. Frá 2019 hafa Íranar tekið nokkur skip með þessum hætti við Hormuz-sund. Hútar, sem studdir eru af Íran, hafa einnig gert árásir á flutningaskip á Aden-flóa og Rauðahafi.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Portúgal Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira