Fylgjast með hvernig næsti sólarhringur þróast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 12:15 Þórdís Kolbrún vonar að allir aðiilar sýni stillingu. Vísir/Ívar Fannar Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld fordæma árás Írana á Ísrael. Hún vonar að árásum linni tafarlaust og allir aðilar sýni stillingu. „Við fordæmdum þessa árás seint í gærkvöld og hvöttum þar sömuleiðis til að aðilar myndu sýna stillingu.“ Margir óttuðust viðbrögð Írana í framhaldi af árás Ísraela á ræðisskrifsstofu Írana í Damaskus í Sýrlandi í byrjun apríl. Á meðal þeirra sem létust í árásinni voru tveir íranskir herforingjar. „Það er alveg ljóst að írönsk stjórnvöld hafa lengi á þessu svæði grafið undan stöðugleika. Þessi árás er klárt viðbragð við ólöglegri árás Ísraels á ræðisskrifstofu Írans í Damaskus en með þessari beinu árás á Ísrael þá hefur Íran tekið ákveðið skref í átt að stigmögnun sem er auðvitað mjög alvarlegt og alvarleg þróun. Við bindum vonir við að árásum linni tafarlaust og að allir aðilar sýni stillingu en þetta er alvarleg þróun. Annað ríki hefur ekki ráðist með beinum hætti á Ísrael í fimmtíu ár þannig það endurspeglar vaxandi spennu á þessu svæði.“ Þá hefur utanríkisráðuneytið beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. „Við höfum í gegnum borgaraþjónustuna komið út skilaboðum. Þetta er ekki margt fólk en við höfum gert það og eins og staðan er núna höfum ekki ástæðu til að ætla að það séu sérstök vandamál eða eitthvað sem við þurfum að bregðast frekar við.“ Þórdís segir erfitt að meta hver næstu skref Ísraela verði. „Þetta er augljós vaxandi spenna og það veit ekki á gott en við verðum einfaldlega að fylgjast með hvernig næsti sólarhringur þróast.“ Ísrael Íran Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25 Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. 14. apríl 2024 09:49 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
„Við fordæmdum þessa árás seint í gærkvöld og hvöttum þar sömuleiðis til að aðilar myndu sýna stillingu.“ Margir óttuðust viðbrögð Írana í framhaldi af árás Ísraela á ræðisskrifsstofu Írana í Damaskus í Sýrlandi í byrjun apríl. Á meðal þeirra sem létust í árásinni voru tveir íranskir herforingjar. „Það er alveg ljóst að írönsk stjórnvöld hafa lengi á þessu svæði grafið undan stöðugleika. Þessi árás er klárt viðbragð við ólöglegri árás Ísraels á ræðisskrifstofu Írans í Damaskus en með þessari beinu árás á Ísrael þá hefur Íran tekið ákveðið skref í átt að stigmögnun sem er auðvitað mjög alvarlegt og alvarleg þróun. Við bindum vonir við að árásum linni tafarlaust og að allir aðilar sýni stillingu en þetta er alvarleg þróun. Annað ríki hefur ekki ráðist með beinum hætti á Ísrael í fimmtíu ár þannig það endurspeglar vaxandi spennu á þessu svæði.“ Þá hefur utanríkisráðuneytið beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. „Við höfum í gegnum borgaraþjónustuna komið út skilaboðum. Þetta er ekki margt fólk en við höfum gert það og eins og staðan er núna höfum ekki ástæðu til að ætla að það séu sérstök vandamál eða eitthvað sem við þurfum að bregðast frekar við.“ Þórdís segir erfitt að meta hver næstu skref Ísraela verði. „Þetta er augljós vaxandi spenna og það veit ekki á gott en við verðum einfaldlega að fylgjast með hvernig næsti sólarhringur þróast.“
Ísrael Íran Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25 Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. 14. apríl 2024 09:49 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25
Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. 14. apríl 2024 09:49
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52