Fyrirtæki í fiskþurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis

Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu.
Tengdar fréttir

Guðmundur Fertram fjárfestir í Coloplast fyrir um 700 milljónir
Forstjóri og stofnandi Kerecis mun kaupa bréf í Coloplast fyrir nálægt 700 milljónir íslenskra króna að markaðsvirði samhliða hlutafjáraukningu sem alþjóðlegi heilbrigðisrisinn hefur boðað til í tengslum við kaupin á íslenska fyrirtækinu. Á morgun, síðasta dag ágústmánaðar, verða jafnvirði um 150 milljarðar króna greiddir út í erlendum gjaldeyri til hluthafa Kerecis.