Gervigreind býr til myndir fyrir DV Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. apríl 2024 15:52 DV hefur notað gervigreind í myndavinnslu við fréttaskrif sín. Vísir/Vilhelm Getty/Andriy Onufriyenko DV hefur gripið til þess ráðs að láta gervigreind búa til myndir sem notaðar eru í fréttavinnslu. Björn Þorfinnsson ritstjóri segir þægilegt að geta notað þessa tækni þegar illa gengur að finna heppilegar myndir í myndabönkum. Í gær birtist frétt á vef DV um það á hvaða aldri ungt fólk flytur að heiman í Evrópu. Forsíðumynd fréttarinnar er ungur maður sem heldur á tveimur kössum fyrir framan reisulegt hús, en gervigreindarforritið OpenartAI er titlað sem höfundur myndarinnar. Frumleg myndanotkun höfuðeinkenni DV Björn Þorfinnsson ritstjóri DV segir miðilinn vera mjög frjálslegan í myndanotkun, klipptar samsettar myndir og önnur frumleg myndanotkun hafi orðið einkenni DV síðastliðin ár. „Við erum búin að vera kaupa oft einhverjar „stock photos“ og slíkt þegar við erum að myndskreyta fréttir sem snúa að einhverjum almennum hlutum eins og til dæmis þessi frétt,“ segir Björn. Hann segir blaðamenn sína undanfarið hafa verið að prófa sig áfram með gervigreindarforritin og athugað hvað kemur út úr þeim, í stað þess að kaupa myndir frá myndabönkum. Björn Þorfinnsson fyrir miðju er ritstjóri DV. Hér sést hann ásamt samstarfsmönnum á DV, Kristni Hauki og Einari Þór. Myndavalið tengist fréttinni óbeint, en myndin er sú eina sem til er í myndabanka Vísis af Birni.Vísir/Vilhelm Björn rifjar það upp þegar blaðamenn DV settu mikið púður í að sviðsetja og sitja jafnvel sjálfir fyrir þegar mynd vantaði fyrir frétt sem verið var að vinna. Þá hafi blaðamenn til dæmis sviðsett vændiskaup, eða sýnt mikla leikræna tilburði og þóst vera mjög miður sín yfir einhverju til að myndskreyta fréttir. Mikil vinna var lögð í þessa myndavinnslu í gamla daga. „Nú er það þannig að maður leitar að svona myndum í myndabönkunum, en gervigreindin kemur með nýja vídd út í þetta,“ segir Björn. Hann segir DV vera feta ótroðnar lendur hvað gervigreindina varðar. Myndin frá DV sem um ræðir, ungur maður flytur að heiman.Kristinn H. Gunnarsson/DV/OpenartAI Miklar tækniframfarir hafa orðið á sviði gervigreindar síðastliðin ár og notkun hennar færst verulega í aukana. Hægt er að nota gervigreind til upplýsingaöflunar, textaskrifa og listasköpunar svo fáein dæmi séu tekin. Björn segir að þetta muni kannski koma til með að leysa „stock photos“ myndabanka af hólmi, en hann dragi mörkin þar. DV ætlar ekki að notfæra sér gervigreindina þegar mynd vantar af einstaklingum eða þess háttar. Veit ekki hver á myndina Björn segir að hann sé ekki búinn að fá það á hreint hvort myndir eftir gervigreindarforrit séu höfundarréttindavarðar, eða þá hver eigi myndina. Óljóst er hvort notandinn sem biður um upplýsingarnar eða gervigreindin sjálf eigi einhvern höfundarrétt á myndinni. „Það er reyndar mjög forvitnilegt að spá í þvi hver eigi réttinn á myndinni, en ég myndi allavega halda að notandinn sem bjó hana til ætti heiðurinn af henni,“ segir Björn. Gervigreind Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Í gær birtist frétt á vef DV um það á hvaða aldri ungt fólk flytur að heiman í Evrópu. Forsíðumynd fréttarinnar er ungur maður sem heldur á tveimur kössum fyrir framan reisulegt hús, en gervigreindarforritið OpenartAI er titlað sem höfundur myndarinnar. Frumleg myndanotkun höfuðeinkenni DV Björn Þorfinnsson ritstjóri DV segir miðilinn vera mjög frjálslegan í myndanotkun, klipptar samsettar myndir og önnur frumleg myndanotkun hafi orðið einkenni DV síðastliðin ár. „Við erum búin að vera kaupa oft einhverjar „stock photos“ og slíkt þegar við erum að myndskreyta fréttir sem snúa að einhverjum almennum hlutum eins og til dæmis þessi frétt,“ segir Björn. Hann segir blaðamenn sína undanfarið hafa verið að prófa sig áfram með gervigreindarforritin og athugað hvað kemur út úr þeim, í stað þess að kaupa myndir frá myndabönkum. Björn Þorfinnsson fyrir miðju er ritstjóri DV. Hér sést hann ásamt samstarfsmönnum á DV, Kristni Hauki og Einari Þór. Myndavalið tengist fréttinni óbeint, en myndin er sú eina sem til er í myndabanka Vísis af Birni.Vísir/Vilhelm Björn rifjar það upp þegar blaðamenn DV settu mikið púður í að sviðsetja og sitja jafnvel sjálfir fyrir þegar mynd vantaði fyrir frétt sem verið var að vinna. Þá hafi blaðamenn til dæmis sviðsett vændiskaup, eða sýnt mikla leikræna tilburði og þóst vera mjög miður sín yfir einhverju til að myndskreyta fréttir. Mikil vinna var lögð í þessa myndavinnslu í gamla daga. „Nú er það þannig að maður leitar að svona myndum í myndabönkunum, en gervigreindin kemur með nýja vídd út í þetta,“ segir Björn. Hann segir DV vera feta ótroðnar lendur hvað gervigreindina varðar. Myndin frá DV sem um ræðir, ungur maður flytur að heiman.Kristinn H. Gunnarsson/DV/OpenartAI Miklar tækniframfarir hafa orðið á sviði gervigreindar síðastliðin ár og notkun hennar færst verulega í aukana. Hægt er að nota gervigreind til upplýsingaöflunar, textaskrifa og listasköpunar svo fáein dæmi séu tekin. Björn segir að þetta muni kannski koma til með að leysa „stock photos“ myndabanka af hólmi, en hann dragi mörkin þar. DV ætlar ekki að notfæra sér gervigreindina þegar mynd vantar af einstaklingum eða þess háttar. Veit ekki hver á myndina Björn segir að hann sé ekki búinn að fá það á hreint hvort myndir eftir gervigreindarforrit séu höfundarréttindavarðar, eða þá hver eigi myndina. Óljóst er hvort notandinn sem biður um upplýsingarnar eða gervigreindin sjálf eigi einhvern höfundarrétt á myndinni. „Það er reyndar mjög forvitnilegt að spá í þvi hver eigi réttinn á myndinni, en ég myndi allavega halda að notandinn sem bjó hana til ætti heiðurinn af henni,“ segir Björn.
Gervigreind Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira