Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2024 07:01 Teikning af fylgistjörnu BH3 og sporbraut hennar um svartholið. Það fannst fyrir tilstuðlan þyngdaráhrifa svartholsins sem veldur vaggi í hreyfingum stjörnunnar. ESO/L. Calçada Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta. Vagg í hreyfingum stjörnu sem kom fram í athugunum Gaia-geimsjónauka evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) leiddi stjörnufræðingana á slóð svartholsins. Stjarnan reyndist vagga fyrir áhrif þyngdarkrafts svartholsins sem hún gengur í kringum. Hefðbundin svarthol, þau sem myndast við dauða massamikilla stjarna, í Vetrarbrautinni okkar eru að meðaltali tífalt massameiri en sólin okkar. Gaia BH3, eins og nýfundna svartholið er nefnt, en meira en þrefalt massameira en meðaljóninn. Næststærsta svartholið, Cygnus X-1 er „aðeins“ 21 sólmassi. Vert er að taka fram að BH3 er fjarri því massamesta svartholið í Vetrarbrautinni okkar, aðeins það massamesta sem myndaðist úr stjörnu. Risasvartholið Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar er með massa á við um fjórar milljónir sólir. Fundurinn kom stjörnufræðingunum í opna skjöldu. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að BH3 er í aðeins um tvö þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Aðeins eitt þekkt svarthol er nær jörðinni, að því er kemur fram í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar var notaður til þess að staðfesta massa BH3. Svo spenntir eru stjörnufræðingarnir að þeir birtu grein um uppgötvun sína í dag þrátt fyrir að hún byggi aðeins á bráðabirgðagögnum. Elisabetta Caffau, einn höfunda greinarinnar, segir að með því að birta greinina strax geti aðrir stjörnufræðingar byrjað að rannsaka svartholið nú þegar í stað þess að bíða þar til gögn Gaia verða birt í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan má sjá samanburð á stærð nokkurra stærstu svartholanna í Vetrarbrautinni okkar. Styður tilgátu um tilurð massamikilla svarthola Sambærilega stór svarthol hafa fundist utan Vetrarbrautarinnar áður. Tilgáta stjarneðlisfræðinga er að þau myndist þegar massamiklar stjörnur sem eru rýrar af málmum þrýtur örendið. Talið er að stjörnur sem eru fyrst og fremst úr vetni og helíni missi minni massa á æviskeiði sínu en þær sem eru ríkari af þyngri frumefnum. Þannig verði meiri massi eftir þegar þær falla saman og mynda svarthol. Ekki hefur verið hægt að styðja þessa tilgátu beinhörðum sönnunargögnum fram að þessu. Athuganirnar á fylgistjörnu BH3 benda til þess að nær ekkert sé af þyngri frumefnum í henni. Það bendir til þess að stjarnan sem myndaði svartholið hafi einnig verið það þar sem efnasamsetning stjarna í tvístirnum er almennt lík. Vísindi Geimurinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Vagg í hreyfingum stjörnu sem kom fram í athugunum Gaia-geimsjónauka evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) leiddi stjörnufræðingana á slóð svartholsins. Stjarnan reyndist vagga fyrir áhrif þyngdarkrafts svartholsins sem hún gengur í kringum. Hefðbundin svarthol, þau sem myndast við dauða massamikilla stjarna, í Vetrarbrautinni okkar eru að meðaltali tífalt massameiri en sólin okkar. Gaia BH3, eins og nýfundna svartholið er nefnt, en meira en þrefalt massameira en meðaljóninn. Næststærsta svartholið, Cygnus X-1 er „aðeins“ 21 sólmassi. Vert er að taka fram að BH3 er fjarri því massamesta svartholið í Vetrarbrautinni okkar, aðeins það massamesta sem myndaðist úr stjörnu. Risasvartholið Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar er með massa á við um fjórar milljónir sólir. Fundurinn kom stjörnufræðingunum í opna skjöldu. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að BH3 er í aðeins um tvö þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Aðeins eitt þekkt svarthol er nær jörðinni, að því er kemur fram í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar var notaður til þess að staðfesta massa BH3. Svo spenntir eru stjörnufræðingarnir að þeir birtu grein um uppgötvun sína í dag þrátt fyrir að hún byggi aðeins á bráðabirgðagögnum. Elisabetta Caffau, einn höfunda greinarinnar, segir að með því að birta greinina strax geti aðrir stjörnufræðingar byrjað að rannsaka svartholið nú þegar í stað þess að bíða þar til gögn Gaia verða birt í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan má sjá samanburð á stærð nokkurra stærstu svartholanna í Vetrarbrautinni okkar. Styður tilgátu um tilurð massamikilla svarthola Sambærilega stór svarthol hafa fundist utan Vetrarbrautarinnar áður. Tilgáta stjarneðlisfræðinga er að þau myndist þegar massamiklar stjörnur sem eru rýrar af málmum þrýtur örendið. Talið er að stjörnur sem eru fyrst og fremst úr vetni og helíni missi minni massa á æviskeiði sínu en þær sem eru ríkari af þyngri frumefnum. Þannig verði meiri massi eftir þegar þær falla saman og mynda svarthol. Ekki hefur verið hægt að styðja þessa tilgátu beinhörðum sönnunargögnum fram að þessu. Athuganirnar á fylgistjörnu BH3 benda til þess að nær ekkert sé af þyngri frumefnum í henni. Það bendir til þess að stjarnan sem myndaði svartholið hafi einnig verið það þar sem efnasamsetning stjarna í tvístirnum er almennt lík.
Vísindi Geimurinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira