Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2024 11:46 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag síðustu fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar til næstu fimm ára Stöð 2/Einar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 25 milljörðum á því næsta. Ekki verði afgangur á ríkissjóði fyrr en árið 2028.fjármálaráðuneytið Aðgerðir vegna náttúruhamfara í Grindavík og í tengslum við kjarasamninga hafa áhrif til aukinna útgjalda. Á móti á hins vegar að hagræða í resktri ríkisins og viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar verður frestað fram yfir fimm ára gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Samtals eiga aðhaldsaðgerðir að skila 17 milljörðum króna, sem er rétt rúmlega eitt prósent af tekjum ríkissjóðs. Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? Sigurður Ingi Jóhannsson segir skynsamlegt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði.Stöð 2/hmp „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans. Sem ber auðvitað ábyrgð á því að ná verðbólgunni niður. En við erum styðjandi. Það hefur skilað sér,“ segir Sigurður Ingi. Þannig hefði verðbólga minnkað um þrjú prósentustig á undanförnum mánuðum. Með þessari áætlun væri verið að byggja undir enn frekari minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Það er hins vegar enn mikil spenna og þensla í efnahagslífinu þótt heldur hafi dregið úr að undanförnu. Fjármálaráðherra segir skipta máli að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum þótt engan niðurskurð væri að finna í áætluninni. Ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í faraldrinum þótt hún hafi gert býsna mikið til að vinna gegn samdrætti í efnahagslífinu á þeim tíma. Hagkerfið hafi síðan verið á blússandi ferð og enn gætti þenslu á vinnumarkaði. „Þótt við sjáum einkaneyslu dragast verulega saman og margt sem bendir til að við séum að nálgast þetta jafnvægi. Þá held ég að við verðum líka að gæta okkar að ná þessu jafnvægi á hófsaman hátt en ekki vera með einhverjar dýfur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson eftir kynningu á síðustu fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50 Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 25 milljörðum á því næsta. Ekki verði afgangur á ríkissjóði fyrr en árið 2028.fjármálaráðuneytið Aðgerðir vegna náttúruhamfara í Grindavík og í tengslum við kjarasamninga hafa áhrif til aukinna útgjalda. Á móti á hins vegar að hagræða í resktri ríkisins og viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar verður frestað fram yfir fimm ára gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Samtals eiga aðhaldsaðgerðir að skila 17 milljörðum króna, sem er rétt rúmlega eitt prósent af tekjum ríkissjóðs. Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? Sigurður Ingi Jóhannsson segir skynsamlegt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði.Stöð 2/hmp „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans. Sem ber auðvitað ábyrgð á því að ná verðbólgunni niður. En við erum styðjandi. Það hefur skilað sér,“ segir Sigurður Ingi. Þannig hefði verðbólga minnkað um þrjú prósentustig á undanförnum mánuðum. Með þessari áætlun væri verið að byggja undir enn frekari minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Það er hins vegar enn mikil spenna og þensla í efnahagslífinu þótt heldur hafi dregið úr að undanförnu. Fjármálaráðherra segir skipta máli að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum þótt engan niðurskurð væri að finna í áætluninni. Ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í faraldrinum þótt hún hafi gert býsna mikið til að vinna gegn samdrætti í efnahagslífinu á þeim tíma. Hagkerfið hafi síðan verið á blússandi ferð og enn gætti þenslu á vinnumarkaði. „Þótt við sjáum einkaneyslu dragast verulega saman og margt sem bendir til að við séum að nálgast þetta jafnvægi. Þá held ég að við verðum líka að gæta okkar að ná þessu jafnvægi á hófsaman hátt en ekki vera með einhverjar dýfur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson eftir kynningu á síðustu fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50 Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50
Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37
Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20