Blöskrar að ekki hafi verið leitað til heimafólks Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2024 15:27 Hinrik Svansson, rekstrarstjóri HS kerfa á Akureyri, segir óeðlilegt að Landsvirkjun hafi ekki efnt til útboðs þegar kom að árshátíð fyrirtækisins sem haldin var á Egilsstöðum um helgina. Hilmar Friðjónsson Rekstrarstjóri hljóðkerfa- og ljósaleigu á Akureyri segir óeðlilegt að tæki og tól sem notuð voru á árshátíð Landsvirkjunar hafi verið keyrð austur frá Reykjavík í stað þess að þau væru leigð af aðilum á Norðurlandi. Hann segir Þóru Arnórsdóttir fara með rangt mál þegar hún fullyrði að ferðin skili nærsamfélaginu tugum milljóna. Árshátíð Landsvirkjunar var haldin á Egilsstöðum liðna helgi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 starfsmenn en gestir á árshátíðinni voru samtals um 450. Þar af var hátt í 300 manns flogið frá Reykjavík með leiguþotu sem Landsvirkjun leigði af Icelandair. Kostnaður við árshátíðina var í kringum 100 milljónir króna og var meðal annars gagnrýndur í umræðum á Alþingi í gær. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, tjáði Vísi í gær að Landsvirkjun hefði ekkert að fela né skammast sín fyrir varðandi árshátíðina. Þá tók hún fram að árshátíðin skilaði nærsamfélaginu á Egilsstöðum tugum milljóna. Tækjabúnaður keyrður á staðinn frá Reykjavík Hinrik Svansson er rekstrarstjóri HS kerfa sem er hljóðkerfa- og ljósaleiga staðsett á Akureyri. Hann gefur lítið fyrir orð Þóru varðandi staðhæfingu hennar um að peningarnir verði mikið til eftir á svæðinu. Hann gagnrýnir að Landsvirkjun hafi aðalega verslað við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og flutt tæki og tól þaðan í stað þess að leita til viðburðastofa og tækjaleiga á Norðurlandi. „Á Akureyri starfa bæði Viðburðastofa Norðurlands og HS Kerfi sem hafa sinnt öllu Norður og Austurlandi til fjölda ára. Það var ekki leitað til okkar varðandi tilboði í þessa árshátíð sem er frekar skrítið þegar allur tækjabúnaður er á svæðinu og öll kunnátta til staðar til þess að halda veislu af þessari stærðargráðu,“ segir Hinrik. Þá bendir hann á að allur tækjabúnaður fyrir veislu af þessari stærðargráðu hafi nú þegar verið til staðar vegna 600 manna árshátíðar Alcoa sem haldin var á Reyðarfirði helgina á undan. „Því stóð allur búnaður óhreyfður og ekki í notkun í nánast næsta húsi. Það hefði verið mjög ódýrt og einfalt að setja hann upp fyrir þau og halda flotta veislu fyrir brot af þeirri upphæð sem þau greiddu til Exton. Sá búnaður kom að mestu með bíl frá Reykjavík, sem er auðvitað galið sama hvernig litið er á málið.“ HS-Kerfi er hljóðkerfa og ljósaleiga staðsett á Akureyri en þjónar bæði Norður og Austurlandi.HS kerfi Hinrik telur mikilvægt að vekja athygli á málinu þar sem fyrirtæki á Norður- og Austurlandi sem séu í erfiðu samkeppnisumhverfi við stóra aðila í Reykjavík hafi ekki fengið tækifæri til að skila inn tilboði í jafn stórt verkefni og árshátíð Landsvirkjunar. „Að auki er hægt að benda á að engin af þeim stórum leigum hér heima fengu að skila inn tilboði heldur, þá er ég að tala um Luxor, Hljóð X og Sonik,“ segir Hinrik. Landsvirkjun Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Árshátíð Landsvirkjunar var haldin á Egilsstöðum liðna helgi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 starfsmenn en gestir á árshátíðinni voru samtals um 450. Þar af var hátt í 300 manns flogið frá Reykjavík með leiguþotu sem Landsvirkjun leigði af Icelandair. Kostnaður við árshátíðina var í kringum 100 milljónir króna og var meðal annars gagnrýndur í umræðum á Alþingi í gær. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, tjáði Vísi í gær að Landsvirkjun hefði ekkert að fela né skammast sín fyrir varðandi árshátíðina. Þá tók hún fram að árshátíðin skilaði nærsamfélaginu á Egilsstöðum tugum milljóna. Tækjabúnaður keyrður á staðinn frá Reykjavík Hinrik Svansson er rekstrarstjóri HS kerfa sem er hljóðkerfa- og ljósaleiga staðsett á Akureyri. Hann gefur lítið fyrir orð Þóru varðandi staðhæfingu hennar um að peningarnir verði mikið til eftir á svæðinu. Hann gagnrýnir að Landsvirkjun hafi aðalega verslað við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og flutt tæki og tól þaðan í stað þess að leita til viðburðastofa og tækjaleiga á Norðurlandi. „Á Akureyri starfa bæði Viðburðastofa Norðurlands og HS Kerfi sem hafa sinnt öllu Norður og Austurlandi til fjölda ára. Það var ekki leitað til okkar varðandi tilboði í þessa árshátíð sem er frekar skrítið þegar allur tækjabúnaður er á svæðinu og öll kunnátta til staðar til þess að halda veislu af þessari stærðargráðu,“ segir Hinrik. Þá bendir hann á að allur tækjabúnaður fyrir veislu af þessari stærðargráðu hafi nú þegar verið til staðar vegna 600 manna árshátíðar Alcoa sem haldin var á Reyðarfirði helgina á undan. „Því stóð allur búnaður óhreyfður og ekki í notkun í nánast næsta húsi. Það hefði verið mjög ódýrt og einfalt að setja hann upp fyrir þau og halda flotta veislu fyrir brot af þeirri upphæð sem þau greiddu til Exton. Sá búnaður kom að mestu með bíl frá Reykjavík, sem er auðvitað galið sama hvernig litið er á málið.“ HS-Kerfi er hljóðkerfa og ljósaleiga staðsett á Akureyri en þjónar bæði Norður og Austurlandi.HS kerfi Hinrik telur mikilvægt að vekja athygli á málinu þar sem fyrirtæki á Norður- og Austurlandi sem séu í erfiðu samkeppnisumhverfi við stóra aðila í Reykjavík hafi ekki fengið tækifæri til að skila inn tilboði í jafn stórt verkefni og árshátíð Landsvirkjunar. „Að auki er hægt að benda á að engin af þeim stórum leigum hér heima fengu að skila inn tilboði heldur, þá er ég að tala um Luxor, Hljóð X og Sonik,“ segir Hinrik.
Landsvirkjun Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38