Áframhaldandi hallarekstur og vantrauststillaga Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2024 19:29 Samkvæmt síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára munu útgjöld ríkissjóðs aukast á næstu árum og ekki verður ráðist í niðurskurð til að slá á þenslu í efnahagslífinu. Vísir/Vilhelm Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna. Sigurður Ingi Jóhannsson segir ríkissjóð verða rekinn með halla allt til ársins 2028. Áætlunum um viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar er frestað um fimm ár. Boðaðar aðhaldsaðgerðir nema rétt rúmlega einu prósenti af tekjum ríkisins. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir fjármálaáætlunina styðja við minnkun verðbólgu og lækkun vaxta.Vísir/Vilhelm Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans,“ segir Sigurður Ingi. Útgjöld ríkisins muni vaxa a næstu árum. „En þau vaxa með hófsömum hætti af því að við teljum að það sé skynsamlega leiðin. Þannig aðskuldahlutfallið fer lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á sama tíma,“ segir fjármálaráðherra. Ríkisstjórnir fara oft á kosningafyllerí síðasta vetur fyrir kosningar. Þarf að passa sig á því næsta vetur? „Það er engin hætta á því. Við erum hér að leggja áherslu á ábyrga fjármálaáætlun og ábyrg fjármál. Ég hef enga trú á öðru en það gangi eftir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Í spilaranum hér að neðan má sjá fréttina ásamt viðtali við þau Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, um fjármálaáætlun, söluna á Íslandsbanka og vantrauststillögu þingflokka Pírata og Flokks fólksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46 „Taktlaust og ósmekklegt“ „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ 16. apríl 2024 11:40 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson segir ríkissjóð verða rekinn með halla allt til ársins 2028. Áætlunum um viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar er frestað um fimm ár. Boðaðar aðhaldsaðgerðir nema rétt rúmlega einu prósenti af tekjum ríkisins. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir fjármálaáætlunina styðja við minnkun verðbólgu og lækkun vaxta.Vísir/Vilhelm Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans,“ segir Sigurður Ingi. Útgjöld ríkisins muni vaxa a næstu árum. „En þau vaxa með hófsömum hætti af því að við teljum að það sé skynsamlega leiðin. Þannig aðskuldahlutfallið fer lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á sama tíma,“ segir fjármálaráðherra. Ríkisstjórnir fara oft á kosningafyllerí síðasta vetur fyrir kosningar. Þarf að passa sig á því næsta vetur? „Það er engin hætta á því. Við erum hér að leggja áherslu á ábyrga fjármálaáætlun og ábyrg fjármál. Ég hef enga trú á öðru en það gangi eftir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Í spilaranum hér að neðan má sjá fréttina ásamt viðtali við þau Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, um fjármálaáætlun, söluna á Íslandsbanka og vantrauststillögu þingflokka Pírata og Flokks fólksins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46 „Taktlaust og ósmekklegt“ „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ 16. apríl 2024 11:40 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46
„Taktlaust og ósmekklegt“ „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ 16. apríl 2024 11:40