Vantrauststillagan felld Árni Sæberg og Atli Ísleifsson skrifa 17. apríl 2024 18:13 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra verst vantrausti á hendur ríkisstjórn hans í kvöld. Vísir/Vilhelm Alþingismenn tókust um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar í kvöld. Tillagan var felld að loknum löngum umræðum. Greiddu allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði gegn tillögunni og allir viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðunnar með. Umræður hófust á þingi klukkan 17 og þingmenn greiddu atkvæði á ellefta tímanum í kvöld eftir að þingmenn höfðu gert grein fyrir atkvæði sínu. Tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 25. Þrír Alþingismenn voru fjarverandi. Það voru þingmenn Flokks fólksins og Pírata sem lögðu vantrauststillöguna fram og var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Á ríkisstjórnina í heild sinni Fyrr á árinu hafði Inga lagt fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, vegna hvalveiðimálsins en sú tillaga var dregin til baka þegar Svandís fór í veikindaleyfi. Eftir að tilkynnt var um hrókeringar í ríkisstjórn fyrr í mánuðinum vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur hætta í stjórnmálum og bjóða sig forseta, tók Svandís við embætti innviðaráðherra í nýrri ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Inga ákvað þá að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í heild sinni sem var svo tekin fyrir í gærkvöldi. Greiddu atkvæði með Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með vantrauststillögunni voru: Andrés Ingi Jónsson (P), Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F), Bergþór Ólason (M), Björn Leví Gunnarsson (P), Dagbjört Hákonardóttir (S), Eyjólfur Ármannsson (F), Gísli Rafn Ólafsson (P), Guðbrandur Einarsson (C), Guðmundur Ingi Kristinsson (F), Halldóra Mogensen (P), Hanna Katrín Friðriksson (C), Indriði Ingi Stefánsson (P), Inga Sæland (F), Jóhann Páll Jóhannsson (S), Katrín Sif Árnadóttir (F), Kristrún Frostadóttir (S), Logi Einarsson (S), Oddný G. Harðardóttir (S), Sigmar Guðmundsson (C), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Tómas A. Tómasson (F), Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C), Þórunn Sveinbjarnardóttir (S). Greiddi atkvæði gegn Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru: Ágúst Bjarni Garðarsson (B), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D), Ásmundur Einar Daðason (B), Ásmundur Friðriksson (D), Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D), Birgir Ármannsson (D), Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V), Bjarni Benediktsson (D), Bryndís Haraldsdóttir (D), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eva Dögg Davíðsdóttir (V), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Guðmundur Ingi Guðbrandsson (V), Guðrún Hafsteinsdóttir (D), Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (B), Halla Signý Kristjánsdóttir (B), Hildur Sverrisdóttir (D), Ingibjörg Isaksen (B), Jódís Skúladóttir (V), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Jón Gunnarsson (D), Lilja Alfreðsdóttir (B), Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (B), Líneik Anna Sævarsdóttir (B), Njáll Trausti Friðbertsson (D), Orri Páll Jóhannsson (V), Óli Björn Kárason (D), Sigurður Ingi Jóhannsson (B), Stefán Vagn Stefánsson (B), Steinunn Þóra Árnadóttir (V), Svandís Svavarsdóttir (V), Teitur Björn Einarsson (D), Vilhjálmur Árnason (D), Willum Þór Þórsson (B), Þórarinn Ingi Pétursson (B). Þrír þingmenn úr stjórnarliðinu - þau Birgir Þórarinsson Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson Vinstri grænum og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki voru fjarverandi. Fréttin var uppfærð eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Umræður hófust á þingi klukkan 17 og þingmenn greiddu atkvæði á ellefta tímanum í kvöld eftir að þingmenn höfðu gert grein fyrir atkvæði sínu. Tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 25. Þrír Alþingismenn voru fjarverandi. Það voru þingmenn Flokks fólksins og Pírata sem lögðu vantrauststillöguna fram og var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Á ríkisstjórnina í heild sinni Fyrr á árinu hafði Inga lagt fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, vegna hvalveiðimálsins en sú tillaga var dregin til baka þegar Svandís fór í veikindaleyfi. Eftir að tilkynnt var um hrókeringar í ríkisstjórn fyrr í mánuðinum vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur hætta í stjórnmálum og bjóða sig forseta, tók Svandís við embætti innviðaráðherra í nýrri ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Inga ákvað þá að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í heild sinni sem var svo tekin fyrir í gærkvöldi. Greiddu atkvæði með Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með vantrauststillögunni voru: Andrés Ingi Jónsson (P), Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F), Bergþór Ólason (M), Björn Leví Gunnarsson (P), Dagbjört Hákonardóttir (S), Eyjólfur Ármannsson (F), Gísli Rafn Ólafsson (P), Guðbrandur Einarsson (C), Guðmundur Ingi Kristinsson (F), Halldóra Mogensen (P), Hanna Katrín Friðriksson (C), Indriði Ingi Stefánsson (P), Inga Sæland (F), Jóhann Páll Jóhannsson (S), Katrín Sif Árnadóttir (F), Kristrún Frostadóttir (S), Logi Einarsson (S), Oddný G. Harðardóttir (S), Sigmar Guðmundsson (C), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Tómas A. Tómasson (F), Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C), Þórunn Sveinbjarnardóttir (S). Greiddi atkvæði gegn Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru: Ágúst Bjarni Garðarsson (B), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D), Ásmundur Einar Daðason (B), Ásmundur Friðriksson (D), Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D), Birgir Ármannsson (D), Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V), Bjarni Benediktsson (D), Bryndís Haraldsdóttir (D), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eva Dögg Davíðsdóttir (V), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Guðmundur Ingi Guðbrandsson (V), Guðrún Hafsteinsdóttir (D), Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (B), Halla Signý Kristjánsdóttir (B), Hildur Sverrisdóttir (D), Ingibjörg Isaksen (B), Jódís Skúladóttir (V), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Jón Gunnarsson (D), Lilja Alfreðsdóttir (B), Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (B), Líneik Anna Sævarsdóttir (B), Njáll Trausti Friðbertsson (D), Orri Páll Jóhannsson (V), Óli Björn Kárason (D), Sigurður Ingi Jóhannsson (B), Stefán Vagn Stefánsson (B), Steinunn Þóra Árnadóttir (V), Svandís Svavarsdóttir (V), Teitur Björn Einarsson (D), Vilhjálmur Árnason (D), Willum Þór Þórsson (B), Þórarinn Ingi Pétursson (B). Þrír þingmenn úr stjórnarliðinu - þau Birgir Þórarinsson Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson Vinstri grænum og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki voru fjarverandi. Fréttin var uppfærð eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira