Þórhildur og Heiða María hlutu Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 12:46 Dr. Þórhildur Halldórsdóttir og Dr. Heiða María Sigurðardóttir eru handhafar Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs 2024 og 2023. Rannís Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árin 2023 og 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís sem fór fram í gær. Verðlaunin voru að þessu sinni veitt tveimur framúrskarandi vísindakonum en fyrir árið 2023 hlaut Dr. Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands verðlaunin og Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík fyrir árið 2024. Frá þessu segir að vef stjórnarráðsins en Hvatningarverðlaunin eru veitt vísindafólki sem snemma á ferlinum þykja hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 1987 og sé markmið þeirra að hvetja vísindafólk til dáða og vekja athygli almennings á mikilvægi rannsókna og starfi vísindafólks. „Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2023 – Dr. Heiða María Sigurðardóttir Dr. Heiða María Sigurðardóttir er sérfræðingur í taugavísindum með sérstaka áherslu á hugræn taugavísindi. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2005 og varði doktorsritgerð sína frá taugavísindadeild Brown-háskóla í Bandaríkjunum árið 2013. Hún hefur síðan stundað rannsóknir og kennslu við HÍ og tók við stöðu lektors við sálfræðideild skólans árið 2016 og hlaut framgang í stöðu prófessors árið 2023. Heiða er afkastamikill rannsakandi og meðhöfundur fleiri tuga vísindagreina sem safnað hafa hundruðum tilvitnana. Þá hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem m.a. hafa verið styrkt af Rannsóknasjóði. Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2024 – Dr. Þórhildur Halldórsdóttir Dr. Þórhildur Halldórsdóttir er sérfræðingur í klínískri barnasálfræði með sérstaka áherslu á áhættu og verndarþætti sem móta líðan hjá börnum og ungmennum. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2008, meistaranámi í klínískri barnasálfræði frá Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum árið 2011 og doktorsnámi frá sama skóla árið 2014. Að námi loknu starfaði Þórhildur sem nýdoktor hjá Max Planck stofnuninni fyrir geðlækningar í Þýskalandi áður en hún sneri aftur til Íslands. Hún var ráðin lektor við HR árið 2019 og hefur frá árinu 2021 leitt nýtt rannsóknarsetur um samspil umhverfis og erfða innan skólans. Þórhildur hefur skapað sér sérstöðu með því að tvinna saman ólík fræðasvið, sálfræði, erfðafræði og faraldsfræði, í þeim tilgangi að rannsaka áhættu- og verndarþætti sem móta líðan barna. Hún hefur skarað fram úr þegar kemur að rannsóknum og verið meðhöfundur tæplega 40 rannsóknagreina sem safnað hafa um tvö þúsund tilvísunum. Þar að auki hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem hlotið hafa styrki úr bæði innlendum og erlendum rannsóknasjóðum,“ segir í tilkynningunni. Vísindi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Frá þessu segir að vef stjórnarráðsins en Hvatningarverðlaunin eru veitt vísindafólki sem snemma á ferlinum þykja hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 1987 og sé markmið þeirra að hvetja vísindafólk til dáða og vekja athygli almennings á mikilvægi rannsókna og starfi vísindafólks. „Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2023 – Dr. Heiða María Sigurðardóttir Dr. Heiða María Sigurðardóttir er sérfræðingur í taugavísindum með sérstaka áherslu á hugræn taugavísindi. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2005 og varði doktorsritgerð sína frá taugavísindadeild Brown-háskóla í Bandaríkjunum árið 2013. Hún hefur síðan stundað rannsóknir og kennslu við HÍ og tók við stöðu lektors við sálfræðideild skólans árið 2016 og hlaut framgang í stöðu prófessors árið 2023. Heiða er afkastamikill rannsakandi og meðhöfundur fleiri tuga vísindagreina sem safnað hafa hundruðum tilvitnana. Þá hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem m.a. hafa verið styrkt af Rannsóknasjóði. Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2024 – Dr. Þórhildur Halldórsdóttir Dr. Þórhildur Halldórsdóttir er sérfræðingur í klínískri barnasálfræði með sérstaka áherslu á áhættu og verndarþætti sem móta líðan hjá börnum og ungmennum. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2008, meistaranámi í klínískri barnasálfræði frá Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum árið 2011 og doktorsnámi frá sama skóla árið 2014. Að námi loknu starfaði Þórhildur sem nýdoktor hjá Max Planck stofnuninni fyrir geðlækningar í Þýskalandi áður en hún sneri aftur til Íslands. Hún var ráðin lektor við HR árið 2019 og hefur frá árinu 2021 leitt nýtt rannsóknarsetur um samspil umhverfis og erfða innan skólans. Þórhildur hefur skapað sér sérstöðu með því að tvinna saman ólík fræðasvið, sálfræði, erfðafræði og faraldsfræði, í þeim tilgangi að rannsaka áhættu- og verndarþætti sem móta líðan barna. Hún hefur skarað fram úr þegar kemur að rannsóknum og verið meðhöfundur tæplega 40 rannsóknagreina sem safnað hafa um tvö þúsund tilvísunum. Þar að auki hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem hlotið hafa styrki úr bæði innlendum og erlendum rannsóknasjóðum,“ segir í tilkynningunni.
Vísindi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira