Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 14:04 Þegar Joe Biden hefur skrifað undir frumvörpin gætu skotfæri borist til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. AP/Matt Rourke Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. Þrír þingmenn Repúblikanaflokksins í svokallaðri reglunefnd þingsins þvertóku fyrir að hleypa frumvörpunum úr nefnd og stefndi í að þar myndi við sitja. Demókratar í nefndinni greiddu þó atkvæði með því að leggja frumvörpin fyrir þingið. Deilur Repúblikana í nefndinni þykja til marks um mikla óreiðu í Repúblikanaflokknum en reglunefndin er iðulega undir stjórn þingforseta og samkvæmt frétt New York Times er mjög sjaldgæft að atkvæðagreiðslur þar fylgi ekki flokkslínum. Þingmennirnir þrír sem stóðu gegn frumvörpunum fengu sæti í nefndinni í viðræðum við Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, sem hópurinn sem þingmennirnir tilheyra bolaði svo úr embætti. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og því hefur tiltölulega fámennur hópur mjög svo hægri sinnaðra þingmanna haft mikil áhrif á störf þingsins á kjörtímabilinu. Störf fulltrúadeildarinnar hafa einkennst af mikilli óreiðu á kjörtímabilinu. Mike Johnson er í mjög erfiðri stöðu og er líklegt að frumvörpin geti kostað hann embættið. Farið var ítarlega yfir stöðuna vestanhafs á Vísi í gær. Stefnt er að því að leggja frumvörpin fyrir þingið á morgun, laugardag, en undirbúningsatkvæðagreiðsla mun líklega fara fram seinna í dag og segjast Demókratar ætla að styðja frumvörpin. Því lítur út fyrir að frumvörpin um hernaðaraðstoð verði samþykkt. Frumvörpin eru mjög lík sambærilegu frumvarpi sem samþykkt var í öldungadeildinni fyrir nokkrum mánuðum og er fastlega búist við því að öldungadeildarþingmenn muni samþykkja þau tiltölulega fljótt. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni skrifa undir þau. Komin til Úkraínu eftir nokkra daga Verði frumvörpin samþykkt og skrifi Biden svo undir þau, geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn gerir út þó nokkur vopnabúr í Evrópu sem innihalda hergögn eins og skotfæri fyrir stórskotalið og flugskeyti fyrir loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn segjast hafa þörf fyrir. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi í marga mánuði verið með klárar hergagnasendingar til Úkraínu. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Taívan Joe Biden Tengdar fréttir Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þrír þingmenn Repúblikanaflokksins í svokallaðri reglunefnd þingsins þvertóku fyrir að hleypa frumvörpunum úr nefnd og stefndi í að þar myndi við sitja. Demókratar í nefndinni greiddu þó atkvæði með því að leggja frumvörpin fyrir þingið. Deilur Repúblikana í nefndinni þykja til marks um mikla óreiðu í Repúblikanaflokknum en reglunefndin er iðulega undir stjórn þingforseta og samkvæmt frétt New York Times er mjög sjaldgæft að atkvæðagreiðslur þar fylgi ekki flokkslínum. Þingmennirnir þrír sem stóðu gegn frumvörpunum fengu sæti í nefndinni í viðræðum við Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, sem hópurinn sem þingmennirnir tilheyra bolaði svo úr embætti. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og því hefur tiltölulega fámennur hópur mjög svo hægri sinnaðra þingmanna haft mikil áhrif á störf þingsins á kjörtímabilinu. Störf fulltrúadeildarinnar hafa einkennst af mikilli óreiðu á kjörtímabilinu. Mike Johnson er í mjög erfiðri stöðu og er líklegt að frumvörpin geti kostað hann embættið. Farið var ítarlega yfir stöðuna vestanhafs á Vísi í gær. Stefnt er að því að leggja frumvörpin fyrir þingið á morgun, laugardag, en undirbúningsatkvæðagreiðsla mun líklega fara fram seinna í dag og segjast Demókratar ætla að styðja frumvörpin. Því lítur út fyrir að frumvörpin um hernaðaraðstoð verði samþykkt. Frumvörpin eru mjög lík sambærilegu frumvarpi sem samþykkt var í öldungadeildinni fyrir nokkrum mánuðum og er fastlega búist við því að öldungadeildarþingmenn muni samþykkja þau tiltölulega fljótt. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni skrifa undir þau. Komin til Úkraínu eftir nokkra daga Verði frumvörpin samþykkt og skrifi Biden svo undir þau, geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn gerir út þó nokkur vopnabúr í Evrópu sem innihalda hergögn eins og skotfæri fyrir stórskotalið og flugskeyti fyrir loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn segjast hafa þörf fyrir. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi í marga mánuði verið með klárar hergagnasendingar til Úkraínu.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Taívan Joe Biden Tengdar fréttir Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49
Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01