„Í sólbaði í Kólumbíu í janúar þá leið mér ekkert sérstaklega vel“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 13:32 María Eva Eyjólfsdóttir og félagar í Þrótti mæta til leiks búnar að missa marga lykilmenn og með nýjan reynslumiklann þjálfara úr karlaboltanum. Ólafur Kristjánsson er mættur í kvennaboltann og sérfræðingar Bestu markanna bíða spenntar eftir því að sjá hvort prófessorinn kunni kvennafræðin jafnvel og karlafræðin. Þetta er náttúrulega áfram bara fótbolti og þar hefur Ólafur sýnt að hann er meistaraþjálfari. Besta deild kvenna í fótbolta fer af stað í dag og það er mögum spurningum ósvarað fyrir sumarið enda miklar breytingar á mörgum liðum. Það eru líklega ekki fleiri spurningarmerki um neitt lið heldur en lið Þróttar í Laugardal sem hefur vaxið og dafnað mikið undanfarin ár. Nú hefur margt breyst í Laugardalnum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum fóru vel yfir öll liðin í upphitunarþættinum og þar á meðal ræddu þær Þróttaraliðið og allar þessar breytingar. Þær eru mjög spenntar fyrir að sjá það hvernig Ólafi Kristjánssyni tekst upp í kvennaboltanum. Mist Rúnarsdóttir er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar.S2 Sport Ólafur hefur mikla reynslu af því að þjálfa í íslenska karlaboltanum en reynir nú fyrir sér sem þjálfari í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn. Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið Sérfræðingar Helenu fóru yfir uppgang Þróttar síðustu ár en Nik Chamberlain fór með liðið upp úr miðri b-deild og gerði það að toppliði í Bestu deildinni þar sem Þróttur bætti besti árangur félagsins í bæði deild og bikar. „Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið. Í fyrra voru þær að halda áfram að því leytinu til, að mér fannst, að þær voru að taka stóru liðin. Þær unnu Val í bikarnum og unnu Blikana alla vega tvisvar yfir tímabilið. Þær voru að vinna þessa mikilvægu sigra sem er svo mikilvægt þegar þú ert í þessu uppgangsferli í átt að titlinum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Upphitun Bestu markanna: Óli Kristjáns og breytingarnar á Þróttaraliðinu „Svo urðu bara vendingar í haust. Ég er enginn Þróttari en Mist er það hér á minni hægri hönd. Það var eitthvað sem kom mér alla vega mjög mikið á óvart. Það getur verið styrkleiki að gera breytingar og fá einn nýtt þjálfarateymi. Það getur tekið tíma,“ sagði Margrét Lára. Þetta er Ólafur Kristjánsson „Þetta er Ólafur Kristjánsson og við sem þekkjum hann þá vill hann spila fótbolta og spila fótbolta á ákveðinn hátt. Svo er það spurningin hversu langan tíma tekur það og er þolinmæði á staðnum og eru leikmenn að skilja það sem hann er að leggja fyrir. Það er ákveðinn styrkleiki að hafa Ólaf Kristjánsson sem þjálfara en hvenær mun sá styrkleiki koma fram,“ sagði Margrét Lára. Ólafur Kristjánsson er tekinn við Þróttaraliðinu.Stöð 2 Sport Helena spurði Þróttarann og fótboltasérfræðinginn Mist Rúnarsdóttur um hvernig henni lítist á nýja manninn í brúnni í Laugardalnum. „Ég hef lítið verið í Laugardalnum en er mjög virkur meðlimur í Köttaraspjallinu, fylgist vel með og hlera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Ég skal orða þannig. Í sólbaði í Kólumbíu í janúar þá leið mér ekkert sérstaklega vel. Ég var komin með smá púls strax og svona. Heyrðist það líka bara á fólkinu sem ég var að hlera í Dalnum. Það er allt annað útlit núna,“ sagði Mist. Hrikalega spennandi lið í mótun „Það er búinn að vera mjög mikill stígandi í leik liðsins. Hópurinn er að taka á sig skemmtilega mynd og Óli er að gera mjög spennandi hluti þarna. Ég held að við séum að sjá hrikalega spennandi lið í mótun,“ sagði Mist. Hún talar líka um alla leikmennina sem Þróttur er búið að missa. Hér fyrir ofan má sjá uppfjöllunina um Þróttaraliðið og nýja þjálfara þess Ólaf Kristjánsson. Fyrsti leikur Bestu deildar kvenna er leikur Vals og Þór/KA í dag sem hefst klukkan 15.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Fyrsti leikur Þróttarakvenna er á móti Fylki á morgun sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.15. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Besta deild kvenna í fótbolta fer af stað í dag og það er mögum spurningum ósvarað fyrir sumarið enda miklar breytingar á mörgum liðum. Það eru líklega ekki fleiri spurningarmerki um neitt lið heldur en lið Þróttar í Laugardal sem hefur vaxið og dafnað mikið undanfarin ár. Nú hefur margt breyst í Laugardalnum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum fóru vel yfir öll liðin í upphitunarþættinum og þar á meðal ræddu þær Þróttaraliðið og allar þessar breytingar. Þær eru mjög spenntar fyrir að sjá það hvernig Ólafi Kristjánssyni tekst upp í kvennaboltanum. Mist Rúnarsdóttir er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar.S2 Sport Ólafur hefur mikla reynslu af því að þjálfa í íslenska karlaboltanum en reynir nú fyrir sér sem þjálfari í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn. Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið Sérfræðingar Helenu fóru yfir uppgang Þróttar síðustu ár en Nik Chamberlain fór með liðið upp úr miðri b-deild og gerði það að toppliði í Bestu deildinni þar sem Þróttur bætti besti árangur félagsins í bæði deild og bikar. „Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið. Í fyrra voru þær að halda áfram að því leytinu til, að mér fannst, að þær voru að taka stóru liðin. Þær unnu Val í bikarnum og unnu Blikana alla vega tvisvar yfir tímabilið. Þær voru að vinna þessa mikilvægu sigra sem er svo mikilvægt þegar þú ert í þessu uppgangsferli í átt að titlinum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Upphitun Bestu markanna: Óli Kristjáns og breytingarnar á Þróttaraliðinu „Svo urðu bara vendingar í haust. Ég er enginn Þróttari en Mist er það hér á minni hægri hönd. Það var eitthvað sem kom mér alla vega mjög mikið á óvart. Það getur verið styrkleiki að gera breytingar og fá einn nýtt þjálfarateymi. Það getur tekið tíma,“ sagði Margrét Lára. Þetta er Ólafur Kristjánsson „Þetta er Ólafur Kristjánsson og við sem þekkjum hann þá vill hann spila fótbolta og spila fótbolta á ákveðinn hátt. Svo er það spurningin hversu langan tíma tekur það og er þolinmæði á staðnum og eru leikmenn að skilja það sem hann er að leggja fyrir. Það er ákveðinn styrkleiki að hafa Ólaf Kristjánsson sem þjálfara en hvenær mun sá styrkleiki koma fram,“ sagði Margrét Lára. Ólafur Kristjánsson er tekinn við Þróttaraliðinu.Stöð 2 Sport Helena spurði Þróttarann og fótboltasérfræðinginn Mist Rúnarsdóttur um hvernig henni lítist á nýja manninn í brúnni í Laugardalnum. „Ég hef lítið verið í Laugardalnum en er mjög virkur meðlimur í Köttaraspjallinu, fylgist vel með og hlera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Ég skal orða þannig. Í sólbaði í Kólumbíu í janúar þá leið mér ekkert sérstaklega vel. Ég var komin með smá púls strax og svona. Heyrðist það líka bara á fólkinu sem ég var að hlera í Dalnum. Það er allt annað útlit núna,“ sagði Mist. Hrikalega spennandi lið í mótun „Það er búinn að vera mjög mikill stígandi í leik liðsins. Hópurinn er að taka á sig skemmtilega mynd og Óli er að gera mjög spennandi hluti þarna. Ég held að við séum að sjá hrikalega spennandi lið í mótun,“ sagði Mist. Hún talar líka um alla leikmennina sem Þróttur er búið að missa. Hér fyrir ofan má sjá uppfjöllunina um Þróttaraliðið og nýja þjálfara þess Ólaf Kristjánsson. Fyrsti leikur Bestu deildar kvenna er leikur Vals og Þór/KA í dag sem hefst klukkan 15.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Fyrsti leikur Þróttarakvenna er á móti Fylki á morgun sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.15.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira