Atvinnurekendur í Grindavík krefjast úrræða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 23:16 Mikil óvissa er enn um framtíð atvinnureksturs í bænum þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember. Vísir/Arnar Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði. Hópurinn krefst þess að þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis mæti á fund bæjarstjórnar með grindvískum fyrirtækjum sem haldinn verður þriðjudaginn næsta og hlusti á þau. Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, grindvíkingur sem rekur hárgreiðslustofu í bænum, segir uppkaup á íbúðarhúsnæði ekki nægja. „Þetta er ótrúlega snúin staða. Það er ekki nóg að kaupa okkur út úr íbúðarhúsnæði því svo situr fólk eftir með fyrirtækin sín og við getum ekki búið okkur til atvinnustarfsemi annars staðar því það er enginn sem tekur við neinu hjá okkur því allt er verðlaust í Grindavík í dag,“ segir hún. Hún segir atvinnurekendur bæjarins ekki geta beðið lengur eftir úrræðum. Rekstrargrundvöllur lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Grindavík sé ýmist horfinn eða brostinn og óvissan en gríðarleg þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember þegar bærinn var rýmdur. „Það eru í rauninni þrjár leiðir sem við sjáum fyrir fyrirtækin. Við erum mörg fyrirtæki og með mismunandi þarfir. Fyrsta úrræðið er fyrir fyrirtæki sem geta starfað í Grindavík. Svo er fyrir fyrirtæki sem þurfa að flytja og svo þau sem sjá ekki rekstrargrundvöll í Grindavík eða utan Grindavíkur og þau vilja uppkaup á húsnæði,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. „Á sama tíma og 76,4 prósent af íbúum hafa óskað eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði þola þessi mál enga bið,“ segir í bréfi sem hópurinn stílaði á þingmenn Suðurkjördæmis, bæjarstjórn Grindavíkur og atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Hópurinn krefst þess að þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis mæti á fund bæjarstjórnar með grindvískum fyrirtækjum sem haldinn verður þriðjudaginn næsta og hlusti á þau. Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, grindvíkingur sem rekur hárgreiðslustofu í bænum, segir uppkaup á íbúðarhúsnæði ekki nægja. „Þetta er ótrúlega snúin staða. Það er ekki nóg að kaupa okkur út úr íbúðarhúsnæði því svo situr fólk eftir með fyrirtækin sín og við getum ekki búið okkur til atvinnustarfsemi annars staðar því það er enginn sem tekur við neinu hjá okkur því allt er verðlaust í Grindavík í dag,“ segir hún. Hún segir atvinnurekendur bæjarins ekki geta beðið lengur eftir úrræðum. Rekstrargrundvöllur lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Grindavík sé ýmist horfinn eða brostinn og óvissan en gríðarleg þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember þegar bærinn var rýmdur. „Það eru í rauninni þrjár leiðir sem við sjáum fyrir fyrirtækin. Við erum mörg fyrirtæki og með mismunandi þarfir. Fyrsta úrræðið er fyrir fyrirtæki sem geta starfað í Grindavík. Svo er fyrir fyrirtæki sem þurfa að flytja og svo þau sem sjá ekki rekstrargrundvöll í Grindavík eða utan Grindavíkur og þau vilja uppkaup á húsnæði,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. „Á sama tíma og 76,4 prósent af íbúum hafa óskað eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði þola þessi mál enga bið,“ segir í bréfi sem hópurinn stílaði á þingmenn Suðurkjördæmis, bæjarstjórn Grindavíkur og atvinnuteymi Grindavíkurbæjar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira