Hætta að skerða örorkulífeyri við fyrstu krónu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2024 08:45 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingarnar á fundi síðar í dag. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingar á örorkulífeyriskerfinu í dag. Hann segir að breytingarnar eigi að einfalda kerfið en hann er sem dæmi að fækka bótaflokkum og setur 100 þúsund króna frítekjumark. Á vef stjórnarráðsins segir að breytingarnar feli í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi. Sérstaklega fyrir þau sem einungis fá greiðslur frá almannatryggingum eða eru með litlar aðrar tekjur en frá ríkinu. Nánar hér. Þar kemur einnig fram að markmiðið með breytingunum sé að „bæta afkomu þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri, einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum, auka hvata til atvinnuþátttöku og gera örorkulífeyriskerfið skilvirkara, gagnsærra og réttlátara.“ Þá segir að stuðningur sé aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustukerfa sé komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa. „Stjórnkerfið er búið að vera að vinna að og huga að undirbúningi breytinga í yfir 20 ár,“ segir Guðmundur Ingi en hann fór yfir breytingarnar í Bítinu í morgun á Bylgjunni. Bregðast við gagnrýni Hann segir að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir umtalsverðum breytingum. Kerfið hafi verið gagnrýnt í gegnum tíðina. Meðal annars fyrir að vera svo flókið að fólk hreinlega skilji það ekki. „Þetta er alveg rétt. Kerfið er mjög flókið og það hefur sérstaklega verið gagnrýnt að ef fólk hefur aðrar tekjur en örorkulífeyrinn frá Tryggingastofnun þá skerði það lífeyrinn frá ríkinu svo mikið að það borgi sig ekki að vinna. Fólk þorir ekki að prófa sig áfram á vinnumarkaði,“ segir Guðmundur Ingi. Til að bæta úr þessu hafi bótaflokkum verið fækkað og tekin er upp ein skerðingarprósenta í stað þess að þær séu margar á ólíka bótaflokka. „Við erum þannig líka að hætta að skerða við fyrstu krónu. Í dag, ef þú vinnur þér inn einhvern smá pening eða ert með aðrar tekjur en frá ríkinu, byrjar framfærsluuppbót strax að skerðast. Fyrir hverja krónu skerðist hún um 65 aura. Þetta tökum við burt með því að sameina bótaflokka og með því að setja inn 100 þúsund króna frítekjumark,“ segir Guðmundur Ingi og að eftir það byrji lífeyririnn að skerðast. Fólk í sambúð hækkar meira Hann segir að einnig eigi að hækka grunnlífeyririnn þannig þau sem aðeins eru með tekjur frá ríkinu hækka og að brugðist sé í frumvarpinu við gagnrýni á það að þau sem búi með öðrum hafi ekki hækkað eins mikið og þau sem búa ein. „Það er eðlilegt að þau sem búa ein fái meira vegna þess að það er dýrara að búa einn. En á undanförnum árum hafa hækkanir frekar komið til þeirra sem búa ein og við erum að reyna að rétta þetta af aftur,“ segir hann að þannig hækki þau meira í þessari kerfisbreytingu sem ekki búa ein, heldur en þau sem búa ein. „Þetta er réttlætismál vegna þess að í fyrsta lagi viljum við hækka grunninn til allra en í öðru lagi, ef þú býrð með öðrum, ert í hjónabandi og makinn er með miklu hærri tekjur, þú ert háður honum. Þannig þetta er viðleitni í því að stíga þá átt að auka frelsi fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Þannig sé verið með kerfisbreytingunum að svara þeirri gagnrýni sem hafi komið fram á síðustu árum. Hann segir að kerfið hafi orðið flóknara og flóknara með tímanum. Það hafi verið gerðir tilraunir til að bæta það en að það hafi verið plástrar á sár. „Við ætlum að rífa plástrana af og búa til heildstætt kerfi. Sem verður einfaldara að bæta kjör örorkulífeyrisþega í framtíðinni.“ Taka gildi á næsta ári Kerfisbreytingarnar taka gildi þann 1. september á næsta ári, 2025. Þau hafi í fyrstu stefnt á 1. janúar en að það hafi tekið lengri tíma en þau áætluðu að gera frumvarpið og svo þurfi Tryggingastofnun tíma til að aðlaga sig að breytingunum og koma í framkvæmd. Guðmundur Ingi segir að samtök eins og Þroskahjálp og ÖBÍ hafi gefið sínar athugasemdir á kerfisbreytingarnar. Samtökin hafi sem dæmi viljað betri kjarabætur. „En við verðum að búa til kerfi sem getur virkar þannig að það sé auðveldra að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Það er mitt markmið.“ Guðmundur Ingi segir að með breytingunum sé einnig tekið á ýmsu sem varðar endurhæfingu fólks. Ef það slasast, veikist eða verður fyrir áfalli og dettur af vinnumarkaði séu kerfi sem grípa þau, annað hvort í heilbrigðiskerfinu eða félagskerfinu. „Það sem við erum að gera með þessu frumvarpi og þessum breytingum er að við erum að skylda þessa endurhæfingaraðila til að vinna meira saman,“ segir hann og að þannig eigi að koma í veg fyrir að fólk fari á milli aðila og fái enga meðferð. Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Bítið Tengdar fréttir „Síðustu tvö ár hafa verið helvíti“ Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. 21. apríl 2024 08:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins segir að breytingarnar feli í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi. Sérstaklega fyrir þau sem einungis fá greiðslur frá almannatryggingum eða eru með litlar aðrar tekjur en frá ríkinu. Nánar hér. Þar kemur einnig fram að markmiðið með breytingunum sé að „bæta afkomu þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri, einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum, auka hvata til atvinnuþátttöku og gera örorkulífeyriskerfið skilvirkara, gagnsærra og réttlátara.“ Þá segir að stuðningur sé aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustukerfa sé komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa. „Stjórnkerfið er búið að vera að vinna að og huga að undirbúningi breytinga í yfir 20 ár,“ segir Guðmundur Ingi en hann fór yfir breytingarnar í Bítinu í morgun á Bylgjunni. Bregðast við gagnrýni Hann segir að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir umtalsverðum breytingum. Kerfið hafi verið gagnrýnt í gegnum tíðina. Meðal annars fyrir að vera svo flókið að fólk hreinlega skilji það ekki. „Þetta er alveg rétt. Kerfið er mjög flókið og það hefur sérstaklega verið gagnrýnt að ef fólk hefur aðrar tekjur en örorkulífeyrinn frá Tryggingastofnun þá skerði það lífeyrinn frá ríkinu svo mikið að það borgi sig ekki að vinna. Fólk þorir ekki að prófa sig áfram á vinnumarkaði,“ segir Guðmundur Ingi. Til að bæta úr þessu hafi bótaflokkum verið fækkað og tekin er upp ein skerðingarprósenta í stað þess að þær séu margar á ólíka bótaflokka. „Við erum þannig líka að hætta að skerða við fyrstu krónu. Í dag, ef þú vinnur þér inn einhvern smá pening eða ert með aðrar tekjur en frá ríkinu, byrjar framfærsluuppbót strax að skerðast. Fyrir hverja krónu skerðist hún um 65 aura. Þetta tökum við burt með því að sameina bótaflokka og með því að setja inn 100 þúsund króna frítekjumark,“ segir Guðmundur Ingi og að eftir það byrji lífeyririnn að skerðast. Fólk í sambúð hækkar meira Hann segir að einnig eigi að hækka grunnlífeyririnn þannig þau sem aðeins eru með tekjur frá ríkinu hækka og að brugðist sé í frumvarpinu við gagnrýni á það að þau sem búi með öðrum hafi ekki hækkað eins mikið og þau sem búa ein. „Það er eðlilegt að þau sem búa ein fái meira vegna þess að það er dýrara að búa einn. En á undanförnum árum hafa hækkanir frekar komið til þeirra sem búa ein og við erum að reyna að rétta þetta af aftur,“ segir hann að þannig hækki þau meira í þessari kerfisbreytingu sem ekki búa ein, heldur en þau sem búa ein. „Þetta er réttlætismál vegna þess að í fyrsta lagi viljum við hækka grunninn til allra en í öðru lagi, ef þú býrð með öðrum, ert í hjónabandi og makinn er með miklu hærri tekjur, þú ert háður honum. Þannig þetta er viðleitni í því að stíga þá átt að auka frelsi fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Þannig sé verið með kerfisbreytingunum að svara þeirri gagnrýni sem hafi komið fram á síðustu árum. Hann segir að kerfið hafi orðið flóknara og flóknara með tímanum. Það hafi verið gerðir tilraunir til að bæta það en að það hafi verið plástrar á sár. „Við ætlum að rífa plástrana af og búa til heildstætt kerfi. Sem verður einfaldara að bæta kjör örorkulífeyrisþega í framtíðinni.“ Taka gildi á næsta ári Kerfisbreytingarnar taka gildi þann 1. september á næsta ári, 2025. Þau hafi í fyrstu stefnt á 1. janúar en að það hafi tekið lengri tíma en þau áætluðu að gera frumvarpið og svo þurfi Tryggingastofnun tíma til að aðlaga sig að breytingunum og koma í framkvæmd. Guðmundur Ingi segir að samtök eins og Þroskahjálp og ÖBÍ hafi gefið sínar athugasemdir á kerfisbreytingarnar. Samtökin hafi sem dæmi viljað betri kjarabætur. „En við verðum að búa til kerfi sem getur virkar þannig að það sé auðveldra að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Það er mitt markmið.“ Guðmundur Ingi segir að með breytingunum sé einnig tekið á ýmsu sem varðar endurhæfingu fólks. Ef það slasast, veikist eða verður fyrir áfalli og dettur af vinnumarkaði séu kerfi sem grípa þau, annað hvort í heilbrigðiskerfinu eða félagskerfinu. „Það sem við erum að gera með þessu frumvarpi og þessum breytingum er að við erum að skylda þessa endurhæfingaraðila til að vinna meira saman,“ segir hann og að þannig eigi að koma í veg fyrir að fólk fari á milli aðila og fái enga meðferð.
Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Bítið Tengdar fréttir „Síðustu tvö ár hafa verið helvíti“ Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. 21. apríl 2024 08:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Síðustu tvö ár hafa verið helvíti“ Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. 21. apríl 2024 08:01