Streymi GameTíví má finna á Stöð 2 eSport, Twitchsíðu GameTíví og hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan átta í kvöld.
Samvinna og hryllingur í GameTíví

Strákarnir í GameTíví munu þurfa að láta reyna á bæði taugarnar og samvinnuna í kvöld. Fyrst munu strákarnir prófa leikinn Content Warning en því næst ætla þeir í hryllingsleikinn Don't Scream.