Fyrir leik var ljóst að með sigri myndi Inter tryggja sér titilinn en liðin eru í 1. og 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Spennustigið var því nokkuð hátt og en Inter hefur verið nær óstöðvandi á leiktíðinni og kom varnarmaðurinn Francesco Acerbi þeim yfir á 18. mínútu eftir undirbúning Benjamin Pavard.
Nel posto giusto al momento giusto #MilanInter 0-1 pic.twitter.com/yr4pgd5eGD
— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024
Reyndist það eina mark fyrri hálfleik en á sama tíma fóru þrjú gul spjöld á loft. Mörkunum og spjöldunum átti eftir að fjölga í síðari hálfleik. Marcus Thuram bætti öðru marki Inter við strax í upphafi síðari hálfleiks og Inter farið að kæla kampavínið.
@MarcusThuram #MilanInter pic.twitter.com/ZiW1UtHv1S
— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024
Fikayo Tomori minnkaði muninn á 80. mínútu eftir að boltinn barst til hans eftir að Yann Sommer hafði varið skot í stöngina. Það var svo undir lok venjulegs leiktíma sem allt sauð upp úr.
Simone Inzaghi, þjálfari, Inter fékk gult spjald fyrir óíþróttamannslega framkomu. Tveir leikmenn AC Milan fengu svo gul spjöld áður en þrjú rauð spjöld fóru á loft eftir hálfgerð hópslagsmál þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma.

Denzel Dumfries sá rautt í liði Inter á meðan Theo Hernandez og Davide Calabria sáu rautt í liði AC Milan.
Mood: CAMPIONI #MilanInter | @Inter pic.twitter.com/bahv6PqewQ
— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024
Það breytti því ekki að leiknum lauk með 2-1 sigri Inter sem er orðið Ítalíumeistari í 20. skipti.