Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2024 06:47 Tjaldbúðir við Columbia University. AP/Stefan Jeremiah Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. Mótmæli hafa staðið yfir við háskólana um nokkurt skeið og þá hafa tjaldbúðir risið síðustu daga. Að minnsta kosti 47 voru handteknir við Yale í gær samkvæmt yfirlýsingu stjórnenda háskólans en þeir höfðu ítrekað biðlað til nemenda, sem töldu nokkur hundruð, að yfirgefa háskólasvæðið. Þeir sem voru handteknir munu sæta agaviðurlögum. Í New York lét lögregla til skarar skríða þegar kvöldaði en þar höfðu hundruð mótmælenda hafnað fyrirskipun stjórnenda New York University um að yfirgefa Gould-torg, skammt frá skólanum. Myndskeið sýna lögreglu taka niður tjöld og lenda í samstuði við mótmælendur. Mótmælin hafa meðal annars snúið að því að skólarnir hætti að fjárfesta í fyrirtækjum í vopnaframleiðslu og fyrirtækjum með tengsl við Ísrael. Ríflega hundrað nemendur voru handteknir við Columbia University á fimmtudag og í gær var tilkynnt að allir tímar færu fram um fjarfundabúnað. Fjöldi kennara við skólann hefur gengið út og lagt niður kennslu vegna ákvörðunar skólastjórnenda að biðja um aðstoð lögreglu við að taka niður tjaldbúðir við skólann. Mótmælin hafa breitt úr sér og fjöldafundir verið haldnir við marga háskóla í Bandaríkjunum. Þá hafa tjaldbúðir risið við fleiri skóla, til að mynda MIT og Emerson College. Guardian greindi frá. Bandaríkin Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Mótmæli hafa staðið yfir við háskólana um nokkurt skeið og þá hafa tjaldbúðir risið síðustu daga. Að minnsta kosti 47 voru handteknir við Yale í gær samkvæmt yfirlýsingu stjórnenda háskólans en þeir höfðu ítrekað biðlað til nemenda, sem töldu nokkur hundruð, að yfirgefa háskólasvæðið. Þeir sem voru handteknir munu sæta agaviðurlögum. Í New York lét lögregla til skarar skríða þegar kvöldaði en þar höfðu hundruð mótmælenda hafnað fyrirskipun stjórnenda New York University um að yfirgefa Gould-torg, skammt frá skólanum. Myndskeið sýna lögreglu taka niður tjöld og lenda í samstuði við mótmælendur. Mótmælin hafa meðal annars snúið að því að skólarnir hætti að fjárfesta í fyrirtækjum í vopnaframleiðslu og fyrirtækjum með tengsl við Ísrael. Ríflega hundrað nemendur voru handteknir við Columbia University á fimmtudag og í gær var tilkynnt að allir tímar færu fram um fjarfundabúnað. Fjöldi kennara við skólann hefur gengið út og lagt niður kennslu vegna ákvörðunar skólastjórnenda að biðja um aðstoð lögreglu við að taka niður tjaldbúðir við skólann. Mótmælin hafa breitt úr sér og fjöldafundir verið haldnir við marga háskóla í Bandaríkjunum. Þá hafa tjaldbúðir risið við fleiri skóla, til að mynda MIT og Emerson College. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira