Kári Vagn náði níu pílna leik og stefnir á Ally Pally Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2024 11:01 Kári Vagn æltar sér í Ally Pally. Vísir/Bjarni Einarsson Hann er aðeins tólf ára en náði á dögunum að kasta fyrir níu pílna leik. Kári Vagn ætlar sér alla leið í sportinu. Kári Vagn Birkisson verður þrettán ára í maí. Á æfingu á dögunum kastaði Kári níu pílum í spjaldið og kláraði þannig 501. Níu pílna leikur er það erfiðasta sem þekkist í pílu. Aðeins þeir allra bestu ná slíku afreki en ekki er hægt að klára 501 á færri pílum en níu. Kári hefur æft pílu með Pílukastfélagi Kópavogs í rúmlega ár og náð ótrúlegum framförum á þeim tíma. „Stundum æfi ég alveg upp í þrjá tíma á dag, en það er bara misjafnt. Ég æfi mikið heima hjá mér og hjá PFK, Pílufélagi Kópavogs. Það eru alveg margir að æfa, kannski tvö hundruð eða eitthvað,“ sagði Kári Vagn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Kári kallar sig Vagnstjórann í píluheiminum. Future of Icelandic darts is in good hands! 12 year old Kári Vagn hit a 9 darter in practice yesterday 🎯🎯 #darts pic.twitter.com/5jNKmoCw5b— Matthías Örn (@mattiorn) April 19, 2024 „Ég var bara að horfa á pílu í sjónvarpinu og frændi minn átti píluspjald heima og ég bara byrjaði að spila þar.“ En hvernig leið honum þegar hann náði níu pílna leik? „Ég var bara mjög glaður og ánægður þegar ég náði þessu. Ég hef einu sinni náð ellefu pílna leik en það var fyrir svona tveimur mánuðum. Mig langar auðvitað að fara einn daginn og keppa í Ally Pally á heimsmeistaramótinu,“ segir Kári en árlega fer það mót fram í London og er mótið orðið gríðarlega vinsælt.“ Faðir hans er líkamsræktarþjálfarinn Birkir Vagn Ómarsson og hefur hann fylgst grannt með drengnum frá byrjun. „Hann byrjaði í fótbolta og svo fór hann í körfu og hann er enn þá að æfa það. En svo kom þessi píluáhugi. Hann er búinn að æfa sig mjög vel og þetta er bara ein hreyfing, og í rauninni vöðvaminnisæfing. Þetta er bara flott hjá honum,“ segir Birkir en hvernig er pabbinn í pílu? „Allt í lagi, ekki gott,“ segir Birkir. „Ég er alltaf að vinna hann,“ segir Kári að lokum. Pílukast Krakkar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Kári Vagn Birkisson verður þrettán ára í maí. Á æfingu á dögunum kastaði Kári níu pílum í spjaldið og kláraði þannig 501. Níu pílna leikur er það erfiðasta sem þekkist í pílu. Aðeins þeir allra bestu ná slíku afreki en ekki er hægt að klára 501 á færri pílum en níu. Kári hefur æft pílu með Pílukastfélagi Kópavogs í rúmlega ár og náð ótrúlegum framförum á þeim tíma. „Stundum æfi ég alveg upp í þrjá tíma á dag, en það er bara misjafnt. Ég æfi mikið heima hjá mér og hjá PFK, Pílufélagi Kópavogs. Það eru alveg margir að æfa, kannski tvö hundruð eða eitthvað,“ sagði Kári Vagn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Kári kallar sig Vagnstjórann í píluheiminum. Future of Icelandic darts is in good hands! 12 year old Kári Vagn hit a 9 darter in practice yesterday 🎯🎯 #darts pic.twitter.com/5jNKmoCw5b— Matthías Örn (@mattiorn) April 19, 2024 „Ég var bara að horfa á pílu í sjónvarpinu og frændi minn átti píluspjald heima og ég bara byrjaði að spila þar.“ En hvernig leið honum þegar hann náði níu pílna leik? „Ég var bara mjög glaður og ánægður þegar ég náði þessu. Ég hef einu sinni náð ellefu pílna leik en það var fyrir svona tveimur mánuðum. Mig langar auðvitað að fara einn daginn og keppa í Ally Pally á heimsmeistaramótinu,“ segir Kári en árlega fer það mót fram í London og er mótið orðið gríðarlega vinsælt.“ Faðir hans er líkamsræktarþjálfarinn Birkir Vagn Ómarsson og hefur hann fylgst grannt með drengnum frá byrjun. „Hann byrjaði í fótbolta og svo fór hann í körfu og hann er enn þá að æfa það. En svo kom þessi píluáhugi. Hann er búinn að æfa sig mjög vel og þetta er bara ein hreyfing, og í rauninni vöðvaminnisæfing. Þetta er bara flott hjá honum,“ segir Birkir en hvernig er pabbinn í pílu? „Allt í lagi, ekki gott,“ segir Birkir. „Ég er alltaf að vinna hann,“ segir Kári að lokum.
Pílukast Krakkar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira