Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Rafn Ágúst Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. apríl 2024 21:13 Jóhann Páll segist ekki skilja hvað ríkisstjórninni gengur til. Vísir/Samsett Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. „Það sem er stórhættulegt í þessu frumvarpi er ákvæðið um ótímabundin rekstrarleyfi og bráðabirgðaákvæði um að öll leyfi sem gefin hafa verið út með tímabundnum hætti verði ótímabundin. Hér er verið að fara í þveröfuga átt við það sem er að gerast í Noregi til dæmis. Þar sem var skrifað sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar jafnaðarmanna og fleiri flokka að héðan í frá yrðu einvörðungu gefin út tímabundin leyfi til sjókvíaeldis,“ segir Jóhann. Klippa: Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar er sama sinnis og Jóhann og sakar ríkisstjórnina um sérhagsmunagæslu sem fer þvert á vilja þjóðarinnar. Frumvarp um lagareldi sé tímabært og nauðsynlegt en tryggja þurfi réttlátan arð þjóðarinnar af þessari auðlind. „Hér er verið að bregðast við áfellisdómi frá ríkisendurskoðanda yfir stjórnsýslunni í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það á að laga stjórnsýsluna, það á að tryggja umhverfisþáttinn og það á að tryggja hag þessara byggðalaga sem eiga allt undir þessari atvinnugrein,“ segir hún. „Það verður enginn friður“ Jóhann Páll segir mikilvægt að gerður sé sterkur lagarammi um fiskeldi til að atvinnugreinin geti vaxið í lágmarkssátt við þjóðina. Þýðir þetta að ríkið myndi aldrei ná þessu til sín aftur? „Já, stutta svarið er ef marka má reynsluna, að minnsta kosti nota þau þetta sem afsökun fyrir því að það verði gert vegna þess að það hafa þau gert í sjávarútveginum í áratugi,“ segir Hanna Katrín. „Ég bara skil ekki hvernig ríkisstjórninni dettur í hug að hún komist upp með þetta. Það verður enginn friður um þetta. Ég get alveg lofað því,“ segir Jóhann Páll. Jóhann segir að sé hægt að ná sátt um að breyta ákvæðinu um ótímabundnar leyfisveitingar og fleirum geti náðst samstaða um heildarlöggjöf um fiskeldi. „Það er ýmislegt sem þarf að skoða mjög vandlega í þessu frumvarpi,“ segir hann. Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
„Það sem er stórhættulegt í þessu frumvarpi er ákvæðið um ótímabundin rekstrarleyfi og bráðabirgðaákvæði um að öll leyfi sem gefin hafa verið út með tímabundnum hætti verði ótímabundin. Hér er verið að fara í þveröfuga átt við það sem er að gerast í Noregi til dæmis. Þar sem var skrifað sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar jafnaðarmanna og fleiri flokka að héðan í frá yrðu einvörðungu gefin út tímabundin leyfi til sjókvíaeldis,“ segir Jóhann. Klippa: Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar er sama sinnis og Jóhann og sakar ríkisstjórnina um sérhagsmunagæslu sem fer þvert á vilja þjóðarinnar. Frumvarp um lagareldi sé tímabært og nauðsynlegt en tryggja þurfi réttlátan arð þjóðarinnar af þessari auðlind. „Hér er verið að bregðast við áfellisdómi frá ríkisendurskoðanda yfir stjórnsýslunni í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það á að laga stjórnsýsluna, það á að tryggja umhverfisþáttinn og það á að tryggja hag þessara byggðalaga sem eiga allt undir þessari atvinnugrein,“ segir hún. „Það verður enginn friður“ Jóhann Páll segir mikilvægt að gerður sé sterkur lagarammi um fiskeldi til að atvinnugreinin geti vaxið í lágmarkssátt við þjóðina. Þýðir þetta að ríkið myndi aldrei ná þessu til sín aftur? „Já, stutta svarið er ef marka má reynsluna, að minnsta kosti nota þau þetta sem afsökun fyrir því að það verði gert vegna þess að það hafa þau gert í sjávarútveginum í áratugi,“ segir Hanna Katrín. „Ég bara skil ekki hvernig ríkisstjórninni dettur í hug að hún komist upp með þetta. Það verður enginn friður um þetta. Ég get alveg lofað því,“ segir Jóhann Páll. Jóhann segir að sé hægt að ná sátt um að breyta ákvæðinu um ótímabundnar leyfisveitingar og fleirum geti náðst samstaða um heildarlöggjöf um fiskeldi. „Það er ýmislegt sem þarf að skoða mjög vandlega í þessu frumvarpi,“ segir hann.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47
Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11
Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36