Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslunni, segir í samtali við fréttastofu að þyrlan hafi verið kölluð út á mesta forgangi á öðrum tímanum. Henni var flogið norður þaðan sem hún tók á loft með þann slasaða rétt upp úr klukkan þrjú. Óvíst væri hvort henni yrði flogið á sjúkrahúsið á Akureyri eða suður á Landspítalann.
Fréttastofa hefur ekki frekari upplýsingar um slysið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.