Svona var stemmningin á lokaspretti forsetaefnanna í Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa 26. apríl 2024 08:26 Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi til forseta yfirgefur Hörpu í morgun. RAX Tólf gengu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í Reykjavík fyrir hádegi í dag þar sem þau skiluðu inn framboði til embættis forseta Íslands, auk lista yfir meðmælendur. Heimir Már Pétursson fréttamaður tók forsetaefnin tali á þessum tímamótum, en framboðin verða svo endanlega staðfest lögleg þann 2. maí. Ásdís Rán fyrst á staðinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir var fyrst frambjóðenda að mæta á staðinn og sagðist hafa fengið rosalega góða þjálfun erlendis, verið í hálfgerðu sendiherrastarfi að kynna land og þjóð um allan heim. Hún sagðist vera mjög hæf til að taka að sér starf forseta Íslands. Ásdís Rán Gunnarsdóttir í Hörpu í dag.Vísir/RAX Ásdís Rán sagði að hún treysti sér sannarlega til að leiða stjórnarmyndunarviðræður. Ef hún gæti flogið þremur gerðum af þyrlum þá gæti hún tekið ákvarðanir fyrir þjóðina. Eiríkur Ingi annar Annar var Eiríkur Ingi Jóhannsson. Hann sagðist hafa safnað nánast öllum 1.500 meðmælunum á pappír og séð um það sjálfur. Eiríkur Ingi hjá landskjörstjórn.Vísir/RAX Hann skilgreinir sitt erindi á Bessastaði þannig að hann vill auka lýðræði og aðskilja löggjafar- og framkvæmdavaldið. Óvæntur frambjóðandi þriðji Þriðji frambjóðandinn til að mæta á fund landskjörstjórnar var var Viktor nokkur Traustason. Hann hafði ekki haft hátt um framboð sitt en sagði í samtali við Heimi Má að það vanti í umræðuna alvöru stefnumál og markvissa stefnu. Viktor Traustason var óvæntur gestur landskjörstjórnar í dag.Vísir/RAX Viktor er spurður út í reynslu sína. Hann segist einfaldlega hafa lifað lífinu. Hann segist vera á milli starfa, eða vera atvinnulaus aumingi. Hann hefði aldrei haft tíma til að gera þetta ef hann væri ekki á milli starfa. Fjórði maðurinn ætlar að reima á sig skóna Arnar Þór Jónsson lögmaður var fjórði. Hann sagðist nú þurfa að reima á sig skóna og lætur fjölmiðla ekki segja sér að leikurinn sé afgreiddur. Arnar Þór Jónsson lögmaður. Vísir/RAX Arnar Þór sagðist telja að runnir séu upp mjög alvarlegir tímar. Þjóðin verði að taka ábyrgð á framtíð og nútíð og forseti geti ekki verið í veislum og partýjum. Hann þurfi að axla ábyrgð sína og hafa augun á þeirri löggjöf sem streymi inn í gegnum alfarið. Við séum í bremslulausu stjórnarfari. Forseti verði að hafa eftirlit með því sem sé að gerast - fylgjast með þeim lögum sem eru að streyma í gegn. Halla Tómasdóttir fimmta Halla Tómasdóttir var fimmta til að mæta á fund landskjörstjórnar. Hún sagðist rétt að koma út úr búningsherberginu og samtalið við þjóðina væri að hefjast. Halla Tómasdóttir í Hörpu í dag. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ræðir við fréttamann fyrir aftan. Vísir/RAX Halla sagði að því bæri að fagna að svo margir vilji taka þátt og vera í þjónustu við þjóðina. Hún velji að gera gagn í sínu lífi og sé full bjartsýni sem hún velji með sól í hjarta. Steinunn Ólína sjötta og undirskriftarlisti í pípunum Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var sjötta. Hún sagði daginn vera fallegan – stóran dag því í dag ætli hún að biðja íslensku þjóðina um að skrifa undir undirskriftarlista og skora á íslensk stjórnvöld að hafna frumvarpi um lagareldi sem kveði á um að gefa auðlindir þjóðarinar endurgjaldslaust til allrar frambúðar. Hún segir aðalerindi sitt á Bessastaði vera að verða forseti sem treystir sér til að standa alltaf með hagsmunum fólksins í landinu. Ástþór 007 Ástþór Magnússon var sjöundi á staðinn. Hann benti á að hann væri númer sjö, 007, og þetta sé sjöundi forsetinn sem verði kosinn. Ástþór Magnússon afhendir sitt framboð.Vísir/RAX Ástþór vakti í viðtali athygli á bók sinni Virkjum Bessastaði. Þar sé svarið við því hvers vegna hann sé að bjóða sig fram. Þar sé stefnuskráin, það sem Ísland þurfi að gera til að afstýra styrjöld. Baldur og Felix númer átta Baldur Þórhallsson var áttundi á fund landskjörstjórnar. Hann mætti með Felix Bergssyni, eiginmanni sínum. Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson skrá sig inn í Hörpu.Vísir/RAX Baldur segir mjög mikilvægt að forseti líti yfir öxlina á þingheimi til að tryggja að þingið fari ekki fram úr sér. Forsetinn grípi í neyðarhemil ef þingið fer fram úr sér. Þeir Felix vilji nýta dagskrárvald forseta; mannréttindi barna og ungmenna aðalmál. Draumur að við stöndum fremst meðal þjóða varðandi málefni ungs fólks. Líka í jafnréttismálum. Myndi vilja taka á geðheilsbrigðismálum, vaxandi vanlíða, lestri og lesskilningi. Kalla ólíka hópa fólks saman sem eru að vinna að málefnum ungs fólks - finna sameiginlega fleti til að vinna með til að lyfta málaflokknum á hærra plan. Eftir fjögur ár hafi árangur náðst. Þjóðleg gleði hjá þeim níunda Jón Gnarr er níundi. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hve mörgum meðmælum hann hafi náð. Allavega lágmarkinu. Jón segir að hann myndi vilja dreifa þjóðlegri gleði til þjóðarinnar, aðspurður um erindi sitt. Jón Gnarr ræðir við Heimi Má Pétursson fréttamann.Vísir/RAX Hann segist treysta Alþingi mjög vel, sé talsmaður lýðræðis og ekki hrifinn af einræði nema í undantekningartilfellum. Myndi reyna að sinna vel öllum skyldum og starfi, en aukræðis gera það gleðilega. Halla Hrund tíunda Halla Hrund Logadóttir var tíunda til að skila inn framboði sínu. Hún segist vilja að forseti styðji allt hið góða og sái þeim fræjum með allri þjóðinni sem muni gera að verkum að framtíðin verði ekki bara mín og þín heldur komandi kynslóða. Framtíðin eigi landið að. Halla Hrund Logadóttir í Hörpu í dag.Vísir/RAX Halla Hrund segist vilja fara varlega með málskotsréttinn. Ef upp komi ákaflega sérstakar aðstæður þá skipti máli að forseti sé ekki flokkspólitískur, skilji gangverk stjórnmála - þar nýtist henni reynslan úr orkumálum. Nefnir auðlindamál sem dæmi eða mannréttindi. En þingið eigi að virka sem allra best. Katrín ellefta Katrín Jakobsdóttir var ellefta í röð frambjóðenda til að mæta á fund landskjörstjórnar. Hún sagði að vel hefði gengið vel að safna meðmælum. Hún sagði að forsetinn eigi að vera sameiningarafl, ekki bara sameiningartákn. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og Bergþóra Benediktsdóttir sem stýrir framboði hennar. Vísir/RAX Samfélagið sé orðið fjölbreyta og um leið ríkara. Slíkt kalli á að forystufólk í samfélaginu tryggi rætur í sögunni. Helga tólfta Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar var tólfti frambjóðandinn sem mætti í hús. Hún sagðist eiga von því að koma á Hörpu á tónleika en að þetta er stórkostleg stund. Hún sagði þetta hafa verið blöndu af rafrænum og pappírsmeðmælum. Helga Þórisdóttir ræðir við Heimi Má.Vísir/RAX Helga segist vinna fyrir mikilli hamingju og stuðningi. Gaman hafi verið að fara um landið og finna stuðninginn. Þrettándi maðurinn óvæntur Kristín Edwald, Formaður landskjörstjórnar, staðfesti upp úr klukkan 12 að tólf frambjóendur hefðu skilað inn framboði. Fimm hafi gert það einungis með rafrænum meðmælendum, en sjö bæði rafrænt og á pappír. Kristín sagði að aldrei hafi svo margir skilað inn framboði til forseta Íslands. Í yfirlýsingu frá landskjörstjórn að þrettándi frambjóðandinn hafi skilað inn framboði til forseta með rafrænum hætti. Það hafi verið Kári Vilmundarson Hansen. Hægt er að sjá útsendingu fréttastofunnar í heild sinni í spilaranum að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Harpa Forseti Íslands Reykjavík Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður tók forsetaefnin tali á þessum tímamótum, en framboðin verða svo endanlega staðfest lögleg þann 2. maí. Ásdís Rán fyrst á staðinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir var fyrst frambjóðenda að mæta á staðinn og sagðist hafa fengið rosalega góða þjálfun erlendis, verið í hálfgerðu sendiherrastarfi að kynna land og þjóð um allan heim. Hún sagðist vera mjög hæf til að taka að sér starf forseta Íslands. Ásdís Rán Gunnarsdóttir í Hörpu í dag.Vísir/RAX Ásdís Rán sagði að hún treysti sér sannarlega til að leiða stjórnarmyndunarviðræður. Ef hún gæti flogið þremur gerðum af þyrlum þá gæti hún tekið ákvarðanir fyrir þjóðina. Eiríkur Ingi annar Annar var Eiríkur Ingi Jóhannsson. Hann sagðist hafa safnað nánast öllum 1.500 meðmælunum á pappír og séð um það sjálfur. Eiríkur Ingi hjá landskjörstjórn.Vísir/RAX Hann skilgreinir sitt erindi á Bessastaði þannig að hann vill auka lýðræði og aðskilja löggjafar- og framkvæmdavaldið. Óvæntur frambjóðandi þriðji Þriðji frambjóðandinn til að mæta á fund landskjörstjórnar var var Viktor nokkur Traustason. Hann hafði ekki haft hátt um framboð sitt en sagði í samtali við Heimi Má að það vanti í umræðuna alvöru stefnumál og markvissa stefnu. Viktor Traustason var óvæntur gestur landskjörstjórnar í dag.Vísir/RAX Viktor er spurður út í reynslu sína. Hann segist einfaldlega hafa lifað lífinu. Hann segist vera á milli starfa, eða vera atvinnulaus aumingi. Hann hefði aldrei haft tíma til að gera þetta ef hann væri ekki á milli starfa. Fjórði maðurinn ætlar að reima á sig skóna Arnar Þór Jónsson lögmaður var fjórði. Hann sagðist nú þurfa að reima á sig skóna og lætur fjölmiðla ekki segja sér að leikurinn sé afgreiddur. Arnar Þór Jónsson lögmaður. Vísir/RAX Arnar Þór sagðist telja að runnir séu upp mjög alvarlegir tímar. Þjóðin verði að taka ábyrgð á framtíð og nútíð og forseti geti ekki verið í veislum og partýjum. Hann þurfi að axla ábyrgð sína og hafa augun á þeirri löggjöf sem streymi inn í gegnum alfarið. Við séum í bremslulausu stjórnarfari. Forseti verði að hafa eftirlit með því sem sé að gerast - fylgjast með þeim lögum sem eru að streyma í gegn. Halla Tómasdóttir fimmta Halla Tómasdóttir var fimmta til að mæta á fund landskjörstjórnar. Hún sagðist rétt að koma út úr búningsherberginu og samtalið við þjóðina væri að hefjast. Halla Tómasdóttir í Hörpu í dag. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ræðir við fréttamann fyrir aftan. Vísir/RAX Halla sagði að því bæri að fagna að svo margir vilji taka þátt og vera í þjónustu við þjóðina. Hún velji að gera gagn í sínu lífi og sé full bjartsýni sem hún velji með sól í hjarta. Steinunn Ólína sjötta og undirskriftarlisti í pípunum Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var sjötta. Hún sagði daginn vera fallegan – stóran dag því í dag ætli hún að biðja íslensku þjóðina um að skrifa undir undirskriftarlista og skora á íslensk stjórnvöld að hafna frumvarpi um lagareldi sem kveði á um að gefa auðlindir þjóðarinar endurgjaldslaust til allrar frambúðar. Hún segir aðalerindi sitt á Bessastaði vera að verða forseti sem treystir sér til að standa alltaf með hagsmunum fólksins í landinu. Ástþór 007 Ástþór Magnússon var sjöundi á staðinn. Hann benti á að hann væri númer sjö, 007, og þetta sé sjöundi forsetinn sem verði kosinn. Ástþór Magnússon afhendir sitt framboð.Vísir/RAX Ástþór vakti í viðtali athygli á bók sinni Virkjum Bessastaði. Þar sé svarið við því hvers vegna hann sé að bjóða sig fram. Þar sé stefnuskráin, það sem Ísland þurfi að gera til að afstýra styrjöld. Baldur og Felix númer átta Baldur Þórhallsson var áttundi á fund landskjörstjórnar. Hann mætti með Felix Bergssyni, eiginmanni sínum. Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson skrá sig inn í Hörpu.Vísir/RAX Baldur segir mjög mikilvægt að forseti líti yfir öxlina á þingheimi til að tryggja að þingið fari ekki fram úr sér. Forsetinn grípi í neyðarhemil ef þingið fer fram úr sér. Þeir Felix vilji nýta dagskrárvald forseta; mannréttindi barna og ungmenna aðalmál. Draumur að við stöndum fremst meðal þjóða varðandi málefni ungs fólks. Líka í jafnréttismálum. Myndi vilja taka á geðheilsbrigðismálum, vaxandi vanlíða, lestri og lesskilningi. Kalla ólíka hópa fólks saman sem eru að vinna að málefnum ungs fólks - finna sameiginlega fleti til að vinna með til að lyfta málaflokknum á hærra plan. Eftir fjögur ár hafi árangur náðst. Þjóðleg gleði hjá þeim níunda Jón Gnarr er níundi. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hve mörgum meðmælum hann hafi náð. Allavega lágmarkinu. Jón segir að hann myndi vilja dreifa þjóðlegri gleði til þjóðarinnar, aðspurður um erindi sitt. Jón Gnarr ræðir við Heimi Má Pétursson fréttamann.Vísir/RAX Hann segist treysta Alþingi mjög vel, sé talsmaður lýðræðis og ekki hrifinn af einræði nema í undantekningartilfellum. Myndi reyna að sinna vel öllum skyldum og starfi, en aukræðis gera það gleðilega. Halla Hrund tíunda Halla Hrund Logadóttir var tíunda til að skila inn framboði sínu. Hún segist vilja að forseti styðji allt hið góða og sái þeim fræjum með allri þjóðinni sem muni gera að verkum að framtíðin verði ekki bara mín og þín heldur komandi kynslóða. Framtíðin eigi landið að. Halla Hrund Logadóttir í Hörpu í dag.Vísir/RAX Halla Hrund segist vilja fara varlega með málskotsréttinn. Ef upp komi ákaflega sérstakar aðstæður þá skipti máli að forseti sé ekki flokkspólitískur, skilji gangverk stjórnmála - þar nýtist henni reynslan úr orkumálum. Nefnir auðlindamál sem dæmi eða mannréttindi. En þingið eigi að virka sem allra best. Katrín ellefta Katrín Jakobsdóttir var ellefta í röð frambjóðenda til að mæta á fund landskjörstjórnar. Hún sagði að vel hefði gengið vel að safna meðmælum. Hún sagði að forsetinn eigi að vera sameiningarafl, ekki bara sameiningartákn. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og Bergþóra Benediktsdóttir sem stýrir framboði hennar. Vísir/RAX Samfélagið sé orðið fjölbreyta og um leið ríkara. Slíkt kalli á að forystufólk í samfélaginu tryggi rætur í sögunni. Helga tólfta Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar var tólfti frambjóðandinn sem mætti í hús. Hún sagðist eiga von því að koma á Hörpu á tónleika en að þetta er stórkostleg stund. Hún sagði þetta hafa verið blöndu af rafrænum og pappírsmeðmælum. Helga Þórisdóttir ræðir við Heimi Má.Vísir/RAX Helga segist vinna fyrir mikilli hamingju og stuðningi. Gaman hafi verið að fara um landið og finna stuðninginn. Þrettándi maðurinn óvæntur Kristín Edwald, Formaður landskjörstjórnar, staðfesti upp úr klukkan 12 að tólf frambjóendur hefðu skilað inn framboði. Fimm hafi gert það einungis með rafrænum meðmælendum, en sjö bæði rafrænt og á pappír. Kristín sagði að aldrei hafi svo margir skilað inn framboði til forseta Íslands. Í yfirlýsingu frá landskjörstjórn að þrettándi frambjóðandinn hafi skilað inn framboði til forseta með rafrænum hætti. Það hafi verið Kári Vilmundarson Hansen. Hægt er að sjá útsendingu fréttastofunnar í heild sinni í spilaranum að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Harpa Forseti Íslands Reykjavík Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00