Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu Wetzlar með sjö marka mun, lokatölur 35-28. Arnór Snær Óskarsson og Elliði Snær Viðarsson skoruðu báðir fjögur mörk í leiknum. Gummersbach hefur nú unnið fimm leiki í röð og er í 6. sæti með 35 stig að loknum 29 leikjum.
Melsungen vann tveggja marka sigur á Füchse Berlin, lokatölur 30-28. Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk og gaf jafn margar stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu.
Melsungen er í 5. sæti með 40 stig, jafn mörg og Kiel sem er sæti ofar með tvo leiki til góða.